Á hvaða vegferð er Morgunblaðið? Hvaðan kemur því öll þessi megna fyrirlitning og hatur á öllu því fólki sem ekki kýs Sjálfstæðisflokkinn? Það eru víst um 70% þjóðarinnar!
Mín vegna má Morgunblaðið vera hægri sinnað blað, eins og það hefur alltaf verið. En pólitíkin sem þar er nú rekin er fyrir neðan allt velsæmi. Virðist eiginlega knúin áfram af pólitískri blindu, heift, mannfyrirlitningu og oft og tíðum mjög vafasömu slúðri um menn og málefni á vettvangi stjórnmálanna.
Ég efast um að pólitískar öfgar blaðsins séu hollar fyrir innkomuna í kassann, sem margir segja að nokkurt tómahljóð sé í. Kannski botnlaus. Ekki veit ég það.
Í Guðanna bænum!
Takið ykkur tak Morgunblaðsmenn.
Blaðið á að vera gott innlegg í þjóðfélagsumræðuna, en ekki eitthvert slúðurrit!
Ég ber ábyrgð á Svavarsnefndinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Talur þú að Morgunblaðið sé slúðurrit vegna þess að það flytur frétt sem segir að Steingrímur beri ábyrgð á Svavarsnefndinni sem reyndar allir vissu frá því hún var mynduð
Óðinn Þórisson, 10.12.2010 kl. 17:21
Óðinn, ég er ekkert að tala um þessa einu frétt. Miklu heldur öll pólitísk skrif blaðsins sem eru ótrúlega eintóna og oft á afar lágu plani. Þú hlýtur að hafa sér það líka.
Björn Birgisson, 10.12.2010 kl. 17:25
Björn - Morgunblaðið er ekki hlutlaust blað - það vitum við báðir en er einhver fjölmill það ?
Óðinn Þórisson, 10.12.2010 kl. 17:28
Nú skil ég ekki alveg hvað þú ert að fara Björn. Er það slúður að fjalla um Icesave málið og þar með talið yfirlýsingar fjármálaráðherra um að hann taki fulla og óskorðað ábyrgð á Svavari Gestssyni og hans störfum þar með talið samninginn sem við hann er kenndur. Er eitthvað meira áberandi í þjóðfélagsumræðunni núna en einmitt þetta mál sem þjóðin er búin að bíða eftir í marga mánuði. Það þykir mér undarlegt fréttamat ef þetta telst ekki frétt.
Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 17:35
Sveinn, lestu #2. Þar er mitt svar til þín líka!
Björn Birgisson, 10.12.2010 kl. 17:38
Skrifaði athugasemdina sennilega á sama tíma og þú svaraðir en vissulega má alltaf gera betur en Mbl ber nú samt af sem gull af eir i fjölmiðlaflórunni í dag. Ef eitthvað er þá finnst mér pólitíska umræðan þar stundum helst til of máttlaus og vanta skerpu fyrri ára.
Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 17:45
Allt orkar tvímælis þá gert er.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 10.12.2010 kl. 17:47
Þú spyrð? Á hvaða vegferð er Morgunblaðið? Hvaðan kemur því öll þessi megna fyrirlitning og hatur á öllu því fólki sem ekki kýs Sjálfstæðisflokkinn?
Björn, takktu þig taki hættu að væla, veit að sjálfsmynd þín er í molum en hugga þig þó með því að ég kýs Sjálfstæðisflokkinn og hvorki fyrirlít þig né hata, í mesta lagi vorkenni ég þér smá.
Þig langar til að halda því fram að 70% þjóðarinnar kjósi ekki Sjálfstæðisflokkin, litlu ertu betri en ríkisstjórnin, sem hefur blekt og logið að þjóð sinni í hart nær 2 ár.
Aðeins Sjálfstæðisflokkurinn getur komið íslensku þjóðinni til bjargar.
Guðrún Norberg (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 19:50
Guðrún Norberg, varð svolítið hræddur þegar ég sá þig í bardagastellingum á myndinni! Þakka þér innilega fyrir mat þitt á sjálfsmynd minni. Sparar mér ferðina til sálfræðingsins á miðvikudag í næstu viku! Vorkunn þína þigg ég ekki, en tek þó viljann fyrir verkið!
Í síðustu kosningum hlaut flokkurinn, sá eini sem getur komið þjóðinni til bjargar, 23,7% greiddra atkvæða (16 þingmenn), sem þýðir auðvitað að 76,3% kusu eitthvað annað, enda líklega ótrúlega margir bjánar með brotna sjálfsmynd í þeim hópi!
Nú er idol flokkurinn þinn að mælast með eitthvað um eða yfir 30% og hvað eru þá eftir mörg % fyrir okkur hin? Mannvitsbrekka eins og þú verður fljót að reikna það út. Er það ekki?
Þú segir: "Aðeins Sjálfstæðisflokkurinn getur komið íslensku þjóðinni til bjargar."
Gott og vel ef satt er, því: Aðeins Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið íslensku þjóðinni svo bullandi á hausinn að heimurinn stóð allur á öndinni af hrifningu yfir afrekinu.
Eigðu góða helgi!
Björn Birgisson, 10.12.2010 kl. 20:15
Ég er búinn að vera áskrifandi að Mogganum í ca. þrjá áratugi en það er ekki fyrr en núna á síðustu misserum að ég tek eftir því að ég er farinn að hugsu um að hætta áskriftinni. Blaðið hefur farið stórlega aftur. Lengi vel var þar rekinn einhverskonar alvöru "journalismi" en ekki lengur. Lesbókinni var slátrað sem voru hvílík gapandi mistök. Núorðið ef ég vil fá einhverjar alvöru fréttir af atburðum þarf ég að leita til miðla annarra ríkja, eins fáranlegt eins og það kann að hljóma.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 12:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.