Nú mun fylgið við stjórnina rjúka upp í 51% um sinn

"Aðgerðirnar munu fela í sér lækkun skuldabyrði skuldugustu heimilanna og breytingar á vaxtabótakerfi. Þá segir forsætisráðherra að þær almennu aðgerðir sem gripið verði til muni gagnast um 40 þúsund heimilum í landinu og að þær muni einnig ná til millitekjufólks." segir visir.is

Með þessu samkomulagi er ríkisstjórnin líklega að vinna sinn stærsta sigur, en skelfing tók langan tíma að koma honum í höfn. Nú mun fylgið við stjórnina rjúka upp í 51% um sinn, eða að minnsta kosti fram að næsta upphlaupi VG liða!

Sigurinn er þó nokkuð súrsætur. Það verður komið til móts við fjöldann allan af fólki, en á kostnað miklu meiri fjölda þegar fram líða stundir.

En látum vera.

Við viljum hafa hér velferð og jöfnuð og því verðum við sameiginlega að takast á við vandann sem hrunið olli. Ég ætla ekkert að minnast á neina hrunvalda hér. Rámar þó í þá.

Sigur ríkisstjórnarinnar í þessu erfiða máli er dýrkeyptur og gat aldrei orðið annað.

Sigur í anda Phyrrosar konungs.


mbl.is Meginatriði samkomulags að nást
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi ríkisstjórn fær aldrei meira fylgi... skiptir engu um þetta útspil. Það er allt of seint í rassinn gripið. Dýrkeypt er það vegna þess að þau brugðust ekki nógu hratt við vandanum. Ekki vegna hrunvaldanna... þeir vöruðu við þessu.

Freyr (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 18:36

2 Smámynd: Björn Birgisson

Já, Freyr, synd að ekki skyldi hafa verið meira hlustað meira á viðvörunarorð hrunvaldanna!

Björn Birgisson, 2.12.2010 kl. 18:39

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Með þessu að þá ætti ekki að taka fólk 6 mánuði (heldur aðeins 5) að safna sér fyrir flugmiða burt....

Óskar Guðmundsson, 2.12.2010 kl. 18:40

4 Smámynd: Björn Birgisson

Óskar minn, hvert viltu fljúga? Hvar er fyrirheitna landið?

Björn Birgisson, 2.12.2010 kl. 18:42

5 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Björn....

Hrunvaldarnir svokölluðu voru hér með yfirgnæfandi fylgi áratugum saman.

Svipað fylgi var t.d. á sjálfstæðisflokknum í verstu lægðunum eins og á ríkisstjórninni núverandi.

Það skptir reyndar afskapæega litlu máli úr hvaða f(l)okki menn koma til vistunar á Siðblindraælinu [áður Alþingi] þar sem að vinnubrögð þar breytast seint úr skotgrafahernaði minni/meiri-hluta.

Heimska almennings er síðan um að kenna að kjósa ekki nýja flokka í stað þeirra gömlu.

Samspillingin er nefnilega gamall flokkur sem lært hefur af verstu glæpamönnunnum, nefnilega að skipta um nafn á svikamyllu sinni reglulega til að reyna að villa um fyrir almenningi með páfagaukamynni. Samspillingin hét nefnilega í eina tíð Kommúnistaflokkurinn.

Óskar Guðmundsson, 2.12.2010 kl. 18:45

6 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Allt er betr an að búa á landi þar sem fjármálaráðherran boðar það að allt verði OK eftir 15 ár.... ef að við lifum bara á loftinu og höldum niðri í okkur andanum þangað til!

Óskar Guðmundsson, 2.12.2010 kl. 18:46

7 Smámynd: Óskar

Spurning:  Hefði sjálfstæðisflokkurinn nokkurntímann ljáð máls á því að hjálpa heimilum landsins?  Svarið vita allir, NEI!

Óskar, 2.12.2010 kl. 19:27

8 Smámynd: Björn Birgisson

Óskar, ertu viss um þetta? Hvað hefði Sjálfstæðisflokkurinn gert í stöðunni?

Björn Birgisson, 2.12.2010 kl. 19:34

9 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn er náttúrulega glæpasamtök og ætti ekkert að vera í umræðunni. Nema þá að menn ræði um það, hvenær og hvernig hann verði lagður niður.

Doddi (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 22:41

10 Smámynd: Björn Birgisson

Já, Sveinn, þú segir nokkuð, en ertu ekki kominn ögn fram úr sjálfum þér?

Björn Birgisson, 3.12.2010 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband