8.12.2010 | 20:32
Stöðugt fjölgar í flokki lýðskrumara á Alþingi
"Þingmennirnir Kristján Þór Júlíusson, Ásbjörn Óttarsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kalla eftir framtíðarstefnu í málaflokkum ríkisins."
Já, hann var ljótur viðskilnaðurinn eftir hina löngu stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Það er staðfest í fréttinni af þeim sem vita best. Innanbúðarfólkinu.
Við lestur þessarar fréttar varð mér fyrst hlátur í huga. Sýndarmennskan er alltaf dapurleg, en þó fyrst og fremst auðvitað hlægileg.
Ljóst er að stöðugt fjölgar í flokki lýðskrumara á Alþingi. Hreyfingin er þar öll, Lilja Mósesdóttir er þar, Vigdís Hauksdóttir er þar og nú þessir þrír íhaldsþingmenn, komnir með fyrirtíðaspennu vegna framtíðarinnar sem þeir rústuðu, en ætla svo öðrum að bjarga málum.
Það væri kannski ekki úr vegi að Kristján Þór, Ásbjörn hinn Arðsami og Þorgerður Katrín rifjuðu upp þá framtíðarstefnu í málefnum ríkisins sem Sjálfstæðisflokkurinn mótaði áður en þjóðin hafnaði honum og bað hann að vera úti að leika sér sem lengst.
Var hún einhver? Ef einhver, hver þá? Mér er það hulin ráðgáta.
Veit það nokkur maður?
Gott væri að fá uppfræðslu um þá framtíðarstefnu.
Kalla eftir framtíðarstefnu í málefnum ríkisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eru þeir ekki bara að kalla eftir framtíðarstefnu Ríkisstjórnarinnar...
Ég man ekki eftir því að hafa lesið þessa stefnu sem er verið að fara ef stefnu er hægt að kalla... Björn við öll höfum ekki lengur tíma til að vera endarlaust ofan í skotgröf fortíðar og láta hana réttlæta þetta stefnuleysi sem viðgengst á sama tíma og það er verið að samþykkja milljarðana á herðar okkar Íslenskra skattgreiðenda til greiðslu...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.12.2010 kl. 22:01
Ingibjörg Guðrún, þakka þér innlitið. Ég hef nægan tíma og læt ekki rugludalla fortíðarinnar raska minni ró með sínu auðvirðilega lýðskrumi. Ég veit að vandinn er mikill og hika ekki við að sparka því fólki, sem reynir að slá sjálfu sér upp á kostnað vandans, út í ysta hafsauga. Innanfótar með vinstri.
Björn Birgisson, 8.12.2010 kl. 22:17
Það er erfitt að gleyma fortíðinni því við erum að greiða fyrir hana með hærri sköttum.
Frábært væri það ef við værum að greiða hærra skatta fyrir framtíðina.
Sjálfstæðisflokkurinn ætti kanski að koma sjálfur með skýra framtíðarstefnu aðra en þá sem er aðeins til í draumalandi.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 00:56
Nei, í gvöðanna bænum ekki biðja að Sjálfstæðisflokkurinn komi með stefnu. Maður á alltaf að passa sig á óskunum því þær gætu ræst.
Hörður Sigurðsson Diego, 9.12.2010 kl. 01:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.