Af hverju endar slúðrið alltaf í sköpum eða ósköpum kvenna?

Ég er orðinn hundleiður á pólitíkinni og hef því ákveðið að breyta síðunni minni tímabundið í algjöra slúðursíðu, eins og reyndar flestir fjölmiðlar landsins hafa gert. Slúðrið bæði kitlar og selur.

DV slúðrar um hina íturvöxnu Catalínu, sem hingað er komin frá myrkustu Afríku með sinn mjúka, dökka, leyndardómsfulla og eftirsótta lærafaðm, gegn sanngjarnri greiðslu auðvitað. Aðgangur að náttúruauðlindum kostar og á að kosta sitt. Tímasetningin er mikilvæg. Ekki gott að vera truflaður við sína náttúruskoðun!

Vísir slúðrar um málefni krossfarans eina og sanna, sem aldrei hefur í krossferð farið, og hvort honum haldist limur í brók, eða sé skotspónn vondra kvenna, sem aldrei geta fengið nóg frá guðsmanninum, eða öðrum minna heilögum mönnum.

Mogginn? Hann hefur enga náttúru. Algjörlega náttúrulaus og hefur alltaf verið og breytingar á því ekki í augsýn!

"Eins og DV hefur greint frá lenti áhrifakona í íslenskum stjórnmálum í því að koma að eiginmanni sínum í hjónarúminu með vændiskonunni Catalinu Mikue Ncogo síðla árs 2008." segir á dv.is

Spurningar í slúðrinu:

1) Hver er þessi áhrifakona í íslenskum stjórnmálum sem flýtti för sinni heim til að hitta elskulegan eiginmanninn sinn og fann hann svona upptekinn og upprifinn með allt upp í loft í rúminu með maddömunni svörtu?

2) Fylgir einhver bölvun nafninu Gunnar í trúmálageiranum? Gunnar Björnsson, guðsmaður og tónlistarmaður, þótti fjölþreifinn um of að sumra mati, en hann sagði það bara vera faðmlög af kærleikanum einum gerð. Nú er nafni hans Þorsteinsson í kröppum dansi. Voru þeir nafnarnir samstíga í sínum hefðbundnu dönsum, eða gerðust þeir villtari en góðu hófi gegnir?

Og hvað heita þeir dansar?

Spyr sá sem ekki veit.

Hvað sagði ekki Káinn í Vesturheimi forðum:

Ekkert kalla ég á þér ljótt,

yndissnjalla mærin.

Mér hafa alla ævi þótt

á þér falleg lærin.

Fyrir svona fallega vísu ber að borga.

Hvernig?

Ekki veit ég það, en hef mínar hugmyndir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Horfðirðu ekki á myndina : Aldrei aftur, í kvöld Björn ?

Eru ekki brýnni mál á dagsskrá ?

hilmar jónsson, 28.11.2010 kl. 22:49

2 Smámynd: Björn Birgisson

Nei, missti af henni! Um hvað fjallaði hún?

Björn Birgisson, 28.11.2010 kl. 22:56

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Hrunið, spillta stjórnmálamenn,hvernig við látum traðka á okkur og biðjum um ábót....

hilmar jónsson, 28.11.2010 kl. 22:59

4 Smámynd: Björn Birgisson

Ábót?

Björn Birgisson, 28.11.2010 kl. 23:03

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Ábót á traðkið og þá meðferð hrunstjórnin bauð þjóðinni upp á..

hilmar jónsson, 28.11.2010 kl. 23:06

6 Smámynd: Björn Birgisson

Sama og þegið!

Björn Birgisson, 28.11.2010 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband