14.12.2010 | 12:18
Spilavíti á Íslandi
"Segir í fréttatilkynningu frá hótelum Icelandair að á sama tíma og ríkisvaldið ætlar að plokka 400 milljónir króna árlega af ferðamönnum með komu- og gistináttagjöldum, þá hafnar það möguleikanum á 700 milljón króna skatttekjum af rekstri spilavítis hér á landi."
Já, spilavíti. Eru þau ekki í flestum löndum? Erum við ekki að leyfa alls konar spilakassa á veitingastöðum og jafnvel sjoppum sem allir, jafnvel börn, hafa aðgang að?
Alvöru spilavíti eru bara fyrir fullorðna og eru rekin undir ströngu eftirliti. Auðvitað má færa einhver rök fyrir því að þau valdi spilafíklum skaða. En á móti má spyrja: hafa ekki spilafíklarnir ótal aðrar leiðir til að skaða sig? Til dæmis á netinu. Hvað munar um eina í viðbót?
Ef rétt er frá greint og ríkið gæti tekið inn 700 milljónir, kannski að mestu frá erlendum ferðamönnum, eigum við hiklaust að leyfa þessa starfsemi.
Annað væri ekkert annað en þröngsýni og afdalamennska.
Icelandair hótel vilja reka spilavíti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En af hverju að sætta sig við 700 milljónir? Ríkið á að hafa þessa starfsemi undir eigin eftirliti og reka líka nektardansstaði og hóruhús. Það voru mistök að ætla að temja lestina eins og feministarnir í VG vilja. Það er ekki hægt og býður bara heim miklu verra ástandi þegar glæpamenn taka að veita þessa þjónustu. Svona þjónustu vilja menn kaupa og því þá ekki að gera það löglega og undir eftirliti. Þetta væri tilvalinn atvinnuvegur til að hafa á lokuðu svæði eins og í fyrrum herstöðinni á Keflavíkurvelli. Þar eru bæði byggingar og staðsetning við hæfi. Á gamla vallarsvæðinu er nú þegar kominn vísir að heilsutengdri ferðaþjónustu með detoxinu hennar Jónínu og núna lýtaskurðlækningarstöðin hans Róberts.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 14.12.2010 kl. 13:06
Það er kaldhæðni í þessu ný búið að dæma unga konu í fangelsi fyrir fjárdrátt sem varð vegna spilafíknar.
Við eigum ekki að leifa spilavíti. Við eigum að taka niður þá kassa sem í dag eru reknir af Háskólanum og samstarfsaðilum.
Þetta er blettur á okkar samfélagi peninga verða ekki til af sjálfum sér eins dauði er annars brauð í þessu sem mörgu öðru þeir sem lenda í spilafíkn lenda á samfélaginu fyrir rest þaðan koma því peningarnir eftir allt.
jon ó (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.