25.11.2010 | 20:48
Gunnar neitar staðfastlega og hyggst leita réttar síns. Það gerði Ólafur biskup líka.
"Fimm konur hafa sent bréf til stjórnar safnaðarins og fjölmiðils og saka Gunnar um kynferðislega áreitni og þöggun."
Heyrði svo í útvarpinu í dag að fleiri konur hefðu gefið sig fram.
Ef menn hafa eitthvað lært af hörmulegum málefnum Ólafs Skúlasonar biskups, þá er það að trúa þeim konum sem leggja á sig að gefa sig fram, með öllum þeim sársauka sem því fylgir.
Gunnar neitar staðfastlega og hyggst leita réttar síns.
Það gerði Ólafur biskup líka.
Þetta er hörmulegt mál, meint brot fyrnd og sannanir liggja ekki á lausu.
Stöðu sinnar vegna treysti Ólafur Skúlason því að honum yrði trúað frekar en konunum. Nú trúir enginn á hans málstað.
Gunnar neitar staðfastlega og í umræðunni hefur verið talað um samsæri gegn honum.
Hætt er við að hverjar sem lyktir mála verða, sé nú endir bundinn á starf Gunnars í Krossinum.
Forstöðumaður Krossins sakaður um kynferðislega áreitni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef þetta er satt afhverju keyrir Gunnar þá um á stórum Jeppa? Svona kyntröll ætti samkvæmt sálfræðinni að keyra um á jaris
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.11.2010 kl. 21:09
Fullt af konum að ásaka Gunnar um þetta vegna valdabaráttu/pólitík í krossinum, segir Gunnar; Rite
Og Jónína, árásir vegna bókarinnar...
Voru þau Jónína og Gunnar ekki að tala um að "flýja" til Noregs um daginn? Skilst það, einhver hallelújahstólpípuútrás í gangi.
DoctorE (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 21:18
Jóhannes, hvað segir sálfræðin um mann sem á Daewoo Nubira Station og Subaru Forester slyddujeppa?
Björn Birgisson, 25.11.2010 kl. 21:22
Menn skulu fara varlega í dæma fyrirfram. Leyfa hinu sanna að koma í ljós áður en ályktanir eru dregnar. Annað kallast mannorðsmorð.
Sveinn (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 21:26
Sveinn, hér hefur enginn dæmt neinn. Þú segir: "Leyfa hinu sanna að koma í ljós áður en ályktanir eru dregnar."
Hvenær skyldi hið sanna koma í ljós í þessu vonda máli?
Kannski þegar konurnar segja sorrý, við vorum að ljúga! Er það líklegt?
Björn Birgisson, 25.11.2010 kl. 21:33
sorry Björn en Freud er dauður. Hann var ekki búinn að tegundagera kenninguna
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.11.2010 kl. 21:34
Jónína segir nú að ein konan hafi verið að daðra við Gunnar, "flaðra óeðlilega um hálsinn á honum"..
http://www.dv.is/frettir/2010/11/25/jonina-segir-talskonu-hafa-dadrad-vid-gunnar/
Heil sápusería í uppsiglingu. Tales from the kross
DoctorE (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 21:43
Björn. Ég er ekki að segja að þær fari með rangt mál. En að myrða mannorð fólks á blogginu þykir mörgum ekkert tiltökumál.
Sveinn (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 21:48
Erum við að gera það Sveinn?
Segðu okkur hvað það var sem við skrifuðum svona ljótt.
DoctorE (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 21:50
Skemmtilegt að fá svona beint frá trúmanninum, hvernig trúarbrögð eru ekkert nema tribalismi sem skapar illindi og þaðan af verra
" Hópur sem tilheyrir nýju trúfélagi í Reykjavík hefur náð góðum árangri með ófrægingarherferð þessari. Þú spyrð hvort þetta geti verið, já, því miður, ég hef staðfestingu á því
http://www.dv.is/frettir/2010/11/25/gunnar-i-krossinum-okkur-joninu-hefur-verid-hotad/
"
Witness the pova of religion. Ertu maður eða hjarðdýr
DoctorE (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 21:56
Sveinn, hver er að myrða mannorð hvers hér á blogginu? Þessi frétt um Gunnar og konurnar hefur farið sem eldur í sinu um allt þjóðfélagið og verið í öllum fjölmiðlum landsins. Hún á ekki upptök sín hér á bloggi. Ertu að mæla með algjörri þöggun á þetta mál, "þar til hið sanna kemur í ljós"?
Björn Birgisson, 25.11.2010 kl. 22:06
DoktorE ætti eins og flestir að vita hvað mannorðsmorð sé nema hann sé illa siðblindur. Siðblindingjar gera sér ekki grein fyrir eigin sjúkleika. Látum rannsókn leiða hið rétta í ljós.
Sveinn (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 22:10
Björn minn. Ég er ekkert að segja það um þig. Þöggun er ekki góð. Mál þarf að ræða og rannsaka án fyrfram ákveðinnar niðurstöðu. Ég er ekki að verja Gunnar. Mannorðsmorð eru því miður allt of sjálfsagður hlutu hjá mörgum bloggurum í ýmsum málum.
Sveinn (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 22:15
Hvaða þöggunartaktar eru þetta í þér Sveinn, ég get ekki séð að neitt mannorðsmorð hafi verið framið hér á þessu bloggi.
Eins og menn ræði það ekki þegar svona kemur upp, sérstaklega þegar helsti siðapostuli Sússa og besti vinur Gudda á í hlut.
Kannski er Sveinn bara Gunnar, eða Jónína Ben :)
DoctorE (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 23:09
Sveinn, þakka þér fyrir #13. Mér er tamt að skrifa um ýmislegt, en mannorð vil ég ekki níða af neinum manni og tel mig ekki hafa gert. Flestir þeir sem hanga á tæpu mannorði, sjá sjálfir um að sturta því endanlega niður.
Björn Birgisson, 25.11.2010 kl. 23:11
Ekki batnar málstaður Gunnars í Krossinum. Eyjan.is segir:
"Talskona kvenna sem saka Gunnar Þorsteinsson í Krossinum um kynferðislegt ofbeldi segist vita samtals um 16 fórnarlömb. Í samtali við Pressuna segist hún hafa fengið vísbendingar frá konum sem saka Gunnar um kynferðislegt ofbeldi yfir 25 ára tímabil.
Ásta Knútsdóttir er talskona kvenna sem saka Gunnar í Krossinum um kynferðislegt ofbeldi. Í hópi kvennanna eru tvær fyrrum mágkonur Gunnars. Ásta segir að fyrir utan þær fimm konur sem hún heldur utan um viti hún um 9 aðrar sem saka Gunnar um kynferðisofbeldi. Ásta segir að yngst þessara kvenna sé 28 ára í dag og sú elsta 46 ára."
Ég verð að spyrja og lái mér hver sem vill:
Hvar endar kynferðislegt daður og athafnir með samþykki beggja og hvar tekur hið meinta kynferðislega ofbeldi við?
Hvar voru þessar konur þegar biskupsmálin voru í hámæli?
Af hverju koma þær fram núna, en ekki fyrr?
Björn Birgisson, 26.11.2010 kl. 00:09
Það brennur alltaf jörðin kringum þessa Jónínu hvar sem hún fer.
Svo skulum við leggjast á bæn og biðja fjölmiðla að hætta að flytja fréttir af þessu harmræna heimilisdrama.
Okkur varaðar ekkert um þetta fólk.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 02:39
Hversu miklar líkur eru á því að svo margar konur taki sig saman og segi mann vera barnaníðing... frekar litlar líkur á því sko.
"Skondið" að sjá fólk, hér og á DV skrifa um mannorðsmorð... þetta fólk algerlega dissar þennan fjölda kvenna; Svona er máttur trúarbragða, við sjáum þetta algerlega ALLTAF þegar trúmenn eru ásakaðir um svona; Slíkur er heilaþvotturinn
DoctorE (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 07:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.