30.11.2010 | 18:19
Sýnum Stjórnlagaþinginu og þingmönnum þess eingöngu sparihliðar okkar og virðingu
Til að ná fram niðurstöðu í kosningum til Stjórnlagaþings þurfti að varpa hlutkesti 78 sinnum! Ekki þó í baráttunni um þingsætin 25 sjálf, heldur neðar á listanum. Kannski um væntanlega varamenn?
Ég sé að á blogginu er fólk farið að velta þessum úrslitum fyrir sér, sem teljast verður mjög eðlilegt.
Hins vegar vil ég eindregið vara hvern þann, sem um þetta skrifar, við því að gera minnstu tilraun til að draga Stjórnlagaþingið á nokkurn hátt niður í svaðið og alls ekki þingmenn þess. Þetta þing er ekki hefðbundið og á því að standa algjörlega utan við hefðbundið skítkast sem stjórnmálunum fylgir, rétt eins og skugginn sólinni.
Verkefni þessa þings er aðeins eitt. Að færa þjóðinni endurskoðaða og betri Stjórnarskrá. Það er göfugt verkefni og þeir sem leggjast gegn því geta ekki talist þjóðhollir Íslendingar.
Það er ekki við hæfi að tala niður til þess fólks sem náði kjöri. Við erum í þessu máli ekki í hefðbundnum pólitískum skotgröfum og skítkasti. Svo fjarri því. Hér er um heimssögulegan viðburð að ræða. Lýðræðislega tilraun sem alls ekki má misheppnast og raunar lítil ástæða til að óttast það.
Við skulum binda miklar vonir við Stjórnlagaþingið. Tala um það með virðingu, einnig þingmennina sem slíka, hvern og einn. Sé ekki betur en að þar sé úrvalssveit á ferðinni. Góðir Íslendingar.
Alls ekki kópiera umræðuna um Alþingi við Austurvöll og heimfæra hana upp á Stjórnlagaþingið. Alls ekki. Reynum heldur að sameinast um að auka veg og virðingu Alþingis. Það væri þjóðinni hollara.
Sýnum okkar bestu hliðar.
Sýnum virðingu um leið og við gerum miklar kröfur.
Vörpuðu hlutkesti 78 sinnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nákvæmlega! Prenta þetta út og hengja upp.
Hörður Sigurðsson Diego, 30.11.2010 kl. 18:40
101 % sammála.
hilmar jónsson, 30.11.2010 kl. 19:14
Heyr, heyr
Gæti ekki verið meira sammála.
ASE (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 19:18
Hörður, takk fyrir þetta. Þú hengir þetta upp sem víðast. Ég er bara með tíu þumalputta!
Björn Birgisson, 30.11.2010 kl. 19:29
Vondir menn sækjast jafnan eftir völdum, og alls ekkert víst að aðeins "þjóðhollir" einstaklingar sitji á þessu þingi, um það munu verkin vitna, ekki hversu góðir þeir eru í að afla sér vinsælda, það eru margir glæpamenn vinsælir. Vonandi nær góða fólkið yfirhöndinni þarna inni og góðu hugsjónirnar, og engir ómerkilegir snákar nái að leggja neinar gildrur. En að sussa og þegja eins og þetta sé eitthvað háheilagt og ósnertanlegt, það er út úr kú og stórhættulegt. Umræða, gagnrýni og heilbrigður skammti af efa og jafnvel vantrú, veitir nauðsynlegt aðhald í lýðræðislegu samfélagi. Andakt og orðleysi er bara fyrir gamaldags konungsríki og þeir sem aðhyllast slíkt gangvart stjórnvöldum í eðli sínu bara sömu þrælarnir og forfeður þeirra á miðöldum, og hafa aldrei lært að verða frjálsir menn.
Davíð Stefánsson (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 19:54
Hvers vegna má ekki gagnrýna stjórnlagaþingmenn? Eru þeir klerkaveldið í beinan karllegg af Múhammeð, háaðal elíta SS sveitarinnar, eða kannski bara guðir af himni sendir eins og lýðurinn trúði forðum um konunga sína. Ég held nú ekki! Þetta eru bara meingallaðir og ósköp venjulegir menn eins og aðrir, og ekki yfir það hafnir að með þeim sé haft mikið og strangt eftirlit, gagnrýni og þeim sé veitt nauðsynlegt aðhald til að fara ekki sjálfum sér og öðrum að voða. Án slíks viðhorfs deyr lýðræðið fljótt og allt vald spillist án slíks viðhorfs, því öllu valdi fylgja miklar freistingar og mikið böl þeim sem fyrir því verða, og hinum sem þurfa að gjalda afleiðinganna. Niður með svona kjaftæði og farðu bara og "Heil Hitler"-aðu einhvers staðar annars staðar yfir þessum hetjum þínum og leyfðu málfrelsinu, mannréttindum og jöfnuði að lifa í friði fyrir þér á Íslandi.
Frelsisstyttan (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 19:59
Heyr!
Hulda (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 20:18
Bingó! Það var ekkert annað! "Niður með svona kjaftæði og farðu bara og "Heil Hitler"-aðu einhvers staðar annars staðar yfir þessum hetjum þínum og leyfðu málfrelsinu, mannréttindum og jöfnuði að lifa í friði fyrir þér á Íslandi."
Þakka þér innlitið hetjulega nafnlausa Frelsisstytta! Ég mun vitaskuld ekki fylgja þínum ráðum!
Björn Birgisson, 30.11.2010 kl. 20:23
Það er enginn að tala um að það megi ekki gagnrýna stjórnlagaþingmenn. Við erum að tala um að sýna virðingu á meðan þau vinna það verk sem þeim hefur verið falið og passa okkur á að dæma ekki fyrr en málin eru orðin skýr.
Við eigum að nota tækifærið og lyfta umræðunni upp úr því hjólfari sem hún hefur verið þannig að þótt hart sé og verði deilt sé það samt sem áður gert af kurteisi, háttvísi og virðingu fyrir persónum.
Hörður Sigurðsson Diego, 30.11.2010 kl. 20:24
Davíð Stefánsson, athugasemd þín er skáldverki líkust. Einhver skyldleiki við skáldið frá Fagraskógi?
Björn Birgisson, 30.11.2010 kl. 20:26
Hörður, Hilmar, ASE og Hulda. Kærar þakkir fyrir að líta inn á þessa aumu síðu og að taka undir mín fátæklegu orð. Alltaf gott að fá klapp á bakið! Koss á kinn á móti!
Björn Birgisson, 30.11.2010 kl. 20:32
Ég er líka sammála síðueiganda um að við eigum að minnka sem mest og helst eyða allri niðurrifs- og skítkastsumræðu um þingið og fólkið sem það skipar.
Sýnum virðingu - verum kurteis.
(er þetta bara ekki flott slógan?)
Grefill (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 20:40
Sammála Björn, svo sammála!
En ekki eru allir "vinir okkar" sáttir ef marka má skrif þeirra.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.11.2010 kl. 20:52
Grefill, ertu að koma til, eða hefur þú bara alltaf verið svona víðsýnn og gáfaður? Ég ætla svo sannarlega að reyna að vanda mig í framhaldinu! Þitt slógan er hér með mitt slógan! Sýnum virðingu við hæfi!
Björn Birgisson, 30.11.2010 kl. 20:53
Axel Jóhann, þegar öll dýrin í skóginum verða vinir, er rétti tíminn runninn upp til að loka dýragarðinum. Vinátta og virðing er svo sannarlega ekki fyrir alla!
Björn Birgisson, 30.11.2010 kl. 20:56
Gott mál. Skotgrafarpólítík á ekki heima þarna.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 30.11.2010 kl. 20:57
Arinbjörn, þakka þér komuna og innleggið og bestu kveðjur norður yfir heiðarnar fögru!
Björn Birgisson, 30.11.2010 kl. 21:09
Þið eruð nú meiri sauðirnir og heimskingjarnir.
Að veita yfirvaldinu ekki aðhald með gagnrýni ÞAÐ er hatur, bæði á þeim sem vald fara með, sjálfum sér og samfélaginu í heild sinni. Þrælslundin er í eðli sínu hatur og hana þarf að uppræta úr mannkyninu eigi það að komast á næsta stig þróunarinnar, en geri það það ekki mun lýðræði ekki halda veldi og myrkraöflin aftur ná yfirhöndinni.
Gunnar (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 21:11
Hér kemur Gunnar með nýja skilgreiningu á hatrinu, en vitaskuld eru allir hér inni á síðu sauðir og heimskingjar! Gott að Gunnar er það ekki, þá eigum við hin von!
Gunnar minn, hvert er næsta stig þróunarinnar? Ekki viljum við, vitgrannir og skjálfandi sauðir hér á síðu, sjá myrkraöflin ná aftur yfirhöndinni. Hver er þín leiðsögn til betra lífs?
Björn Birgisson, 30.11.2010 kl. 21:29
Sauðir, heimskingjar, þrælslund, hatur, myrkaöflin?
Gunnar minn, ertu viss um að þú sért á réttu bloggi? Hér eru saman komnir englar hins íslenska samfélags.
Hörður Sigurðsson Diego, 30.11.2010 kl. 21:32
Hörður, nú er illt í efni, að vera vængstýfður engill. Annars flygi ég til þín, frá bökunarilmi frúarinnar, til þess eins að kyssa þig á kinnina og veita þér faðmlag forboðins sauðs, heimskingja með þrælslund, uppfullan af hatri og á lóðbeinni leið til Satans!
En marsipan snúðarnir og skinkuhornin hennar Ingibjargar minnar gránda alla engla. Nú er eldhúsið okkar, í litla kotinu okkar, yfirfullt að englum og spjallið snýst einkum um velferð þjóðarinnar. Himnasendingarnar spyrja mikið um Stjórnlagaþingið og sýna því ómældan áhuga.
Björn Birgisson, 30.11.2010 kl. 21:53
Gott innlegg í umræðuna Björn. Það er eins og sumir sjái ekkert nema myrkur...
Kommentarinn, 30.11.2010 kl. 22:54
Kommentarinn, nú lít ég út um gluggann og sé bara myrkur skammdegisins hér á Norðurhjara. Lít svo á skjáinn og sé þig. Hugsi um stund. Skítt með það. Þakka þér innlitið og góð orð. Ekki veitir af!
Björn Birgisson, 30.11.2010 kl. 23:17
Ég óska engum stjórnlagaþingmanni ills, en finnst fremur sjúkt að hefja stjórnaþing með að reyna að sussa heilbrigða gagnrýni og skynsemi í kafi. Illu öflin eru þau þegar menn eru settir á stall, dýrkaðir og látið sem þeir séu hafnir yfir gagnrýni, eins og Hitler, Stalín og félagar voru. Það voru heimsku sauðirnir sem létu það viðgangast, til að láta undan þrælslund sinni, sem báru ábyrgð á grimmdarverkum þeirra. Að almenningur hafi vakandi og gagnrýnið auga með ráðamönnum er ein af grundvallarundirstöðum Vestræns lýðræðis, velferðar og mannúðar. Alvöru menn eru vakandi, skynsamir og góðir, gagnrýna og sjá góðar og slæmar hliðar á hlutunum. Sauðir þegja í andakt og blindu trausti og sussa gagnrýnis raddir.
Gunnar (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 01:15
Og að svo mæltu óska ég að sjálfsögðu stjórnlagaþings alls góðs, eins og allir sem munu hafa vakandi auga með þeim, af velvild og vinsemd. Ekki veitir af. Þetta er mikil ábyrgð, og hún er okkar allra, ekki bara þeirra sem við kusum. Ábyrgðin endar ekki þegar maður hefur greitt atkvæði.
Gunnar (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 01:17
Gunnar, þú ert allur að koma til. Og ert ekkert einn um það! Þakka þér innlitin!
Björn Birgisson, 1.12.2010 kl. 01:44
Björn , þú talar um heissögulegan viðburð sem ekki má mistaskast. Ég spyr, er þetta ekki búið að mistakast. Rúm 60% prósent þjóðarinnar ákvað að taka ekki þátt í kosningunum. Við erum vön yfir 80% kosningaþáttöku hér þannig að það er alveg sama hvernig á málið er litið, almenningur er búinn að hafna þessu fyrirfram.
Sigurður Sigurðarson, 1.12.2010 kl. 11:02
Sigurður, þingið mun starfa. Vissulega hefði meiri þátttaka verið æskileg, en það breytir ekki því að þingið mun starfa og vonandi skila einhverju vitrænu til þjóðarinnar.
Björn Birgisson, 1.12.2010 kl. 11:33
Alveg finnst mér það ótrúlegt hve margir virðast halda að atkvæði þeirra sem tóku ekki þátt í kosningunum hafi sama vægi og þeirra sem kusu.
Dræm þátttaka í svona kosningum er fyrst og fremst túlkuð sem áhugaleysi, ekki efnisleg andstaða.
Þeir sem kusu ekki voru einfaldlega að fela þeim sem mættu á kjörstað valdið til að kjósa fyrir sig. Þeir voru ekki að mótmæla einu né neinu og fáránlegt að túlka þetta þannig.
Vissulega hefði verið skemmtilegra ef fleiri hefðu haft áhuga, en áhugaleysi þeirra veikir ekki á nokkurn hátt úrslitin í kosningunum né stjórnlagaþingið sjálft.
Hörður Sigurðsson Diego, 1.12.2010 kl. 11:45
Thungi orda minna er óumdeilanlegur. Sá madur sem fékk mín gódu medmaeli lenti autvitad í fyrsta saeti. Hann fékk lang-glaesilegustu kosningu af öllum 500+ einstaklingum sem budu sig fram.
Eftirfarandi skrifa ég thann 14.11.2010 kl. 17:48:
"Kaudi númer 3403 er ÚRVALSMADUR. Fadir hans var úrvalsmadur og braedur hans einnig. Afburdarmenn. Einsdaemi á Íslandi og audvitad thess vegna á mjög áberandi háu plani og sérstaklega vegna thess hve vidbjódslegur sorinn í Sjálfstaedisflokknum og Framsóknarflokknum er á lágu plani.
*Gódur madur og heilsteyptur*
My 2 cents (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 17:48
NIDUR MED KVÓTAGLAEPAKERFID
My 2 cents (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.