13.12.2010 | 18:20
Mun Sjálfstæðisflokkurinn afneita SUS bullinu eða styðja öfgarnar?
SUS er skammstöfun á Sambandi ungra sjálfstæðismanna sem er virk og "virt" hreyfing innan Sjálfstæðisflokksins, rétt eins og hver annar félagsskapur innan flokksins og starfar í nafni hans.
Það er stórmerkilegt að hægri bloggararnir hér á Moggabloggi segja ekki aukatekið orð um þann fáránleika sem frá ungum flokksbræðrum þeirra kom í dag og var afhentur fjármálaráðherra að viðstöddum ljósmyndara og kannski blaðamönnum í þinghúsinu.
Mér finnst að forráðamenn Sjálfstæðisflokksins og þingmenn hans þurfi að tjá sig opinberlega um öfgafullar skoðanir ungra flokksbræðra sinna. Afneita þeim eða styðja. Ekki er hægt að bera við barnaskap ungliðanna. Margir þeirra eru hámenntað fólk! Lögfræðingar, viðskiptafræðingar, rekstrarfræðingar og hvað þetta heitir nú allt.
Tillögur SUS fólksins vega hreinlega að rótum samfélagsins og færa þjóðina áratugi aftur í tímann.
Styður Sjálfstæðisflokkurinn þessa yngri félaga sína eða er hann tilbúinn til þess að afneita þeim og bullinu sem frá þeim kemur?
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta ætti að minna okkur á að velferðarkerfinu var ekki komið á fyrir baráttu Sjálfstæðisflokksins.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 20:20
Alla vega ekki ungliðanna í flokknum þeim!
Björn Birgisson, 13.12.2010 kl. 20:28
fyrir það fyrsta þá á þessi maður ekki að vera fjármálaráðherra. næsta er að þó þín skoðun sé ekki fallin að skoðun SUS þá má frekar ætla að skoðun SUS sé rétt. Eina sem þú hefur hérna fram að færa er álitlega asnaleg og það sem Steingrímur hefur sagt um fyrri Icesavesamninginn. Getur verið að Steingrímur sendi Svavar aftur út til að ná betri samningi? Það væri alveg eftir manni sem tekur u-beygur í 99,9% öllu sem hann segir nema að hann mun út ævina segja gleymum ekki hverjum hrunið er um að kenna :) nei hann öskrar það alltaf ,,,þvílíkur brandari sem þessi maður er.
prakkari (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 17:08
Ég hvet þig Björn til að bera saman "niðurskurð á þjónustu til langveikra barna" við hvert og eitt atriði á listanum frá SUS og sjá hvort það sem "reynslumikið fullorðið fólk" raunverulega hefur lagt af stað í sé betra en tillögur frá ungliðum.
Svo máttu bera saman þessar niðurskurðartillögur saman við tillögur ungliða VG um að gera hústökur leyfilegar og meta hvort sé fáránlegra.
Svo máttu nota sömu gleraugun þegar þú metur ákvörðun Steingríms og Jóhönnu um að #1 fá algerlega óhæfan vin sinn, Svavar, til að leiða samninga um Icesave #2 að þröngva svo klúðri hans í gegnum þingið með pólitísku ofbeldi, sem hefði svo getað kostað okkur mörg hundruð milljarða aukalega.
...þú mættir gjarnan beita þessum gagnrýnisgleraugum þínum á stærri og alvarlegri mál.
Margar af tillögum SUS eru góðar, margar ekki svo góðar, en þessi athugasemd frá þér er eins og að reka höndina út úr brennandi húsi til að benda á kertaljós nágrannans.
Njáll (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 16:22
Njáll, ætli tillögur SUS og ungliðanna í VG séu ekki nokkurn veginn á pari hvað vitleysuna varðar.
Varðandi Svavarsgönuhlaupið, þá gagnrýndi ég það margoft harðlega hér á blogginu. Að gera það skítamál að einkamáli tveggja flokka var fáránlegt og ein stærstu mistök stjórnmálanna í langan tíma. Auðvitað átti að leita breiðrar samstöðu hér heima sem fyrsta leik í þeirri skák.
Oft hafa SUS liðar sett fram ýmislegt í gamni og glettni. Sumt í tillögum þeirra nú verður að skoðast í því ljósi.
Björn Birgisson, 15.12.2010 kl. 16:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.