29.11.2010 | 12:40
Skuggalega dýrt kerfi
Greiðslur í lífeyrissjóði og úr þeim eru klassískt þrætuepli hérlendis og stinga hér enn og aftur upp kollinum nú þegar ganga skal til samninga. Á síðu Ragnars Þórs Ingólfssonar, hér á Moggabloggi, er mjög greinargóð samantekt um kostnaðinn við kerfið, sem hann telur vera allt að 4000 milljónum árlega. Þarf að kosta 4 milljarða að höndla með lífeyri landsmanna? Er það ekki vítavert bruðl á kostnað fólks sem hefur ekkert um bruðlið að segja?
Grípum niður í skrif Ragnars Þórs frá 11. nóvember síðast liðnum:
"Miðað við þetta hlutfall væri rekstrarkostnaður við kerfið kr. 3.342.570.904 á ári. Sem jafngildir iðgjöldum 11.458 einstaklinga með 200.000 kr. í laun á mánuði.
Inn í þessar tölur vantar erlend fjárfestingagjöld.
Þá má því áætla að kostnaður við rekstur sjóðanna gæti verið um 4 milljarðar á ári ef erlend fjárfestingagjöld eru tekin með í reikninginn.
Það er sorglegt til þess að hugsa hversu miklu sjóðirnir hafa tapað án þess að vilja opna bækur sínar og viðurkenna fyrir sjóðsfélögum. Í staðinn hlustum við á endalausa feluleiki og talna útúrsnúninga. Allt er sagt í himnalagi, en gögn því til stuðnings eru með öllu ófáanleg.
Rekstrarkostnaður sjóðanna er algerlega glórulaus í ljósi þess að fjárfestingar sjóðanna eru að upplagi nákvæmlega eins og ótrúlegt að ekki skuli vera búið að sameina og hagræða meira en orðið er. Til hvers í ósköpunum að reka alla þessa sjóði sem gera nánast það sama."
Er nema von að spurt sé?
4000 milljónir eru dágóð fúlga og ekki nýtist hún launafólkinu við starfslok.
Sjá færslu Ragnars Þórs í heild:
http://ragnar73.blog.is/blog/ragnar73/entry/1115310/
Ræða jöfnun lífeyrisréttinda |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.