17.12.2010 | 13:04
Skært ljós í skammdeginu
"Verkefnið mun skapa 600-1000 ný störf auk 250-300 starfa á byggingartíma og er talið að það muni kosta um 150 milljónir Bandaríkjadala, sem nemur um 17 milljörðum íslenskra króna."
Þessi frétt er sem skært ljós í skammdegi efnahagsins og myrkrinu sem umlykur okkur nú. Ég sé að Finnur Snorrason yfirlæknir (Snorra heitins Hallgrímssonar læknis) er á meðal aðstandenda þessa verkefnis. Það segir mér að hér eru engir jólasveinar á ferðinni.
Frábær tíðindi. Vona svo sannarlega að af þessu verði.
Nú er VG ekki við stjórnvölinn í heilbrigðisráðuneytinu.
Samið um lóð fyrir einkasjúkrahús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skært er ljósið ekki sakir þess að þetta er fyrsta skrefið í tvöföldu heilbrigðiskrfi þar sem engir læknar af viti fást til að sinna almenningi.
Óskar Guðmundsson, 17.12.2010 kl. 13:23
Innilega sammála þér Björn. Vonandi tekst VG ekki að slökkva þetta ljós.
Axel Jóhann Axelsson, 17.12.2010 kl. 13:30
Óskar, það þýðir ekkert að hugsa svona. Vissulega skapast hér verkefni fyrir lækna og hjúkrunarfólk. Viltu frekar sjá á eftir því fólki úr landi eins og nú er raunin?
Björn Birgisson, 17.12.2010 kl. 13:46
Óskaplega finnst þessum mönnum gaman að koma saman og skrifa undir svona pappíra og fá alla þessa fjölmiðlaathygli út á það.
2. október 2009 þá gerðu sömu aðilar nákvæmlega það sama og skrifuðu undir sömu pappíra. Sjá hér:
http://eyjan.is/2009/10/02/storidja-primacare-a-heilbrigdissvidi-ris-i-mosfellsbae/
Kannski notuðu þeir ósýnilegt blek í fyrra sem hvarf af pappírunum í sumar og því þarf að skrifa undir þessa pappíra aftur, hver veit?
Tóti tannálfur (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 13:56
Tóti tannálfur, í fyrra var undirrituð viljayfirlýsing. Nú er málið tekið lengra.
Björn Birgisson, 17.12.2010 kl. 14:01
„Um er að ræða stofnun einkarekins liðskiptasjúkrahúss og hótels fyrir erlenda sjúklinga í Mosfellsbæ. Undirbúningur verkefnisins hefur verið í gangi sl. tvö ár og hyllir nú undir að hönnun spítalans geti hafist. Alls er gert ráð fyrir 80-120 rúma sjúkrahúsi með 4 skurðstofum sem anna mun 3.000-5.000 aðgerðum á ári. Markhópurinn er fyrst og fremst sjúklingar í Bandaríkjunum"
Þetta eru frábærar fréttir. Þetta er í raun útflutningsstarfsemi-gjaldeyris og atvinnuskapandi . Að stórum hluta hálaunastörf unnin af Íslendingum...
Sævar Helgason, 17.12.2010 kl. 15:37
Sjálfstæðisflokkurinn í Mosó er búin að vera með endalausar flugeldasýningar og undirskriftir í þessu máli. En staðreyndin er að þetta hefur allt dregist. Bygging hússins átti að hefjast síðastliðið vor. Framkvæmdastjóri Primacare sagði síðastliðið vor að það ætti að skýrast um sumarið hvort næðist að fjármagna verkefnið.
Enn er því haldið að okkur að þetta sé allt mest og best í hemi, þó fjármögnun verkefnisins sé tveimur árum síðar óljós. Lóðargjörningurinn núna auðveldar veðsetningar fyrirtækisins á landi Mosfellsbæjar uppá 400 milljónir. Það er aðalatriði þessarar fréttar. Veit ekki hvort nokkuð er stórkostlegt við það. Þetta er frábrigði frá því sem hefur viðgengist. Gæti sýnt að fjármögnun hefur ekki gengið sem skyldi og að verkefnið er í meiri vanda en búist var við.
Við lestur þessarar fréttar er því allt í lagi að setja upp sólgleraugu til að fá ekki ofbirtu í augun. Hún er svolítið 2007 í eðli sínu.
Gunnlaugur B Ólafsson, 18.12.2010 kl. 12:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.