14.12.2010 | 17:55
Ögmundur með hnefann á lofti
"Ögmundur Jónasson, dóms- og mannréttindamálaráðherra, hefur falið ríkissaksóknara að kanna hvort að lög hafi verið brotin með starfsemi öryggissveitar bandaríska sendiráðsins."
Alveg er þetta eftir honum Ögmundi. Nú á að demba rannsókn á einhverjum tittlingaskít á ríkissaksóknara, sem maður hélt nú að hefði kappnóg á sinnu kaffikönnu fyrir.
Sendiráð Bandaríkjamanna eru kjörskotmörk hryðjuverkamanna. Það vita Kanarnir best sjálfir og vilja eðlilega ekki láta taka sig algjörlega óundirbúna í bólinu.
Ef hægt er að koma einhverju höggi á Bandaríkjamenn, hvort heldur er undir beltisstað eða yfir, skal Ögmundur Jónasson alltaf vera mættur með hnefann á lofti.
Hann er bara þannig. Getur kannski ekkert við því gert.
Vísað til ríkissaksóknara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.