25.11.2010 | 14:32
Aldeilis fræg fartölva
"Guðrún segist mjög ósátt og segist bara vilja fá tölvuna til baka í sama ástandi og hún var í þegar farið var með hana í viðgerð."
Þetta er aldeilis stórfrétt. Farið með bilaða fartölvu í viðgerð!
Tilgangurinn með fréttinni er augljóslega sá að láta viðgerðarverkstæðið líta illa út.
Það tekst þó alls ekki.
Ég er viss um að þeir gerðu allt sem þeir voru beðnir að gera og fyrir umbeðna vinnu ber að greiða.
Ætli það sé ekki málið?
Tölvan til baka í pappakassa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jú, á einu tölvuspjalli er einhver hjá fyrirtækinu Nördinn (sem sér um viðgerðir) sem kemur með ítarlegri útskýringu á þessu sem ég læt hér fylgja:
"Þetta mál á sér aðeins stærri sögu en þetta.
Svo var ekki klikkað á því að skoða ábyrgðina, heldur var þetta tjónamál.
Tölvan kom inn og af beiðni eiganda sett í tjónaferli þar sem tölvan var tjónuð.
Þegar þetta ferli byrjar, er tölva tekin í sundur og hver einasti partur skoðaður og metinn.
Skýrsla er svo send á tryggingafélag eiganda, og í þessu tilviki fáum við svo svar um að hún séi ekki lengur tryggð.
Þegar þangað er komið er of seint að fara til baka, þar sem festingar og annað slíkt er of tjónað til þess að festa aftur.
Eiganda er boðið að panta varahluti á eigin kostnað og vill hún það ekki.
Henni er tjáð það að ekki reynist hægt að samsetja tölvu nema fá þessa varahluti, þar sem allar festingar eru brotnar.
Tölvan hélst saman þangað til festingar voru losaðar, og gáfu einfaldlega eftir sökum tjóns sem tölvan lenti í.
Þetta er mjög leiðinlegt mál og Nördarnir eru miður sín yfir að svona skuli fara, en það var bara ekkert annað hægt í stöðunni."
Hjalti (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 15:06
Hjalti, takk fyrir þetta.
Björn Birgisson, 25.11.2010 kl. 15:12
Aha, hún hefur sem sagt lent fyrir tjóni tölvan. Ekkert skrítið að það skuli vera í fréttunum.
Grefill, 25.11.2010 kl. 15:30
Mér finnst þetta reyndar hálf SKRÝTIÐ..
ég hef átt í vandræðum með eitthvað verkstæði hjá Elko.. það dæmi endaði þannig að ég þurfti að keyra með kúnnanum frá fáskrúðsfirði til Reykjavíkur og sitja í 5 tíma á verkstæðis afgreiðslunni þar til bilun kom enn og aftur í ljós og sýndi sig að það var ábyrgðar dæmi ..en það er aðeins öðru vísi en þetta.
Ég starfa hins vegar við tölvu og raftækja viðgerðir. og hef aldri séð lamir á fartölvu skjá brotna á þess að það sjáist hreisilega á plastinu.
ég hef marg oft fengið hluti í viðgerð til mín sem eru bilaðir af ýmsum orsökum og með ýmis einkenni. rekist ég á augljósa bilun (ein sog til dæmis sprungur í plasti eða járnstykkjum inn í hlutunum) sem ekki tengjast bilana lýsingu þá birja ég á að hafa samband við kúnnann og benda honum á það ÁÐUR en ég held áfram. það er svona til þess að kúnnanum sé ljóst að eitthvað fleira sé bilað og þá fæ ég líka tækifæri til þess að benda honum á að mögulega verði hlutirnir veri ef ég geri meira í því.
já eða býð honum uppá vara hluti sem kosta hálfan skrokk af meðal manni. nú eða býðst til þess að reyna að skítmixa það svo draslið hangi saman í einhvern tíma.
Margir af mínum kúnnum hafa valið af fá hlutinn til baka virkan en við dauðans dyr.
en svona myndi ég aldrei skila frá mér hlut. ég myndi setja saman það sem hægt er jafn vel allt bodíið og hafa þá skjáin bara sér.
ég hefði sem sagt aldrei losað lamirnar á þess að tala við kúnnann fyrst ..
og já ég myndi aldrei borga 50.000 fyrir viðgerð á tölvu.
Eb ég er víst heldur ódýr segja menn
Hjörleifur Harðarson (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 17:35
Þeir heföu amk getað sett hana saman þannig að skjárinn hefði bara verið laus, en þeir settu hana í pappakassa alla í bútum.
Harpa (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 18:12
Er tölvan tjónuð! Lenti eigandinn ekki í tjóni þegar tölvan varð fyrir skemmdum?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.11.2010 kl. 19:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.