Vondar fréttir á vondum tímum

Sýslumaðurinnn í Keflavík mun loka útibúi sínu í Grindavík frá og með 1. mars næst komandi. Tveimur starfsmönnum embættisins hefur verið sagt upp störfum og þurfa Grindvíkingar því að reka erindi sín til sýslumanns í Keflavík frá og með þeim tíma.

Skelfing hlýtur að vera þröngt í búi hjá sýslumanninum.

Hvað skyldi svo vera næst á dagskránni hjá sýslumanninum til að gleðja Grindvíkinga?

Verður lögreglustöðin líka lögð niður?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Láttu ekki svona Björn.

Þú hefur stutt Helreið AGS frá fyrsta degi.

Heldur þú virkilega að einhver þjónusta þrífist í hans ranni???

Hvað hélst þú eiginlega að 60% greiðsluhlutfall þýddi????

Vissulega, eru einhverjar betri fréttir af ICEsave, þar með lækkar þetta greiðsluhlutfall niður í gjaldþrot velferðarkerfisins.

En AGS er endalok lokal þjónustu, og þú af öllum mönnum vælir.

Þegar þú sérð ljósið, þá veistu að byltingin gegn kúgurum og auðræningjum, að hún hefur alltaf ríka þörf fyrir beitta menn sem skrifa út frá löngum um betri heim.

Þú ert alltaf velkomin Björn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.12.2010 kl. 12:52

2 Smámynd: Björn Birgisson

Ja hérna!

Björn Birgisson, 10.12.2010 kl. 13:05

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Ha, ha Björn.

Þú ert allur að koma til.

Þegar þú mætir mun græðgin skjálfa.

Og ég hlakka til að sjá þann skjálfta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.12.2010 kl. 13:48

4 Smámynd: Björn Birgisson

Mæti? Hvar?

Björn Birgisson, 10.12.2010 kl. 14:08

5 Smámynd: Magnús Gunnarsson

Þá tekur ferð til sýslumannsins klukkustund í staðinn fyrir 5 mínútur.

Magnús Gunnarsson, 10.12.2010 kl. 15:24

6 Smámynd: Björn Birgisson

Um 45 kílómetra akstur. Er það ekki 1200 - 1500 kall í bensín?

Björn Birgisson, 10.12.2010 kl. 15:30

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Í byltinguna Björn, ekki vera svona tregur, penni eins og þinn er ógn við alla auðróna og braskara þessa heims.

Ég trúi ekki að þú sért að leita að viðurkenningu frá öðrum heimum.

Huldufólk á ekki heima í hrauninu við Grindavík, það flutti allt við gosið níuhundruð og eitthvað.

Láttu þennan heim duga.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.12.2010 kl. 16:28

8 Smámynd: Björn Birgisson

Hvaða byltingu nákvæmlega?

Björn Birgisson, 10.12.2010 kl. 17:02

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Björn,.

Byltinguna, sjálfa byltinguna, sem er svo forn að hún er jafngömul sögu mannsandans.  

Og ómur hennar er svo stríður, svo forn, að mælitækin sem mæla sjálfan Mikla Hvell, þau greina hann, því þetta er ómur af þrá óteljandi mæðra og feðra sem vilja koma börnum sínum til manns, og þau fái vaxið og dafnað eins og möguleikar lífsins bjóða upp á.

Á stundum þegar ómennskan hefur náð vissum hæðum í djöfulskap og flærð, þá hefur venjulegur faðir, venjuleg móðir staði upp sagt, "við látum ekki bjóða okkur þetta lengur", og þar með metið líf framtíðarinnar meira en sitt eigið.  Það gerðist í Kína á dögum fyrsta Quin keisarans, að þegar hann lét grafa ungvið einnar borgar lifandi, svo ekki myndi það hefna feðra sinna þegar það eltist, að ungur bóndasonur, stóð og fætur, og settist ekki aftur fyrr en hann hafði hrakið afkomenda hans frá völdum.

Þetta er aðeins ein af fyrstu skráðu sögnunum um árangur þessar byltingar, margar tilraunir hafa gengið eftir, mun fleira kafnað á hjólum og steglu höfðingjanna.

Hafa samt skilað okkur betra þjóðfélagi en nokkur almúgamaður hefur upplifað áður.  Og núna mun byltingin verja þann ávinning.  Þytur hennar heyrist á götum og torgum vestrænna borga, frá Aþenu til London, frá Reykjavík til New York, og hrópið er alltaf það sama, við verjumst, við látum ekki bjóða okkur hlekki skulda auðmanna.

Á sama tíma er annar samhljóma þytur sem mun renna í eitt, hann heyrist í þorpum Afríku þar sem barnhermenn stríðsherra öðlast von um mennsku, hann heyrist í fátækrahverfum Suður Ameríku þar sem gengi dauðans halda öllu í helgreipum, hann heyrist þrælaverksmiðjum Kambódíu þar sem barnungar stúlkur þræla myrkranna á milli við aðstæður sem gerðu aldartíð Dickens manneskjulegar, og hann heyrist í pútnahúsum Thailands og víðar þar sem peningar kaupa hold, hann heyrist um allt.

Það þarf bara að hlusta.

Af hverju er hann svona hávær á Íslandi, landi velmegunar og velsældar???

Ætli það sé ekki best lýst með dæmi, segjum að það hafi verið rétt hjá prestum Azteka að mannsfórnir þeirra tryggðu komu nýs dags, en ef það var rétt að tilvist mannsins byggðist á ómennsku, þá var tilvist hans brostin.

Óráð AGS eru ausin úr svipuðum brunni ómennsku og djöfulskapar þar sem fólki er fórnað fyrir auðlegð og velmegun fárra.

Þess vegna kallar byltingin á þig Björn, þinn valkostur, á þínu aldri, er að halda áfram að telja þau hár sem af höfði falla, eða tennur sem vilja yfirgefa kjálkann, mæta til læknis og láta skoða blöðrur, þvagblöðrur og blöðruháls, allskonar kirtla og innanmein ellinnar, og láta unga fólkið um að verja nútíð sína.

Eða taka sig taki og láta það erfa framtíð sem er ekki verri en sú nútíð sem við upplifðum, vonandi betri.  

Þetta tak hafa þúsundir eldri manna ekki tekið því þeir eru alltaf að rífast um eitthvað sem er saga, að þetta sé þessum og hinum að kenna, þessi sagði þetta, eða vildi þetta.  Á meðan er verið að ræna börn þeirra og barnbörn framtíð sinni, en samt taka menn ekki takið, menn eru svo miklir að þeir berjast ekki með þessum eða hinum, þeir eru öðruvísi en ég, þeir eru verri.

Þeim dugar ekki að vita að það sem sameinar, andúðin í mulningsvél ómennskunnar, er það eina sem skiptir máli, ekki það tungutak sem menn hafa, eða þær forsendur sem rekur þá áfram.

Og á meðan falla hár, fækkar tönnum en ferðum á klósetið fjölgar.  Kall tímans er ekki umflúið, en kall byltingarinnar er hægt að hundsa.

En það er ekki mikill manndómur i því fólginn, að vilja enda sem karlægt gamalmenni, hækja auðróna og ómenna, því það er hlutskipti þeirra sem heyra óminn en hundsa kvaðninguna, því helsti stuðningur þeirra sem ræna og rupla, er afstöðuleysið, þrasið um hið liðna, afneitun á þeirri ógn sem við blasir, eða þátttaka í vitlaus stríði.

Því í þeim flokkum leynist fjöldinn, og það er aðeins sameinaður fjöldi sem þetta lið óttast.  Sundraðir andófshópar hér og þar er auðsigraðir, en fjöldinn er aldrei sigraður, því hann er sjálfur maðurinn og öll sú mennska sem gerir okkur að foreldrum, sonum, dætrum, vinum og félögum, í samfélagi fólks, sem þrátt fyrir alla sína galla, er gott samfélag.  

Og það er þess virði að berjast fyrir.

Þetta Björn, þetta er sú bylting sem kallar á þig.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.12.2010 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband