12.12.2010 | 22:39
Vegatollar eru miklu meira en sjálfsagðir
"Fram kemur að stjórnvöld áformi að verja 40 milljörðum króna til vegaframkvæmda og Vaðlaheiðarganga á næstu fjórum árum. Vegaframkvæmdirnar sem um ræði séu tvöföldun Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar og að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar."
40 milljarðar? Er það ekki slatti af peningum? Söngurinn sívinsæli er hafinn hjá frjálshyggjupakkinu. Skattabrjálæði, skattabrjálæði. Skelfing er það að verða rispuð og þvæld plata.
Hvernig á að fjármagna þessar framkvæmdir? Með peningum af himnum ofan? Kannski með bankafroðunni sem þetta lið tilbað og elskaði? Kannski með svipuðu "skattabrjálæði" og Keflavíkurvegurinn og Hvalfjarðargöngin voru fjármögnuð með á sínum tíma? Hvar voru þá Steingrímur og Jóhanna? Hverjir sátu við stjórnvölinn þá? Skiptir nákvæmlega engu máli.
Aldrei er lagður á skattur sem allir eru sammála um. Aldrei er skattfé borgaranna eytt þann veg að allir séu sammála um. Aldrei.
Auðvitað eiga þeir að borga mest fyrir mannvirkin sem nýta þau mest. Það ættu frjálshyggjumenn að vita betur en annað fólk. Því eru vegtollar alveg sjálfsagðir. Útreikningar FÍB mannsins eru líklega bara þvættingur. Hann veit ekkert frekar en aðrir hvernig þetta verður útfært.
Stórir notendur fá alltaf afslátt í einhverju formi. Oftast hef ég borgað 1000 kall í Hvalfjarðargöngunum á norðurleið og annan 1000 kall á suðurleið. Reyndar 900 kall síðast, af því fjármögnunin tókst svo vel. Sumarbústaðafólkið, sem oftar ekur þessa leið, borgar bara brot af því, sem og aðrir stórnotendur. Afsláttarkort, afsláttur vegna tíðni ferðanna. Því skyldi þetta ekki vera eins með þessar nýju framkvæmdir?
Skattfé og ráðstöfun þess. Skoðum það aðeins nánar. Sveitarfélag byggir sundlaug og íþróttahús. Því fer fjarri að allir íbúar sveitarfélagsins nýti sér þá þjónustu. Leikskóli er byggður, en ekki eiga allir börn. Bókasafn er byggt og sumir fara þangað aldrei. Milljón dæmi má taka.
Þessir vægu vegatollar sem rætt er um eru svo sjálfsagðir, að þeir sem hafna þeim, en kjósa áfram óbreytt ástand, eru í versta falli þröngsýnir kjánar og í besta falli hlægilegir pólitískir loddarar.
Mótmælir vegtollum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Láti þeir verða að þessu vegtollarugli, þá er mínum stuðningi við þessa ríkisstjórn lokið.
Doddi (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 22:52
Atkvæði móttekið!
Björn Birgisson, 12.12.2010 kl. 23:02
Skattfé og ráðstöfun þess segirðu. Veit ekki betur en að níu krónur af hverjum tíu fari í skatta en hvað fær skattborgarinn fyrir þær ? Alltaf minna og minna, í Reykjavíkurhreppi færðu niðurgreidda leikskóla og almenningssamgöngur að hluta. Svo fá jú margir kaup fyrir að vera í yfirbyggingunni. Hjá ríkinu færðu skólanám til 20 ára aldurs og læknisþjónustu ef þú ert dauðvona. Fyrir allt annað borgarðu það sem kallast kostnaðarverð.
Framlög til heilbrigðismála m.v. landsframleiðslu er mjög hátt á Íslandi, við eyðum t.d. miklu meiri peningum per haus en Svíar, Norðmenn og Danir en fáum mjög mjög lítið í samanburði við þá en í þessum löndum er eiginlega allt á kostnaðar fyrir þá sem borga þjónustuna með sköttum sínum. Svona er þetta á öllum sviðum hjá okkur: háir skattar sem lítið eða ekkert fæst fyrir. Það er auðvitað ekki samfélag heldur sjálftöku félag sumra, stóra spurningin er því ? hver stelur skattfé íslendinga ?
Einar Guðjónsson, 12.12.2010 kl. 23:08
Björn þú býrð í Reykjavík eftir því hvernig þú talar sem er gott, og vertu þar. Sveinn þú ert sá eini í mjög langan tíma sem ég hef heyrt eða hitt og viðurkennir að styðja þessa fávita.Báðir skrýtnir og ekki fara útúr rvík, þá fáum við hin frið.
GunnarÁrnason (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 23:10
Ég þoli ekki þetta plokk út um allar trissur.
Ef það vantar pening í kassann fyrir framkvæmdunum, þá er betra að sleppa þeim.
Ég hélt að það væri lærdómur af hruninu, að betra sé að eiga fyrir því sem ætlunin er að gera. En svona er maður vitlaus.
Doddi (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 23:10
Nei, Gunnar Árnason, ég er svo heppinn að búa ekki í Reykjavík. Af því að þú sýnir þessu máli áhuga, þá skaltu gera könnun meðal Skagamanna, Vestlendinga og Suðurnesjamanna og spyrja: Réttlættu vegatollarnir ykkar samgöngubót? Hvaða svar heldur þú að þú fáir? Svo óska ég þér víðsýni og margra ferða um landið. Ekki mun ég halda mér heima að þínu heimskulega ráði. En takk fyrir innlitið!
Björn Birgisson, 12.12.2010 kl. 23:18
Einar, sé skattfé Íslendinga stolið, þá þekki ég ekki þjófana, en mig grunar að þú ætlir að segja mér hverjir þeir eru! Takk fyrir innlitið!
Björn Birgisson, 12.12.2010 kl. 23:20
Þú göfugi Björn,þú myndir nú segja eitthvað annað ef þú þyrftir að borga 700 krónur á dag ef þú þyrftir að sækja vinnu td,til Reykjavíkur.Þá myndi nú heyrast hljóð frá þér Birni í Grindavík.
Númi (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 23:30
En var það ekki ræningja siður að taka toll af vegfarendum? Kannski er það bara alveg við hæfi eins og ríkið hagar sér gagnvart þegnunum. Fyrst skulu þeir greiða ofurskatta í stjórnmálahítina síðan skulu þessir sömu aumingjar borga tolla og þjónustugjöld ef þeir vilja einhverja þjónustu.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 12.12.2010 kl. 23:40
Númi, þá ertu að gefa þér vegatoll upp á 350 kall. Eins og ég sagði í færslunni hljóta alltaf að vera afslættir fyrir stóra notendur. Fólk sem fer daglega á milli. Öryggið kostar sitt, rétt eins og heilsugæslan, menntunin og fleira. Svo lægi ég fyrr dauður en að sækja vinnu til Reykjavíkur. Nægir meðalskussar þar fyrir. Margir á bótum. Samvera við það lið er ekki minn kafli í lífsbókinni.
Björn Birgisson, 12.12.2010 kl. 23:40
Jóhannes Laxdal er alveg með þetta!
Björn Birgisson, 12.12.2010 kl. 23:41
Nýir skattar valda alltaf tortryggni. Það er eðlilegt. Einu sinni var lagður á sérstakur skattur til að ljúka byggingu nýja Landsbókasafnsins (Þjóðarbókhlöðu). Sú ríkisstjórn sem þá var, sýndi þá snilldartakta að láta þennan nýja tekjustofn renna beint í ríkissjóð og lét framkvæmdir liggja niðri um nokkur ár.
Við erum enn að borga 2% í núverandin virðisauka vegna eldgossins á Heimaey 1973. Sá skattur sem lagður var á, tók þjóðin á sig með skilningi fyrir því að fjármagna Viðlagasjóð svo hann gæti staðið undir sér. Þó meira en 37 ár séu liðin frá gosinu erum við enn að borga!
Hvar endar þetta eiginlega? Verður þessi nýi skattur notaður í eitthvað annað en honum er ætlað?
Þó núverandi ríkisstjórn með alla sína erfiðleika „að ná endum saman“ megum við ekki gleyma því að einhvern tíma tekur önnur ríkisstjórn við. Sú stjórn gæti þess vegna „hirt“ þennan tekjustofn og þess vegna fengið þá flugu í hausinn að nota hann í eitthvað allt annað, kannski í geimferðir eða eitthvað annað jafngáfulegt sem auðvitað er allt of dýrt fyrir blanka þjóð.
Í kvöld mátti heyra harmagrát þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins yfir því, að ríkisstjórnin hyggðist leggja Varnarmálastofnun niður og fela Landhelgisgæslunni verkefnin. Ætla mætti að í huga viðkomandi að heimsendir væri yfirvofandi í boði vinstri stjórnarinnar vegna þessarar mjög skynsamlegu ákvörðunar! Af hverju á þjóð að reka rándýra Varnarmálastofnun ef hún hefur ekki efni á að reka heilbrigðisþjónustu með sómasamlegum hætti?
Smáþjóð eins og Íslendingar þarf að sníða sér stakk eftir vexti. Höfum við t.d. efni á 63 manna rándýru þingi þar sem takmarka þarf ræðutíma vegna þess að samkomur þingsins einkennast af endalausum frammíköllum og oft illa ígrunduðum fúkkyrðum?
Höfum við efni á að reka marga banka sem reynsla okkar segir að sé stórvarhugavert að færa í hendurnar á mönnum sem ekki hafa minnstu hugmynd hvernig reka eigi þá á farsælan hátt?
Læt staðar numið. Góða nótt!
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 12.12.2010 kl. 23:42
Mosi, takk fyrir þetta góða innlit. Þú hefðir betur sleppt því að nefna geimferðirnar. Nú eru þær komnar á dagskrá!
Björn Birgisson, 12.12.2010 kl. 23:45
Allsstaðar erlendis þar sem eru vegatollar er til önnur leið að komast á milli staða, þannig að fólk ræður því hvort það fer nýja veginn og borgar toll eða fer gamla veginn og borgar ekki. Þetta er ekki fyrirkomulagið sem verið er að tala um hér og finnst mér þetta því engan veginn í lagi.
Guðný (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 00:28
Guðný hér fer með rétt mál. Þar sem rukkaðir eru skattar þá eru allstaðr þjóðvegir sem eru greiddir af skattfé. Hér á hinsvegar að skatta fyrir þjóðvegum sem þýðir að samfélaginu er gefið langt nef. Samfélag sem hefur þjóðvegi fyrir suma ( þá sem hafa peningalega hagsmuni til að greiða ) er auðvitað ekki samfélag heldur villimannaþjóðfélag. Tökum dæmi af Suðurnesjamanni sem greiðir 90% tekna sinna í skatt en svo veikist sonur hans skyndilega og þarf á sjúkrahús. Hann hringir á sjúkrabíl og sá brunar til Reykjavíkur ( af því búið er að loka sjúkrahúsinu í Keflavík ). Hann greiðir skatt af bensínu á bílinn, hann greiðir fyrir sjúkrabílinn og saman komast þeir ekki hjá að greiða 1400 kr í vegskatt til fógetans og svo fer allt sem betur fer vel og sonurinn þarf ekki að vera nema eina nótt á sjúkrahúsinu. Þeir hafa aftur heim og þar mætir þeim reikningur upp á kr. 30 .000 fyrir sjúkrahúsið, 7.500 kr fyrir sjúkrabílinn, 1400 kr í vegaskatt og 3500 kr í skatt af bensíninu og svo greiðir faðirinn 50% af kaupinu í beina skatta. Þetta er auðvitað EKKI samfélag heldur villimannaþjóðfélag og getur ekki annað en hrunið því það er of sýkt. Meira að segja í Ameríku er ekki komið svona fram við venjulegt fólk. Það eru greiddir 6 til 12% skattar og allt hér að ofan er frítt sé farið á rétt sjúkrahús.
Einar Guðjónsson, 13.12.2010 kl. 00:42
P.s. Björn, mér er ekki kunnugt um að það séu vegatollar á Vesturlandi því hægt er að keyra í Borgarnes án þess að greiða vegatolla. Það er enn þjóðvegur um Hvalfjörð og í þau fáu ár sem lagður var vegatollur á Keflavíkurveginn þá var hann í raun skattur því Nato og herinn borguðu veginn og að auki var og er þjóðvegur meðfram ströndinni. ''Auðvitað eiga þeir að borga mest sem nota mannvirki mest'' segirðu ? ég er alveg til í að fallast á það með þér en þá vil ég alla skatta burt. Leyfa bara sveitarstjórum og ríkisstarfsmönnum að sníkja sér fyrir kaupi.
Einar Guðjónsson, 13.12.2010 kl. 00:49
Ekki skal því gleymt að síðustu árin sem tollskýlið á Keflavíkurvegi var í rekstri fóru yfir 90% af innkomu í rekstrarkostnað.
Vegtollar eru heimskuleg og kostnaðarsöm framkvæmd og nær er að innheimta kostnað við vegakerfið í gegn um eldsneytisverð. Að auki koma vegtollar ávallt óréttlátlega niður og valda þeim sem næst búa gríðarlegum kostnaði við stutta akstursleið.
Ríkið ætti síðan að hætta að nota eldsneytisskatta til að standa undir almennum rekstri og hækka þess í stað skattprósentu sem lögð er á eftir efnum og ástæðum.
Sverrir (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 01:40
Mér líst vel á þetta með geimferðirnar. Af hverju erum við Íslendingar ekki fyrir löngu búnir að senda fólk til tunglsins að rukka geimtolla?
Breytum Reykjarvíkurflugvelli í skotpall og hefjum geimferðir strax.
Hörður Sigurðsson Diego, 13.12.2010 kl. 07:02
Vegtollar eru í flestum tilfellum notaðir þegar viðkomandi vegur er einkaeign líkt og Hvalfjarðargöng. Vegir byggðir af ríkinu eiga ekki að hafa aukaskatta því nægilegt er það nú þegar sem við greiðum í þá skatta sem eiga að fara í vegakerfið. Því miður skilar sér ekki nema hluti þess skatts sér á sinn stað.
Axel Þór Kolbeinsson, 13.12.2010 kl. 09:02
Vegtollar eru útum allt í Noregi og þá aðallega í kringum höfuðborgina sem ég allavegna veit um og skil ég alveg umræðuna um vegtolla og þegar það eru vegtollar á sumum stöðum á landinu þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að setja á vegtolla í kringum höfuðborgina. Vegtollar á Íslandi eru t.d Hvalfjarðargöngin þar sem þú sem ferð sjaldan borgar 900kr fyrir bílinn og þekki ég ekki hvernig afsláttarkerfið virkar þar og svo er þjóðvegurinn til Vestmannaeyja þar borgar þú 1000kr fyrir bílinn og 1000kr fyrir hverja manneskju í bílnum og þeir sem fara oft borga 600kr fyrir bílinn og 600kr fyrir hverja manneskju og nú borga Vestmannaeyingar sama skatt til ríkisins og allir aðrir og að segja að frekar vilji fólk hærri skatta á eldsneyti frekar en vegtolla er frekar ósanngjarnt fyrir þá sem eru nú þegar að borga vegtolla og eiga þá bara þeir sem þegar borga vegtolla að borga hærri skatta til þess að ekki séu vegtollar á höfuðborgina ? Finnst allt í lagi að setja á vegtolla svo lengi sem sanngjarnar leiðir eru farnar gagnvart öllum á landinu.
Hjörleifur (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 09:31
Þetta er orðið svona '' samfélag'' eins og mafían. Skattarnir eru svona verndargjöld og fyrir þau lofar hið opinbera að brenna ekki ofan af þér húsið nema í óeiginlegri merkingu.Það er Nómenklatúran sem hertekið hefur sveitarfélagið og ríkisvaldið og þar sitja vinirnir fyrir á meltunni eða njóta sértekna í gegnum ráðgjafafyrirtæki, menntaskóla eða verktakarekstur og bráðum sorphirðu. Held í raun að Ísland sé eins og Búlgaría.
Einar Guðjónsson, 13.12.2010 kl. 09:45
Einar, þú hefur séð of marga Soprano-þætti.
Hörður Sigurðsson Diego, 13.12.2010 kl. 09:56
Þetta er allt saman miklu mildara í Soprano þáttunum en það þarf ekki annað en líta í kringum sig hér til að sjá spillingarkerfið. Mikill meirihluti íslendinga sér þetta og skynjar og gefur sig fram nafnlaust í skoðanakönnunum.
Einar Guðjónsson, 13.12.2010 kl. 10:39
@Axel Þór Kolbeinsson: "Vegir byggðir af ríkinu eiga ekki að hafa aukaskatta því nægilegt er það nú þegar sem við greiðum í þá skatta sem eiga að fara í vegakerfið. Því miður skilar sér ekki nema hluti þess skatts sér á sinn stað."
Reyndar þá á sumt af þessu við um aðra tegundir af vörum og "nytjahluti" líka, ekki bara bíla. En heildaráhrifin af bílum er svo mikill, meðal annars tengd því hversu stórir, plássfrekir, hættulegir og orkufrekir þeir séu, og að ágætir valkostir séu til fyrir okkar samfélag, ein og (sérstaklega ) borgarsamfélög, þar með talið stjórnmnálamenn í Reykjavík, eru farin að skilja.
Hvað varðar samgöngur inn að höfuðborgina hér, þá mætti vissulega bæta umferðaröryggi, með fremur ódýrum hætti, en tvöföldum ( 4 akreina vegir) væri bruðl, svooo 2007. Miklu frekar að fjölga rútuferðum og styrkja þá frekar en vegagerð.
Og svo eru mjög margir fræðimenn og pælarar sammála um það að við ættum nú þegar að búa okkur undir snarhækkandi olíuverð, og þar með hækkandi orkuverð almennt. Að miða gjörðir okkur hvað varðar skipulag, búsetu og annað við það lága orkuverð sem er núna, sýnir skort á ábyrgð.
Morten Lange, 13.12.2010 kl. 12:10
Allt satt og rétt hjá þér Morten,
Var sjálfur að velta fyrir mér þeirri spurningu hvort það sé réttlætanlegt að skatta borgara til að eyða í yfirbyggingu um ekki neitt: breið lög af vina og kunningjaráðningum og einkarekstri með ríkulegri meðgjöf: eyða almannafénu í sig og sína. Svo þegar kemur að verkefnunum og þjónustunni sem skattarnir áttu að greiða fyrir þá er ekkert til í kassanum. Þá er brugðið á það ráð að rukka fyrir þjónustuna '' kostnaðarverð''.Í mínum huga er þessi nálgun bara villta vestrið og ekkert annað.
Einar Guðjónsson, 13.12.2010 kl. 12:55
Þetta er alveg ótrúlegur sjálfbirgingsháttur í ykkur landsbyggðafólki, ykkur finnst eðlilegt að helmingur þjóðarinnar komist ekki úr húsi án þess að þurfa að greiða fleiri hundruð krónur fyrir, svo framarlega sem þið þurfið ekki að greiða veggjöld fyrir ykkar akstur. Íbúar stór Reykjavíkur hafa fram að þessu greitt stærstan hluta vegaframkvæmda á landsbyggðinni með eldsneytisskatti, mörg heimili þurfa að eyða tugum þúsunda í bensín á hverjum mánuði, aðeins til að komast í og úr vinnu.
Það að mestur hluti bensíngjalds fellur til á suðvestur horni landsins er ekki af því að höfuðborgarbúar hafi svo gaman af því að keyra, heldur vegna þess að þeir neyðast til þess, ætli þeir að stunda vinnu, á meðan flest bæjarfélög úti á landi eru svo lítil að auðvelt er að velja þann kost að ganga í vinnuna eða hjóla.Verði allir vegir látnir standa undir sér með vegatollum, hvort sem um er að ræða umferð um Suðurland eða Héðinsfjarðargöng, má ætla að kostnaður við að aka um Héðinsfjarðargöng sé ekki undir 100 faldur kostnaður við að aka frá Reykjavík á Selfoss, þannig að kosti 700 að komast á Selfoss og til baka væri ekki ósanngjarnt að rukka um 70.000 í veggjöld um Héðinsfjarðargöng og sennilega talsvert dýrara að fara Óshlíðargöng. Væri það ásættanlegt að mati landsbyggðar????Kjartan Sigurgeirsson, 13.12.2010 kl. 13:45
Já, þetta líkar mér.
Niður með landsbyggðarpakkið! Allt saman aumingjar með hor.
Eh ... hvar annars byrjar landsbyggðin? Eru Stokkseyringar landsbyggðarpakk?
Hörður Sigurðsson Diego, 13.12.2010 kl. 13:55
Frábært að heyra frá fólki sem er svona vel í takt við allt sem er að gerast í þjóðfélaginu eins og Kjartan. Hefurðu pælt í hvað "landsbyggðarpakkið" er að greiða niður fyrir elítuna eins og þig sem býr á "rétta staðnum" s.s höfuðborginni gætum tekið alla heilbrigðisþjónusuna, HÖRPUNA, háskólana, allt ríkisbatteríið eins og það leggur sig þar sem um 90-95% af öllu því sem ríkið rekur er á "rétta staðnum" og hvaðan heldurðu að allir þeir peningar komi sem fara til Höfuðborgarsvæðisins, heldurðu virkilega að höfuðborgin borgi meira til samfélagsins en það tekur til sín ??????????
Hjörleifur (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 14:55
Ég talaði aldrei um pakk þar var einhver annar á ferð, en mikið vildi ég að Harpan hefði lent á Ísafirði eða Raufarhöfn, mér finnst hún stefna í að verða hin versta óprýði á Reykjavík. Þú værir ef til vill til í að skýra betur út hvað þið á landsbyggðinni eruð að greiða fyrir okkur á höfuðborgarsvæðinu Hjörleifur. Það gerði ef til vill lífið bærilegra hér í þéttbýlinu ef við losnuðum við eitthvað af sameiginlegri þjónusu, við sem hér búum höfum ekki sóst svo eftir þessu. En hvað varðar heilbrigðisþjónustu og háskóla, veit ég ekki betur en að það séu nokkrir háskólar utan höfuðborgarsvæðis, s.s. Bifröst, Akureyri, Hólar og Hvanneyri, auk þess sem sjúkrahús eru eða hafa verið fram að þessu víða um land. Ég veit ekki hvað þú meinar Hjörleifur þegar þú talar um að höfuðborgin taki til sín, ef það er alþingi og stjórnarráð sem er happafengurinn okkar, mátt þú eiga hann hvar sem þú býrð. Hvort Höfuðborgin skaffar meira til samfélagsins en Húsavík eða Reyðarfjörður veit ég ekki, hitt er annað að við sem búum hér þurfum ekki síður að borga Það dýru verði. Þú heldur eflaust að það að matvara og bensín kostar það sama um allt land, sé niðurgreiðsla landsbyggðarinnar á flutningi til höfuðborgar?
Kjartan Sigurgeirsson, 13.12.2010 kl. 15:22
Sveinn Páls var með ágætt innlegg #5.
"Ef það vantar pening í kassann fyrir framkvæmdunum, þá er betra að sleppa þeim. Ég hélt að það væri lærdómur af hruninu, að betra sé að eiga fyrir því sem ætlunin er að gera. En svona er maður vitlaus."
Sleppa þessu bara. Þá þarf ekkert að þrefa um fjármögnuna. Veit reyndar ekki hvar við værum stödd ef safna ætti í ríkisbaukinn fyrir öllu sem gert er!
Björn Birgisson, 13.12.2010 kl. 15:27
Skil alveg að það kosti að framkvæma en af hverju dettur kostnaðurinn aldrei niður Bifreiðagjöldin voru sett á til að malbika hringveiginn og þegar ég fór hann í síðustu viku þá var enn möl á þeim kafla en miða við hvað er búið að borga í bifreiðagjöld þá ætti þessi vegur að vera í það minnsta bæði upphitaður og malbikaður en enn erum við að Borga Bifreiðagjöld og komum til með að gera alla tíð... Mér fyrst ég borga nóg í skatta af vélknúnu ökutækjunum mínum og ekki vera ábætandi með það á T.d vélsleða sem ég borga fullan þungaskatt af í gegnum bensínið en nota eingöngu á snjó sem hvorki vegagerð eða ríki kemur að mikil sanngirni í því? Svo á ég krossara sem ég má eingöngu nota á lokuðum akstursíþróttasvæðum sem HVORKI vegagerð' né Ríki kemur nálægt rekstri en þar er eingöngu lítil íþróttafélög sem reka það með sjálfboðavinnu og styrkjum sem koma ekki frá Ríkinu því miður. En til að geta notað þessi tæki þá þarf ég að eiga bíl til að flytja þau og af honum borga ég fullan skatt bæði af Eldsneyti og bifreiðagjöldum þannig að ég seigi nú er nóg komið á skattpíningu bifreiðaeiganda!!! Þú vilt kannski setja skrefmæli á alla sem nota gangstéttir í byggð þeir jú slíta vegunum tala nú ekki um þegar fólk gengur á mannbroddum svo er spurning hvernig má skattleggja þá sem hjóla í og úr vinnu líst þér ekki vel á það ????
Erling V (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 16:07
Mér líst mjög vel á skatt á gangandi umferð og að sjálfsögðu á að bæta virðisauka á þá sem eru á mannbroddum. Svo finnst mér snilld að leggja á sérstakan reiðhjólaskatt og áreiðanlega mjög sniðugt að setja upp gangstéttartollhlið fyrir bæði gangandi og hjólandi, t.d. á Laugarveginum.
Hvað með verslunarskatt á þá sem fara í Bónus? Ég meina, að setja upp tollhlið fyrir framan inn og útgöngudyr allra Bónusverslana landsins? 300 kall inn og 300 kall út + 30 virðisauki á poka? Sullenberger myndi styðja það.
Hvað varðar landsbyggðarpakkið þá þætti mér ekkert ósanngjarnt að skattleggja það með sérstökum 1000 króna vikulegum landsbyggðarpakksskatti, enda sparar þetta lið sér miklu meira en það á því einu að geta labbað hvert sem er í þessum krummaskuðum sem það býr í á meðan við Höfuðborgarbúar þurfum að nota bíla til að komast á milli staða.
Hörður Sigurðsson Diego, 13.12.2010 kl. 16:37
Annars held ég satt að segja að lausnin felist í því að við Höfuðborgarbúar eigum auðvitað ekkert að vera að kasta fé í vegi sem liggja út á land enda nákvæmlega ekkert þangað að sækja. Ef þetta landsbyggðarlið vill síðan koma hingað í Höfuðborgina þá geta þeir bara lagt sína vegi hingað sjálft.
Hörður Sigurðsson Diego, 13.12.2010 kl. 16:42
Hörður, ert þú talsmaður Besta flokksins hér á síðu?
Björn Birgisson, 13.12.2010 kl. 17:18
Nei, ekki er ég það nú. Hef bara áhuga á alls konar gjaldtöku.
Hörður Sigurðsson Diego, 13.12.2010 kl. 20:17
Ég hef til dæmis aldrei skilið út af hverju það kostar ekki a.m.k. þúsundkall að finna lyktina af Bláa lóninu.
Hörður Sigurðsson Diego, 13.12.2010 kl. 20:19
Kostar það ekki 4500 kall?
Björn Birgisson, 13.12.2010 kl. 20:23
Er það? Ég vil líka láta kosta 1.800 kall að ganga upp á Esju og 1.200 kall á Keili. Það væri aldreilis hægt að moka inn peningum þannig. svo finnst mér að það eigi að rukka alla breska og hollenska ferðamenn sem koma inn í lofthelgi landsins um þúsundakall á kjaft til að borga Icesave. Og mér finnst alveg glatað að hafa ókeypis á Þingvelli.
Hörður Sigurðsson Diego, 13.12.2010 kl. 20:35
Guðjón skrifaði:
"Smáþjóð eins og Íslendingar þarf að sníða sér stakk eftir vexti. Höfum við t.d. efni á 63 manna rándýru þingi þar sem takmarka þarf ræðutíma vegna þess að samkomur þingsins einkennast af endalausum frammíköllum og oft illa ígrunduðum fúkkyrðum?"
100% samála. Betra að hafa þrjár manneskjur með viti en 63 þrasara sem hugsa ekki um annað en að pota sínum einkavinum.
Sandkassaleikur við suðurströndina. Varnarmálastofnun. Flottræfilsleg utanríkisþjónusta. Þarf ég að segja meira?
Varðandi efni bloggsins, þá er einfaldasta leiðin að rukka fyrir vegi að gera það gegnum bensínverð. Aðrar aðferðir fela í sér aukakostnað sem ekki skilar neinu.
Hörður Þórðarson, 13.12.2010 kl. 21:52
Hörður minn, af hverju eiga fullorðnar ekkjur og ekklar á Austurlandi, Norðurlandi og á Vestfjörðum og annað heimóttarlegt fólk, sem aldrei ekur lengra en í Kaupfélagið, að borga fyrir vegabætur sem þau aldrei sjá, hvað þá njóta í akstrinum sínum?
Vegatollar eru fínir og stórnotendur fá bara fínan afslátt. Öryggið kostar sitt og þeir sem njóta þess best borga mest. Borðliggjandi?
Svo er líka hægt að taka Svein á þetta. Safna fyrir þessu í ríkisbaukinn og gera ekki neitt í tvo áratugi eða svo.
Er ástandið nokkuð svo slæmt, ef allir fara varlega og gefa sér góðan tíma í röðinni með stillt á Bylgjuna?
Björn Birgisson, 13.12.2010 kl. 22:05
Hugsaðu áður en þú skrifar, Björn. Þeir sem aka aldrei lengra en í Kaupfélagið eyða líka litlu bensíni og borga þar af leiðandi lítið hvort sem er. Ef þú hugsar dæmið enn lengra sérð þú að bifreiðaeigendur borga NÚ ÞEGAR meira en það kostar að byggja og halda við vegum á Íslandi gegnum alla þá skatta og þau gjöld sem af þeim eru tekin. Það er fátt heimskulegra en að vera að stöðva fólk til að greiða tolla og hafa annað fólk í vinnu við að gera það þegar hægt er að innheimta með miklu einfaldari og skilvirkari hætti. Ég gleymi því aldrei þegar ég keyrði eitt sinn um súper"hrað"brautir Ítalíu. Þar brunuðu menn framúr á Ferrari en ég náði þeim alltaf aftir þar sem þeir voru í röð til að borga tollinn. Það hefði verið fljótlegra að aka um á íslenskum þjóðvegi en á þessari tilgangslausu "hrað"braut vegna þess að alltaf var verið að stoppa til að borga tolla. Ertu nokkuð Ítalskur, Björn?
Það sem mér finnst ekki í lagi er að " fullorðnar ekkjur og ekklar á Austurlandi, Norðurlandi og á Vestfjörðum og annað heimóttarlegt fólk" er skattpínt fram úr hófi til að borga sukk og einkavinavæðingu sem því kemur nákvæmlega ekkert við og gerir því ekkert gang.
Og að lokum, ég æli á Bylgjuna.
Hörður Þórðarson, 13.12.2010 kl. 22:39
Sammála Morten. Við eigum að fókusa á skipulag framtíðarinnar ekki mislæg gatnamót útum allt bruðl.
En ef fólk er að leita að stöðum til að spara þá á að gera það hérna:
http://www.pressan.is/m/Article.aspx?catID=7&ArtId=10768
Kommentarinn, 13.12.2010 kl. 22:45
Ekklar, ekkjur, piparjúnkur og þetta heimóttarlega fólk sem ekur aldrei lengra en í kaupfélagið og til baka á náttúrlega ekkert að hafa leyfi til að eyða dýrmætum gjaldeyri í bíl. Þau geta bara gengið.
Hörður Sigurðsson Diego, 13.12.2010 kl. 23:15
Hörður Þórðarson, líst þér betur á Ómega? Ítalskur? Nei, ég er Vestfirðingur, með evrópsku ívafi, þó hrifnari af ýmsu öðru en Evrópu nú um stundir, til dæmis Kína, sem nú blómstrar svo, að allur heimurinn liggur á hnjánum í andakt og bæn um leiðsögn, viðskipti og styrki!
Björn Birgisson, 13.12.2010 kl. 23:29
Svo eru víst engir vegatollar í Kína, enda allir landsbyggðarvegir bara slóðar fyrir gangandi og þá sem eiga heyvagn og uxa. Þannig er nú reyndar staðan enn á sunnanverðum Vestfjörðum.
Hörður Sigurðsson Diego, 13.12.2010 kl. 23:36
Það er fallegt í kína, keisarans hallir skína... Þar á bæ eru mannréttindi víst afstæð...
"Choedon was only 16 years old in March 2008 when, inspired by the protests in Lhasa, she decided to protest for the freedom of Tibet and the return of the Dalai Lama.
She wrote slogans on Tibetan windhorses - small pieces of colourful paper- and threw them in the air in Kandze Town's main road. She was detained immediately. She was held for one year and three months without charge and without any family visits. Choedon’s parents only found out her whereabouts several months after her detention. When she was released she was put in a van and driven to the outskirts of town and left alone there.
Here are extracts from her testimony.
"They stretched my arms to either side, put a black hood over my head and started beating me. I could not see who was beating me as my face was covered but I could hear there were many people there...
"As I was made to kneel on the concrete floor for hours, my legs were numb and I was in tremendous pain. I was unable to stand up anymore and fell to the floor. They beat me all over my body. But the beating was still better than having to kneel because after they finished beating me at least I could sit down...
"The policeman punished me by making me stretch my arms straight out in front of me and started to ask me the same questions. 'What did the Dalai give you to protest? Dollar or Yuan?' I felt numb in my arms and I dropped them slightly as I could not hold them out anymore, but when he saw this he took a thick wooden stick and beat me on my hands and the back of my arms to make me stretch them out again...
"I got angry and when the policeman saw this in my face he became furious and suddenly pulled out his gun and pressed it to my forehead, his hands shaking. He shouted: ‘If you don't tell me who sent you to protest I will kill you immediately.' At that time I regarded myself as already dead so I felt no fear...
http://www.freetibet.org/campaigns/torture-2010
Hörður Þórðarson, 13.12.2010 kl. 23:37
Hörður Þórðarson, er þetta ekki sænska? Er að róta í orðabókum barnanna minna brottfloginna!
Er þetta ekki lýsing á nauðgun frjálshyggjunnar á íslensku þjóðinni á sænsku? Hún var víst hrikalegalega harkaleg og fá dæmi um annað eins ofbeldi í veraldarsögunni, er mér tjáð. Eitt er nú að berja einn krakka, annað að nauðga heilli þjóð til óbóta, þannig að sárin grói á tveimur til þremur mannsöldrum, ef þau gróa yfirleitt. Ljótt er það vissulega.
Björn Birgisson, 13.12.2010 kl. 23:51
Afsakaðu að ég skyldi láta útlenskan texta frá mér. Vonandi skilur þú þennan, hann er ekki sænskur:
"Lítilla sanda lítilla sæva
lítil eru geð guma"
Hörður Þórðarson, 14.12.2010 kl. 00:00
Er þetta forn sænska?
Björn Birgisson, 14.12.2010 kl. 00:04
Hörður Þórðarson, ég fann eitt gott á sömu forn sænskunni, sem ég ætla að tileinka þér, bara af því að þú ert svo einlægur, yndislegur og víðáttuvíðsýnn:
" Enginn myndi hafa neitt á móti því að þeir hógværu erfðu jörðina, gætu menn verið vissir um að hógværðin yrði varanleg." (Esra Pound)
Björn Birgisson, 14.12.2010 kl. 00:25
Skoðanakönnun:
Er rétt að draga Streingrím J. Sigfússon fyrir Landsdóm, sem höfuðábyrgðarmanns “Svavars-samningsins”?-
Takið þátt og farið á hlekkinn:
-
http://gthg.blog.is/blog/gthg/-
Með kveðju, Björn bóndiSigurbjörn Friðriksson, 14.12.2010 kl. 10:31
Kærar þakkir, Björn, hafðu góðan dag.
Hörður Þórðarson, 14.12.2010 kl. 11:14
Sömuleiðis.
Björn Birgisson, 14.12.2010 kl. 11:18
Vegatollar eru í eðli sínu ekki slæm hugmynd, því þeir eru útfæring á hinni góðu reglu um að þeir skuli borga sem nota.
En þá vil ég sjá skatta lækka á móti. Gerist það ekki vitum við að þetta er bara enn einn skatturinn sem hefur verið fundinn upp til að seilast enn dýpra í nær tóma vasa skattgreiðenda.
Ef hægt er að treysta stjórnmálamönnum fyrir einhverju þá er það einna helst til að gera tímabundin gjöld til að fjármagna ákveðna framkvæmd að eilífðarskatti. Eins og þetta með eldgosið í Heimaey og nefnt hefur verið hér áður.
Enn eitt til umhugsunar. Lífeyrissjóðirnir áttu að lána ríkinu fyrir framkvæmdum og vextirnir greiddir með vegatollum (áætlun sem sprakk í loft upp sem betur fer.) Eru þessir menn ekki snjallir við að láta lífeyrisþega sjálfa borga sinn eigin lífeyri (aftur eftir að forstjórarnir sturtuðu honum að mestu leyti í útrásarglæponana) með því að borga vexti í gegnum vegatolla?
Theódór Norðkvist, 14.12.2010 kl. 15:53
Takk fyrir þetta Theódór.
Þakka öllum innlitin og skemmtileg skoðanaskipti, alvarleg og einnig á léttum nótum. Svona á þetta að vera.
Björn Birgisson, 14.12.2010 kl. 16:20
það er sama hvað kemur úr rassgatinu úr þessari ríkisstjórn þá þarftu alltaf að slepja það upp. Vegatollar þurfa ekki að vera slæmir þeir eru þá og þegar innheimtir í verði bensíns þá eru þeir öfgar :) skoðum það aðeins að 1 lt bensín í usa kostar 97 krónur. Hérna kostar lt um 206 kr sem gerir mismun upp á 109 kr. semsagt björn b er alveg frjálst að borga vegtolla ef hann endilega vill halda áfram að slepja upp það sem rennur úr rassgatinu á þessaðri blessuðu skattastjórn :)
prakkari (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 17:16
Það er alveg með ólíkindum að það skuli ennþá vera til fólk eins og BB sem réttlæta allar vitleysurnar sem þessi algerlega óhæfa borgarstjórn gerir í blindri aðdáun,eins og unglingsstúlku grúpíur á eftir lélegri rokksveit.En hann vaknar vonandi einn daginn
Safado (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 15:15
Jafnt á að ganga yfir alla. Ef við viljum vegtolla á hringvegi 1 ætti það að vera alstaðar. Við alla þéttbýlisstaði sem liggja við hringveginn ætti að vera tollahlið. Á Ítalíu stingur þú kreditkortinu í þegar þú ferð inn á hraðbrautirnar og svo aftur þegar þú ferð út af þeim. Þannig mælist sjálfkrafa vegalengdin sem þú keyrðir og þú borgar í samræmi við það. Það á ekki að níðast á höfuðborgarbúum eingöngu vegna þess að það er eini staðurinn sem svona rugl stæði undir sér. Spurning hvort svona vegatollar í kringum Rvk. brjóti ekki jafnræðisreglu Stjórnarskrárinnar. Annaðhvort verður þetta allstaðar eða hvergi.
Reputo, 15.12.2010 kl. 18:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.