16.12.2010 | 15:17
Fölvi feigðarinnar gerir vart við sig
"Steingrímur segir að Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason, sem ekki studdu fjárlagafrumvarpið, verði að svara því sjálf hvort þau styðji ríkisstjórnina."
Vandræðagangurinn innan raða Vinstri grænna hlýtur að vera orðinn illþolandi fyrir samstarfsflokkinn og ekki er laust við að fölvi feigðarinnar sé að setjast að ríkisstjórninni. Líklega við lítinn fögnuð andstæðinga hennar. Þeir standa ekki í röðum og bíða þess að taka við.
Öðru nær, eru trúlega farnir að bryðja róandi nú þegar.
Vinstri grænir hljóta að klofna fljótlega ef svo heldur fram sem horfir. Hófsamir kjósendur flokksins leita þá væntanlega til Samfylkingarinnar, en róttækustu fylgjendur hans munu þá mynda 5-10% flokk og verða smáflokkur á Alþingi.
Sínöldrandi um allt og alla eins og slíkra flokka er siður.
Miðað við þessa þróun mála væri kannski ekki úr vegi að kjörstjórnir í landinu færu að ydda blýantana sína.
Gríðarleg vonbrigði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þó svo að ríkisstjórnin sé í raun með bara einn í plús þá munu þau reyna að hökta eitthvað áfram en eðlilegast er að lilja, ásmundur og atli gangi úr vg.
Eða er klækjakóngurinn farinn að tala við einhverja aðra í bakherbergi
Óðinn Þórisson, 16.12.2010 kl. 18:25
Óðinn, það gerist margt í bakherbergjum og ekki allt fallegt!
Björn Birgisson, 16.12.2010 kl. 18:31
veit ekki með bakherbergi en væntanlega hefur björn birgisson verið í þeim mörgum. hvað varðar samstarfið þá væri ágætt að Lilja Móses myndi segja skilið við ríkisstjórnina enda sú manneskja með mun betra nef en restinn í stjórninni. Fyndið svo að Björn b skuli kalla lilju liðskruma fyrir að ganga útfyrir flokksálit þegar hann hefur predikað vel og vel yfir stjórnlagaþingi og að eigið álit án flokksmuna skuli haft að leiðarljósi. alveg samkvæmur sjálfum sér er það ekki?
prakkari (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 18:40
prakkari, svo það sé á hreinu, þá hef ég aldrei starfað í stjórnmálaflokki. Þetta bakherbergja tal á við plottin í pólitíkinni, eins og þú auðvitað veist. Mín "pólitísku" afskipti í lífinu eru tvenns konar. Að kjósa á kjördegi (hef kosið nokkra flokka) og skrif hér á blogginu. Seinni hluta athugasemdar þinnar skil ég ekki.
Björn Birgisson, 16.12.2010 kl. 18:48
fyrir stuttu síðan las ég að þú kallaðir Lilju lýðskruma fyrir að fara út fyrir flokksstefnu eða hvað skulum við kalla það. á sama tíma þá ertu að predika yfir að fólk hérna á landi séu asnar að kjósa ekki persónur á stjórnlagaþing. frekar mótsagnarkennt að kalla lilju lýðskruma þegar hún fer eftir eigin sannfæringu.
prakkari (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 18:59
Ég kaus til Stjórnlagaþings og hefði gjarnan viljað sjá meiri þátttöku. Átti reyndar von á 30-40% þátttöku, enda sögðu kannanir eitthvað í þá áttina. Engan hef ég kallað asna í tengslum við þá kosningu. Um Lilju ræði ég ekki hér og nú að öðru leyti en því að hún ætti að yfirgefa VG, nú eða yfirtaka flokkinn.
Björn Birgisson, 16.12.2010 kl. 19:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.