Þar féllu margir góðir menn og konur á blóðvöllinn að ósekju

Ekki laust við að maður sé að verða þokkalega spenntur fyrir kosningunum á laugardaginn. Búinn að raða 23 frambjóðendum á listann minn og er að mestu klár með mitt fólk, sem ég vil að sitji þetta tímamóta þing. Tvö sæti laus. Er með 25 nöfn í þau! Hvernig setti maður aftur fimm fíla í Fólksvagns bjölluna? Er ekki allt hægt?

Þakka góðar ábendingar, sem ég hef fylgt sumum hverjum. Lenti auðvitað í vandræðum með valið, enda gott og frábært fólk í klösum og kippum í framboði og frábært að verða vitni að öllum þessum mikla áhuga. Verst að geta ekki valið 63 úr þessum hópi og sent leikarana við Austurvöll í nokkurra ára launalaust frí í skiptum!

Er búinn að fletta kynningarblaðinu fram og aftur, krossa við þá sem mér leist best á og viti menn: ég var með 80 krossa, þegar allir 522 höfðu verið skoðaðir.

Þá hófst sú erfiða raun að skera 80 menningana mína niður við trog og þar féll margur góður maðurinn og konan á blóðvöllinn að ósekju, en sérhver kvaddur með afsökunarbeiðni, tárum á hvarmi og orðunum: Sjáumst kannski seinna!

Seinna?

Það er nefnilega málið. Ég er algjörlega sannfærður um að mannvalið í þessu framboði til Stjórnlagaþingsins er slíkt, að þó ekki skilaði sér nema brotabrot af því inn á lista flokkanna, eða nýrra framboða, fyrir næstu Alþingiskosningar, þá væri það stórsigur fyrir þjóðina og virðingu Alþingis.

Ég skora á þennan fallega og frambærilega hóp að hafa þessi orð mín í huga þegar fram líða stundir og þjóðin fer að setja sig í kosningastellingar að nýju.

Ég skora einnig á alla Íslendinga að mæta á laugardaginn og taka þátt. Betra að kjósa kannski 1-5 ef fólk er pennalatt. Best þó að kjósa 25, en hafa það þó á hreinu að röðunin skiptir öllu máli. Sá sem fær 1. sætið þitt er að fá miklu meiri stuðning frá þér en sá sem þú setur t.d. í 10. sætið.

Áfram Ísland!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Hver var aftur í fyrsta hjá þér ?

hilmar jónsson, 25.11.2010 kl. 22:47

2 Smámynd: Björn Birgisson

Hilmar minn, hógvær maður eins og myndi aldrei reyna að hafa áhrif á aðra kjósendur með því að upplýsa um röðunina! Ertu ekki að hressast eftir gusuganginn?

Björn Birgisson, 25.11.2010 kl. 22:51

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Það gæti nú virkað á ýmsann hátt eftir því hver læsi Björn.

Jú takk, maður sér svona til eftir kvöldið hvort ástæða sé til þess að hætta að fylgjast með framhaldsþáttum..

hilmar jónsson, 25.11.2010 kl. 22:54

4 Smámynd: Björn Birgisson

Hilmar minn, líttu bara á þetta eins og hreinsun. Þú þarft þá ekki að hringja í Jónínu vinkonu þína .......... eins gott, líklega alltaf á tali hjá henni!

Björn Birgisson, 25.11.2010 kl. 23:04

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Hehe...Segðu Björn..

hilmar jónsson, 25.11.2010 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband