29.11.2010 | 10:01
Forseti meirihlutans og hinna líka
Nú er lokið kosningum til Stjórnlagaþingsins. Þátttaka ekki nógu góð, en engu að síður mun þingið koma saman og leggja til breytingar á stjórnarskránni, sem Alþingi þarf að fjalla um, samþykkja eða synja eftir atvikum.
Embætti forseta Íslands verður vafalaust í brennidepli þingsins, ásamt mörgum öðrum málum. Hvernig vill þjóðin hafa þetta embætti? Hver eiga völd þess og skyldur að vera?
Núverandi forseti hefur gengið lengra en forverar hans í að taka sér völd og nú stefnir jafnvel í að hann taki öll völd af réttkjörnum þingheimi vegna Icesave málsins.
Benda má á að Ólafur Ragnar hafði ekki meirihluta þjóðarinnar á bak við sig þegar hann var fyrst kjörinn, en hlaut engu að síður ágæta kosningu.
Mér finnst eðlilegt að kjöri forseta Íslands verði breytt. Þannig að tryggt verði að hann hafi meirihluta þjóðarinnar á bak við sig. Nái enginn hreinum meirihluta í forsetakosningum skal þá kjósa að nýju á milli þeirra tveggja fengsælustu á atkvæðaveiðunum.
Þetta er gert í mörgum löndum.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Núverandi Forseti er búinn að breyta embættinu úr sýmbolsku sameiningartákni í eins konar eins-manns efri deild Alþingis.
Merkilegt að Sjálfstæðismenn virðast bara ánægðir með þetta, því margir hverjir þeirra telja enga ástæðu til að ræða Stjórnarskrá og stjórnskipan, t.d. hvort þessi de facto breyting á túlkun Stjórnarskrá Lýðveldisins fyrir tilstilli og frumkvæði eins manns, sé æskileg eða ekki.
Skeggi Skaftason, 29.11.2010 kl. 10:24
Herra Ólafur Ragnar Grímsson skal hann heita í hópi þeirra sem kölluðu hann annað hér áður fyrr!
Björn Birgisson, 29.11.2010 kl. 10:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.