7.12.2010 | 23:43
Er Icesave drullumallið óravíddir frá því að vera leyst?
Ég setti af stað snögga skoðanakönnum síðdegis í dag vegna Icesafe. Samningar munu vera rétt handan við hornið. Hvað munu þeir færa okkur í útgjöldum? Munu þeir leysa deiluna í eitt skipti fyrir öll?
Gleymum því aldrei að bankalufsurnar okkar hegðuðu sér eins og hryðjuverkamenn á erlendum grundum og löðuðu til sín erlent fólk með lævísum lygum á lygar ofan.
Allt þetta fólk á sinn rétt. Líka fyrirtækin, félagssamtökin og sveitarfélögin. Það gleymist stundum hér, hjá þröngsýnum mörlandanum, sem ekkert sér fyrir móðunni í eigin heila, sem byrgir alla sýn.
Tekur kannski forseti Íslands sér það vald að vísa málinu til þjóðarinnar að nýju með afleiðingum sem enginn sér fyrir?
Honum leiðist nú ekki að sýna vald sitt, eða valdið sem hann tekur sér!
Könnunin var þessi:
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og hvernig myndast krafa á íslenskar skattgreiðendur við að þetta fólk tapaði sínum peningum með að leggja peninga sína inn á hávaxtareikning banka sem starfaði ekki með ríkisábyrgð?
enginn (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 23:58
enginn, ekki spyrja mig! Kynntu þér regluverkið í Evrópu nútimans. Fyrir mér er það sem lokuð bók! Endalausar túlkanir út og suður. Staðhæfingar gegn staðhæfingum. Mér finnst bara svolítið gaman að skrifa! Það dugar mér ágætlega!
Björn Birgisson, 8.12.2010 kl. 00:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.