Stjórnin fellur ekki þótt Lilja einleiki áfram

„Lilja Mósesdóttir verður að gera upp við sig hvort hún ætli að vera í stjórnarliðinu eða ekki" segir Jóhanna Sigurðardóttir og fjölmargir fara á límingunum og hrópa sig hása.

Hótanir! Hótanir! Alltaf er Jóhanna með hótanir! Mörg bloggin við þessa frétt eru bráðfyndin!

Ég sé bara enga hótun í þessu. Jóhanna og Steingrímur gegna fyrirliðastöðum í þessu liði og það er eins gott að liðsmennirnir viti hvort þeir vilja yfirhöfuð vera í liðinu eða ekki. Fyrirliðinn á allan rétt á að vita það.

Lilja Mósesdóttir hefur svolítið verið að einleika innan liðsins og hún hefur líka allan rétt til þess.

Auðvitað þarf hún, rétt eins og allir hinir 34 þingmennirnir í meirihlutanum, að ákveða hvort hún styður verk stjórnarinnar eða ekki.

Vitaskuld vill Jóhanna heldur fá atkvæði Lilju en ekki.

Stjórnin fellur ekki þótt Lilja haldi áfram sínum einleik og jafnvel yfirgefi félaga sína í meirihlutanum.


mbl.is Hvetur Lilju til að samþykkja fjárlögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Lilja mun verða hrakin úr þingflokknum fyrr en síðar. Flokkseigandafélag Steingríms Joð og Svavars Gestssonar og fjölskyldu þolir ekki verðleikafólk. Þar skulu allir jarma í kór eins og í Sovétinu sáluga

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.12.2010 kl. 16:25

2 Smámynd: Björn Birgisson

Jóhannes minn, ég er nú ekki eins viss og þú um þetta! Best þó að útiloka ekkert, frekar en stjórnmálamennirnir!

Björn Birgisson, 10.12.2010 kl. 16:56

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Nei  Björn auðvitað fellur stjórnin ekki þó Lilja hætti stuðningi við ríkisstjórnina sem mér finnst hún aldrei raun hafa verið - ef hún kveður vg sem er alveg eins líklegt og hún gangi í hreyfinguna sem ég tel hana eiga heima þá munu a.m.k einhver % flokksmanna fara frá vg - en Lilja verður samt að fara ákveða hvoru megin hún ætlar að vera - en í vg er hún einfaldlega í röngum flokk.

Óðinn Þórisson, 10.12.2010 kl. 17:26

4 identicon

"Einleikur einstaklinga er sem betur fer ekki algengt fyrirbæri í félagshyggjuhreyfingu." (SG)

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 22:21

5 Smámynd: Björn Birgisson

Líklega ekki!

Björn Birgisson, 10.12.2010 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband