14.12.2010 | 15:56
Er einhver kjarkur og vilji til að taka við landsstjórninni í kollunum sem á þeim herðum hvíla?
Við munum ekki leggja það til að málið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu enda er sú ákvörðun á herðum annarra en okkar", segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, aðspurður um lyktir í Icesave málinu."
Þetta er nú varla nein frétt. Þessi afstaða Steingríms er löngu kunn og umdeild eins og svo margt þessa dagana.
Hann talar um annarra manna herðar.
Þar á hann auðvitað við Sjálfstæðisflokkinn, Framsóknarflokkinn, Hreyfinguna og Ólaf Ragnar forseta.
Ágætur bloggari sagði við mig í gær að Sjálfstæðisflokknum kæmi Icesave málið ekkert við, búinn að segja það svo oft að hann er greinilega farinn að trúa því sjálfur! Alveg samkvæmt taktík sem er löngu kunn og óþarfi að skilgreina nánar hér.
Mér sýnist ríkisstjórnin hafi leikið sinn síðasta leik í Icesave málinu.
Samþykki þingið samninginn með góðum meirihluta, þá lifir stjórnin eitthvað áfram.
Fari samningurinn í þjóðaratkvæði, þá fellur hann og stjórnin með.
Hvorum kostinum skyldu "hinar herðarnar" vera hrifnari af?
Er einhver kjarkur og vilji til að taka við landsstjórninni í kollunum sem á þeim herðum hvíla?
Vill ekki þjóðaratkvæðagreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Að sjálfstæðisflokknum komi IceSave ekkert við er eins og að segja að skeggið komi hökunni ekkert við, en eins og allir (nema sjálfstæðismenn) vita, skylt er skeggið hökunni! Það var sjálfstæðisflokkurinn sem tryggði glæpahyski bankanna möguleikann á að fara ránshendi um eignir bankanna og fólksins sem lagði inn á þessa svikareikninga sem nú er verið að reyna að klína á íslenska skattgreiðendur. Sjálfstæðisflokkurinn á sök á málinu einn og óstuddur, svo einfalt er það!
corvus corax, 14.12.2010 kl. 16:19
corvus corax, ég veit um nokkra sem eru þér hjartanlega sammála!
Björn Birgisson, 14.12.2010 kl. 16:23
nú hver var bankamálaráðherra á þessum tíma? var það kannski sveitastrákur? var það kannski samflokkasystir sem hélt honum í myrkrinu? mikið er minnið farið að fara með mig en ég er nokkuð viss að þau hafi verið í flokki jóns ásgeirs :) en því ekki að ganga að fyrri icesavesamningi steingríms joðs ? væri alveg viss um að þið mynduð fá úr honum og slefa ekki satt?
prakkari (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 17:46
prakkari, vertu kurteis. Gult spjald.
Björn Birgisson, 14.12.2010 kl. 17:50
Ábyrgð Steingríms á Svavarssamnignum, hefur hann ekki sjálfur sagst bera alla ábyrgð á honum - ef svo er hversvegna er hann enn ráðherra ?
Og að ríkisstjórnin falli þegar þessi " glæsilegi " icesave - samningur verður kolfelldur eins og sá fyrri er ekki möguleiki - þetta fólk er búið að ákveða að sitja út kjörtímabilið hvað sem á gengur og þessvegna eru allar vangaveltur um aðra ríkisstjórn ótímabærar - hún fellur í kosningunum 2013
Óðinn Þórisson, 14.12.2010 kl. 20:38
Kannski 2017!
Björn Birgisson, 14.12.2010 kl. 20:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.