7.12.2010 | 18:35
Hver listamannanna verður fyrstur til að afþakka heiðurslaunin?
"Samkvæmt breytingartillögu við frumvarp til fjárlaga fyrir næsta ár fá 28 listamenn heiðurslaun samkvæmt ákvörðun Alþingis. Allir fá þeir 1,575 þúsund krónur í heiðurslaun."
- Atli Heimir Sveinsson
- Ásgerður Búadóttir
- Edda Heiðrún Backman
- Erró
- Guðbergur Bergsson
- Guðmunda Elíasdóttir
- Gunnar Eyjólfsson
- Hannes Pétursson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Jóhann Hjálmarsson
- Jón Nordal
- Jón Sigurbjörnsson
- Jón Þórarinsson
- Jónas Ingimundarson
- Jórunn Viðar
- Kristbjörg Kjeld
- Kristján Davíðsson
- Magnús Pálsson
- Matthías Johannessen
- Megas
- Róbert Arnfinnsson
- Thor Vilhjálmsson
- Vigdís Grímsdóttir
- Vilborg Dagbjartsdóttir
- Þorbjörg Höskuldsdóttir
- Þorsteinn frá Hamri
- Þráinn Bertelsson
- Þuríður Pálsdóttir
Þetta er fríður flokkur hæfileikafólks. 18 karlmenn og 10 konur. Á þessum lista gætu svo margir aðrir verið, því góða listamenn eigum við í kippum.
Einhverjir þessara 28 þurfa á þessum aurum að halda, en fæstir held ég. Ágætlega velstætt fólk.
Þetta eru kölluð heiðurslaun.
Miðað við allt og allt, flest á hverfanda hveli, finnst mér að þeir í þessum hópi, sem hafa það fínt fjárhagslega, ættu að líta í kring um sig og athuga hvort ekki sé meiri þörf fyrir þetta fjármagn annars staðar í þjóðfélaginu, en í þeirra bólgnu vösum - og afþakka þessi heiðurslaun.
Með því yrðu þau sannir Heiðurslistamenn.
Mjög sannir og eftir því yrði tekið.
Nú er að sjá hver ríður fyrst á vaðið.
28 listamenn fá heiðurslaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki fullt starf að vera listamaður ? Geri ráð fyrir að allavega nokkrir sem á listanum eru séu ekki með mikila innkomu um þessar mundir..
hilmar jónsson, 7.12.2010 kl. 19:28
Þessi laun voru hækkuð á síðustu fjárlögum.... stóðu ekki í stað, hækkuðu. Á meðal þeirra sem hækkuðu í heiðurslaunum var þingmaður VG.
Jöfnuðurinn maður...
Þórður Ingi (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 19:43
Listamenn eiga ekki að vera á ríkisjötunni. Nær að þessir fjármunir færu til bæta annað í þjóðfélaginu t.d. aðbúnað þeirra sem byggðu upp þjóðfélagið og fá í staðinn skerta þjónustu í heilbrigðiskerfinu.
Sveinn (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 19:43
Við lifum í sjúku þjóðfélagi sem getur veitt Heiðurslaun til listamanna í ár sem nema 44,1 milljón en hvað með Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp.
Fjölskylduhjálpin fær ekki fjögurra milljóna styrk frá fjárlaganefnd Alþingis eins og vaninn hefur verið undanfarin ár". Styrkir til listamann virðist hafa gengið fyrir og kostnaður við Hörpuna. Fjárlaganefnd hefur sýnt ósveigjanleika.
Enginn þessara listamann munu afþakka.
Rauða Ljónið, 7.12.2010 kl. 19:54
sammála sídasta raedumannio
haley (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 19:56
tek undir með No 4
Jón Snæbjörnsson, 7.12.2010 kl. 20:06
hilmar jónsson skrifar "Er ekki fullt starf að vera listamaður ?" er Þráinn þá í sjálfboðavinnu sem alþingismaður?
Einar (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 20:12
Nei hann er að telja aurana sína.
Rauða Ljónið, 7.12.2010 kl. 20:14
Af hverju er verið að heiðra vel stætt fólk með peningum, er ekki hægt að útbúa skjöld eða eitthvað?? ....
Jóhanna Magnúsdóttir, 8.12.2010 kl. 02:08
Nákvæmlega, Jóhanna Magnúsdóttir. Mæltu manna heilust!
Björn Birgisson, 8.12.2010 kl. 02:31
Vil bara minna á gömlu og gódu ordtökin tvö:
"SVELTANDI LISTAMANNI ER BEST AD SKAPA"
"SEDDA SLJÓVGAR SKÖPUNARGÁFUNA"
Passlega saddur (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 10:54
Ef það er eitthvað sem á að skera niður þá er það svona fjáraustur....af hverju var ekki heiðurslistamönnunum bara fækkað niður í svona 5-7 þar til árar betur. Það hefði enginn getað sagt neitt við því án þess að hljóma eins og kjáni.
Það sem sparast gæti síðan farið í að fjármagna heimahjúkrun langveikra barna.
Helgi Már Bjarnason, 8.12.2010 kl. 13:05
Sumt af þessu fólki er nú varla að skapa mikið, þarna er t.d. ein manneskja fædd 1918 og komin á hjúkrunarheimili ...
Jóhanna Magnúsdóttir, 8.12.2010 kl. 14:51
Jóhanna...gód ábending! ...t.d. er varla haegt ad búast vid thví ad Robbi sé ad leika ennthá.
Passlega saddur (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 19:15
Þetta heita Heiðurslaun og eiga ekkert skylt við tímakaup! Það sem ég var að segja er að við núverandi aðstæður eiga þeir sem hafa nóg fyrir að afþakka þessa aura.
Björn Birgisson, 8.12.2010 kl. 19:55
ALLIR út, hvöfum ekki svona snobbpengina afgangs núna. Opna eithverja skurðstofuna á LSP í staðin, eða ellilífeyrinn til gamla fólksins.
Dexter Morgan, 9.12.2010 kl. 00:16
Hlægilegt alveg... Sá listamaður sem þarf að lifa á aurum frá ríki... hann er ekki listamaður.
Sá maður sem þyggur þessa peninga, á meðan langveikum börnum er ýtt út í kuldann, á meðan fólk sveltur... sá maður er ekki bara EKKI listamaður, hann er vesalingur að auki
doctore (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.