Hvernig ætla Svavar og Steingrímur að kjafta sig út úr Icesafe samningunum?

Nú segja flestir að Icesave sé að leysast með nýjum og betri samningum. Fáeinir fullyrða enn að við eigum ekkert að semja, en það er greinilega ekkert hlustað á þá og ekkert mark á þeim tekið.

Ég hef alltaf verið þokkalega laus við að hafa nokkurt vit á tölum. Þegar við hjónin erum spurð hvað við eigum mörg börn lít ég alltaf á konuna spurnaraugum!

Nú er sagt að Icesafe kosti ríkissjóð frá 0 kr. til 50 milljarða. Tölur sem varla geta talist innan skekkjumarka! Tölur sem eru auðvitað marklausar að mestu.

Svo segja aðrir að munurinn á nýja samningnum og Svavars samningnum sé 250 milljarðar. Já, takk, 250 þúsund milljónir. Meira að segja útrásarskytturnar þrjár kippast til við slíka tölu, þótt ýmsu séu vanar.

Ef þessar tölur liggja eitthvað nærri raunveruleikanum hlýtur óhjákvæmilega að vakna upp spurning.

Hvernig ætlar okkar harðduglegi fjármálaráðherra að réttlæta fyrir sjálfum sér og þjóðinni að hafa ætlað að samþykkja Svavars samninginn? Duglegur sem hann er og hefur verið, er algjörlega ljóst að það lík ber hann með sér í lestinni á sinni pólitísku siglingu.

Svo kemur önnur spurning.

Hvernig ætlar Svavar Gestsson að réttlæta fyrir sjálfum sér og þjóðinni að vera á launum hjá þjóðinni, eftirlaunum líklega, sem þingmaður, ráðherra og sendiherra, eftir hrakfarirnar sem nefndin hans stóð fyrir? Sendimaður fyrirtækis, sem semur svona illilega af sér, er umsvifalaust rekinn!

Er þetta ekki nóg af spurningum í bili?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það voru nú fleiri en þeir sem vildu samþykkja Icesave. Þeir sem reyndu að mótmæla fengu á baukinn. Var ekki Samfylkingin alfarið á því að samþykkja  Icesave? Hvað hefði þurft að skera mikið niður nú ef slíkir samningar hefðu gengið í gegn?  Er ekki komin þörf á nýrri rannsóknarnefnd?

Sigurður Þorsteinsson, 7.12.2010 kl. 22:30

2 Smámynd: Björn Birgisson

Sigurður Þorsteinsson, ég treysti því að þú sjáir um að slík nefnd verði stofnuð. Ekki mun þér leiðast það verkefni.

Björn Birgisson, 7.12.2010 kl. 23:16

3 identicon

Svavar hefur góda afsökun.  Mjög góda.  Hann nennti ekki ad standa í thessu stappi og fannst kominn tími á ad skrifa undir samning. 

Thú gerir thér alls ekki grein fyrir hve stór Svavar Gestsson er.  Audvitad skiptir hans velferd og haegindi miklu meira máli en afdrif thjódarinnar.

Mikilmennid Svavar Gests (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 19:52

4 Smámynd: Björn Birgisson

Mér hefur reyndar aldrei þótt Svavar Gestsson stór. Sama frá hvaða sjónarhorni séð.

Björn Birgisson, 9.12.2010 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband