Hvað hefur einkavæðingin eiginlega kostað þessa þjóð? Það eru stjarnfræðilegar tölur!

Það er ekki einleikið hvað einkavæðingin hérlendis hefur gengið brösuglega. Annað hvort er hugmyndafræðin svona arfavitlaus, að einkavæða eignir þjóðarinnar og fjármagn hennar, eða að viðtakendur "gjafanna" eru upp til hópa þjófar og glæpamenn eða algjörir glópar í viðskiptalífinu, nema hvort tveggja sé.

Björn Bjarnason, fyrrverandi menntamálaráðherra, segir að hann hafi hvatt til þess að samið yrði við Ólaf H. Johnson skólastjóra Hraðbrautar og auk þess var það Björn sem lagði það til að Ólafi yrði úthlutað fjármunum á fjárlögum á sínum tíma.

Því má segja að Björn Bjarnason hafi verið sá menntamálaráðherra sem var á bak við skólann og jafnframt sá sem tryggði honum opinbera fjárveitingu. Skattfjármuni almennings í landinu.

Trúgirni Björns Bjarnasonar, á einkavæðinguna og heiðarleika fólks, hefur verið sturtað niður með framferði skólastjóra Hraðbrautar, en ekkert bendir til annars en að við rekstur þessarar stofnunar hafi verið stundaður stórfelldur þjófnaður á almannafé, ef marka má fréttir að undanförnu. Væntanlega munu dómstólar kveða úr um það.

Hér gildir ekkert: Við höfum fullan áhuga á að endurgreiða ........... aðeins ströngustu viðurlög.

Gefum Birni Bjarnasyni orðið í bloggfærslu:

„Raunar er ætlunin að í haust komi Hraðbraut til sögunnar, tveggja ára skóli til stúdentsprófs. Ólafur H. Johnson vann að undirbúningi skólans í tíð minni sem menntamálaráðherra og þegar ég gerði fyrst tillögu um það í fjárlagafrumvarpi, að ætlað yrði fé til skólans, reis Samfylkingarfólk upp á afturlappirnar af hneykslan og taldi annað brýnna við fjármunina að gera. Þess vegna er grátbroslegt að lesa þetta í grein í Morgunblaðinu eftir Björgvin G. Sigurðsson, nýkjörinn þingmann Samfylkingarinnar, sem segir 10. júní síðastliðinn: „Það hefur skort á viljann til verka og framsækni af hálfu stjórnvalda. Hraðbrautin mun að sjálfsögðu ýta við stjórnvöldum menntamála í landinu og innan tíðar verður trúlega boðið upp á hraðferð til stúdentsprófs í nokkrum framhaldsskólum landsins." (15.07. 2003, bjorn.is)

Menntamálaráðuneytið og Alþingi rannsaka nú Menntaskólann Hraðbraut ehf. og hefur Ríkisendurskoðun gert úttekt á rekstri skólans. Skólastjóri og eigandi skólans, Ólafur H. Johnson, og kona hans, Borghildur Pétursdóttir, hafa tekið tugi milljóna króna út úr skólanum í formi arðs og lána. Menntamálaráðuneytið grunar einnig að starfsmenn skólans hafi fengið miklu lægri laun, en þeir hefðu átt að fá samkvæmt kjarasamningum.

Þeir kennarar sem kvörtuðu voru reknir samstundis, sagði Bylgjan í kvöld.

Meira frá Birni Bjarnasyni:

„Samhliða því sem að þessu var unnið hvatti ég til þess, að samið yrði við Ólaf H. Johnson, sem vildi stofna einkarekinn 2ja ára framhaldsskóla, Hraðbraut, en hann tók einmitt til starfa nú í haust og byggist kennsla þar að sjálfsögðu á námskrá framhaldsskólanna, sem þar er sniðin að tveggja ára námi til stúdentsprófs. Á Alþingi snerist Samfylkingin að sjálfsögðu gegn hugmyndum um Hraðbrautina, þegar þær voru fyrst kynntar, eins og vinstrisinnar snúast jafnan gegn því að einkaaðilar fái að láta að sér kveða í skólastarfi." (5.10. 2003, bjorn.is)

Er ekki einkavæðingin dásamlega vel heppnuð, hvar sem á hana er litið? Öllu er stolið sem stelanlegt er og síðan komið lóðbeint á hausinn á mettíma af græðgisvæddum bjánum og auðrónum.

Eftir stendur horaður almúginn og skilur ekki neitt í neinu! Hann átti allt og missti allt! Hann átti bankana, hann átti Símann, hann átti Póstinn og svo margt fleira. Núna á hann bara aðild að gjaldþrota þjóð. Slík var snilldin!

Hvað skyldi Björn Bjarnason, fyrrum menntamálaráðherra þjóðarinnar, segja um þetta óskabarn sitt nú?

Er eitthvað um það á blogginu hans?

Kannski ekki á neinni Hraðferð!

(Byggt á umfjöllun DV)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband