Enga styrki í nýsköpun, atvinnusköpun eða iðnaðarrannsóknir segja SUS liðar!

"Öll framlög til nýsköpunar, atvinnusköpunar og iðnaðarrannsókna verði afnumin."

Alltaf fróðlegt að kynna sér þankagang ungra sjálfstæðismanna og ekki þarf að efast um að þingmenn flokksins styðji allar þessar tillögur. Voru þeir ekki allir ungir fyrir nokkrum árum?


mbl.is Leggja til að útgjöld lækki um 49,9 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þeir eru enn holdvotir milli eyrnanna enda enn ekki nógu gamlir að hafa migið í saltan sjó!

Eru refirnir ekki skornir til að vekja á sér athygli?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 13.12.2010 kl. 17:34

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Víst voru þeir allir ungir .... en á sama tíma voru núverandi frammámenn (og konur) stjórnar þegar orðin fjörgömul og skorpin skinni (lesist spillt)

Óskar Guðmundsson, 13.12.2010 kl. 17:37

3 Smámynd: Björn Birgisson

Mosi, er þetta ekki allt vel eða hámenntað ungt fólk sem að SUS stendur? Viðskiptafræðingar, lögfræðingar og hvað þetta heitir nú allt.

Björn Birgisson, 13.12.2010 kl. 17:39

4 identicon

Þið hafið s.s. enga málefnalega gagnrýni á niðurskurðartillögurnar sjálfar aðrar en skítkast út í aðilana sem standa að þeim.

Það var reyndar ekki öðru af ykku að búast. Skrifið allir svipaðar færslur og kommentið svo hver hjá öðrum.

Frábært.

Jonni (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 19:00

5 Smámynd: Björn Birgisson

Jonni, þessar tillögur eru svo út úr öllu korti að ég hafna þeim í heild sinni. Þarf ekkert að gera það lið fyrir lið. Styður þú þessar tillögur, að hluta til, eða í heild sinni? Hér gefst þér tækifæri til að tala fyrir þeim ef þú vilt. Finnst þér ekki merkilegt að hægri bloggararnir, sem hér eru fjölmennir, skuli ekki hafa sagt eitt orð um tillögurnar? Hvað segir það þér? Kannski ekki rétt hjá mér, en bentu mér á jákvætt blogg um tillögurnar ef þú getur.

Björn Birgisson, 13.12.2010 kl. 19:07

6 Smámynd: Björn Birgisson

Stórmerkilegt að sjá hvað þessi tillöguskrípi fá mikinn stuðning hér á blogginu. Ég finn ekkert í þá áttina. Það skammast sín allir fyrir þetta bull og þvaður!

Björn Birgisson, 13.12.2010 kl. 20:31

7 identicon

Eftir að hafa lesið bloggin hér hjá moggabloggurunum er ég þungt haldinn.

Er vinstri helmingur Íslendinga í alvöru of þröngsýnn til að átta sig á núverandi ástandi í þjóðfélaginu?

Nokkuð ljóst er að svartir sauðir búa hér á Íslandi, en sem betur feir eru þeir nú ekki margir.

Þeir einu sem eru svona gríðarlega raunveruleikafirrtir eru hér á moggablogginu, gangrýna allt sem hægri menn hafa fram að færa, enda ekkert skrýtið þegar "ykkar menn" eru að klúðra málunum svona rækilega.

Það er löngu kominn tími til að Jóhanna og Steingrímur fari að hysja upp um sig buxurnar,hætti í þessum eilífðar feluleik og hætta þessum barnaskap. Það þýðir ekki að vera að væla dag eftir dag og rifja upp gamla tíma. Það er kominn tími til að hætta að búa til einhvað leikrit enda er nægilega eytt af skattpeningum í það nú þegar.

Auðvitað er hægt að deila um einhver stök atriði á þessum lista en mér finnst þó mikilvægara að bræður mínir og systur hér á Íslandi svelti ekki yfir menningaratburðum. Ég vil miklu frekar hafa mín íslensku systkini lifandi heldur en dauð.

Byrjum á að draga aftur umsókn í ESB og þá er Ísland að sigla í rétta átt - Eða í það minnsta í réttari átt.

Sleipnir (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 03:11

8 identicon

"Öll framlög til nýsköpunar, atvinnusköpunar og iðnaðarrannsókna verði afnumin."

Atvinnusköpun sem þrífst ekki á eigin verðleikum er bersýnilega ekki þess virði að halda úti.

Blahh (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband