9.12.2010 | 00:54
Við eigum okkur framtíð!
"Þrír ráðherrar fóru yfir stöðu viðræðna við Breta og Hollendinga um Icesave-málið á fundi utanríkismálanefndar í kvöldmatarhléi á Alþingi í kvöld."
Já, það var einmitt það. Á að skuldbinda börn þjóðarinnar til að greiða skuldir óreiðumanna samtíðarinnar?
Börnin eru mestu verðmætin sem við eigum. Þau eru yndisleg stærð í lífi okkar allra og eiga ekkert annað skilið en það besta sem við getum fært þeim.
Kvenfélagasamband Íslands ákvað að leggja eitthvað til allra nýbura á Íslandi á þessu ári. Ákveðið var að félagskonurnar leggðu til prjónaðar húfur á hvern lítinn koll sem fæðist á landinu á þessu ári. Frábært markmið! Algjörlega frábært!
Til þess þarf 5500 til 6000 húfur á litlu kollana sem fæðast hérlendis á þessu ári. Pínulitlir Íslendingar! Framtíð Íslands!
Fjölmargar frábærar konur, um allt land, hafa sinnt þessu kalli. Alvöru Íslendingar.
Hún Ingibjörg mín er í þeim hópi. Tæplega 70 húfur hefur hún prjónað á þessa litlu kolla framtíðarinnar. Þessa litlu kolla sem eiga að erfa landið okkar, eins og við skilum því í hendur þeirra.
Það er notalegt fyrir ungviðið að njóta gjafmildi og dugnaðar íslenskra kvenna.
Öllu verra að taka á sig skuldbindingar fyrri kynslóða.
Viðbjóður Icesave samninganna, sem fyrir liggja, verður seint upphafinn sem góður eða slæmur. Hann verður aldrei annað en vitnisburður um þann viðbjóð sem viðgekkst.
Kvenfélagskonur Íslands og nýburar Íslands eru lýsandi ljós í skammdeginu. Við eigum okkur framtíð!
Annað skiptir ekki máli.
Farið yfir Icesave-viðræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"óreiðumanna samtíðarinnar?"
Live with what you can afford Iceland....Who really needs a Range Rover ? My father had enough money to buy 10 Range Rovers, but his 6 year old Corsa is enough for him.....He does not need to prove anything to anyone.......Iceland always seems to need to prove to the rest of the World how big Iceland is...The rest of the world don't understand this "rembing".
Fair Play (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 02:54
Takk.
Björn Birgisson, 9.12.2010 kl. 03:03
Maður er samt sem áður ástóttur af ýmsum vangaveltum þegar maður heyrir 13 ára börn varpa fram pælingum um að það sé engin framtíð fyrir þau á landinu! Það stingur í hjartað.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 9.12.2010 kl. 10:23
Ef 13 ára börn tala um að það sé engin framtíð fyrir þau í landinu, er við hina eldri að sakast, þau læra það sem fyrir þeim er haft. Ef við hættum þessum þjóðarbarlómi og snúum okkur að því að takast á við vandann getur verið að börnin fái ekki verstu mynd af ástandinu. Svona er Ísland í dag, því verður ekki breytt, en ef við leggjumst á eitt, hvernig sem það má verða, er von til að úr rætist, þannig að svartsýninni linni.
Bergljót Gunnarsdóttir, 9.12.2010 kl. 13:23
Vel mælt, Bergljót!
Björn Birgisson, 9.12.2010 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.