Nú er það svart maður!

Nú vantar illilega fjármagn í ríkiskassann og niðurskurðarkutinn er rauðglóandi alla daga. Skattar á allt og alla eru hækkaðir sem aldrei fyrr og allir eru auðvitað hundóánægðir með þessa þróun mála. Nú eiga skuldlausir í þessu landi að taka þátt í að leiðrétta stöðu þeirra sem skulda, með hærri sköttum og lægri lífeyri eftir starfslok, sem þegar er orðin staðreynd, ekki hjá öllum þó.

Þarf þetta að vera svona? Er þetta eitthvert náttúrulögmál?

Á sama tíma liggur það ljóst fyrir, að ef ríkissjóður fengi allt sem honum ber, samkvæmt landslögum, þá yrði fljótgert að troða upp í fjárlagagatið og hverfa frá niðurskurðarhugmyndum. Jafnvel hægt að lækka skattana.

Ef handrukkarar dópheimsins fengju jafn illa innheimt sínar skuldir og ríkið, er hætt við að margir misstu fingur og yrðu fyrir stórvægilegu hnjaski!

Ég er að tala um svarta atvinnustarfsemi. Engar tölur hef ég um hana, en veit að umfang hennar er gríðarlegt. Svo mikið að fullyrða má að hún sé hálfgert þjóðarsport. Ég held að vandfundinn sé sá Íslendingur sem aldrei hefur unnið svart, eða aldrei keypt neitt svart.

„Svört atvinnustarfsemi skekkir ekki eingöngu samkeppnisstöðu annarra fyrirtækja, heldur kemur hún einnig í veg fyrir að ný fyrirtæki reyni að hefja starfsemi með allt upp á borðinu. Við hljótum öll að sjá hvílíkt óréttlæti þau fyrirtæki verða fyrir sem eru að standa sig á meðan ekkert er gert til að uppræta svarta atvinnustarfsemi. Þetta veldur öllu samfélaginu miklum skaða, ekki bara fjárhagslegum skaða heldur einnig á grundvelli réttindamissis þeirra einstaklinga sem taka þátt og vinna svart" sagði í tilkynningu frá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga fyrr á árinu.

Íslendingar eru algjörir sérfræðingar í því að svindla. Stór fullyrðing, en ég stend við hana. Takist einhverjum að hrekja hana með pottþéttum rökum, mun enginn gleðjast meira en ég.

Endilega reynið!

Nú vinna fjölmargir svart á milli þess sem þeir sækja atvinnuleysisbæturnar sínar mánaðarlega! Lið sem lifir á öðrum og brýtur í leiðinni niður velferðarkerfið sem heldur því uppi! Þokkaleg iðja það!

Hvort er glæpur þess meiri eða minni en fjölþreifni þeirra sem ganga á Guðs vegum?

Í einhverjum löndum láta menn yfirvöld vita ef þeir komast á snoðir um svarta atvinnu eða innkaup nágrannans eða einhverra annarra. Hér tíðkast það ekki, enda allir á kafi í þessu.

Kaupa svart. Selja svart. Þessi starfsemi er umfangsmikið neðanjarðarhagkerfi sem hlunnfer illilega sjóðinn okkar, ríkissjóð.

Og öllum virðist vera skítsama!

Eigum við að gera eitthvað í þessu máli, eða er þetta bara fínt eins og það er?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband