18.12.2010 | 22:42
Hreinn meirihluti Sjálfstæðisflokksins er algjör þjóðarnauðsyn!
Aldrei sé ég Fréttablaðið. Og sakna þess ekkert. Einhver, gott ef ekki Páll Vilhjálmsson blaðamaður og bloggari, var að benda á að nú mælist Sjálfstæðisflokkurinn með uggvænlegt fylgi.
Uggvænlegt?
Veltum því aðeins fyrir okkur. Það er auðvitað stórmerkilegt ef flokkurinn sá er að fá fellu í keiluspili landsins. Hafandi hingað til aldrei hitt á brautina!
Það er að segja aldrei hitt á braut allra landsmanna, en verið ótrúlega hittinn á brautir sérvalinna og útvalinna.
Látum það nú vera að sinni.
Nú er um að gera, eins og allt veltist og velkist, að taka ábyrga afstöðu. Ef skipta á um ríkisstjórn kemur aðeins einn valkostur í stöðunni til greina.
Að Sjálfstæðisflokkurinn fái hreinan meirihluta.
Þannig gefst honum kærkomið tækifæri til að taka til eftir sig og þjóðin fær að fylgjast með snilldinni og snilldarlausnunum, þjóðinni til handa og auðvitað sérvöldum gæðingunum.
Nú er aðeins eitt í stöðunni.
Þjóðin sameinast um að tryggja Sjálfstæðisflokknum hreinan meirihluta.
Lyfjainnflytjendur og framleiðendur tryggja nægt framboð á róandi og kvíðastillandi fyrir hina nýju valdhafa. Finna kannski upp einhver fyrirgefningarlyf!
Bjartir tímar framundan!
Stétt gegn stétt og réttlætinu skammtað að hætti Valhallar liða!
Mikið hlakka ég til.
Munið að krossa við D listann!
Í því er lausn allra vandamála þjóðarinnar fólgin.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, á dauða mínum átti ég von á en ekki þessu frá Birni Birgissyni!.
En þetta eru kannski ekki orð töluð út úr kú, ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda og fær hreinan meirihluta fæst frábært tækifæri í eitt skipti fyrir öll til að dæma hann út frá sínum eigin verkum og þá verður ekki hægt að skella skuldinni á neinn samstarfsfloll eins og oft hefur verið gert, og nefni ég þá bændaflokkin til dæmis.
Guðmundur Júlíusson, 18.12.2010 kl. 23:47
samstarfsflokk átti þetta að vera, biðst forláts á.
Guðmundur Júlíusson, 18.12.2010 kl. 23:48
Guðmundur Júlíusson, úr þessari átt getur þú fengið hvað sem er. Margir hafa reynt að spyrða og staðsetja síðuhöfund hér. Engum hefur enn orðið kápa úr því klæðinu. Og mun reyndar aldrei verða. Ekkert annað en skítlélegir pólitískir klæðskerar þar á ferðinni. Ekki kaupa neitt af því pakki, ef þér er annt um aurana þína!
Björn Birgisson, 18.12.2010 kl. 23:57
Björn minn" Þú ert þó ekki farinn að örvænta?
Eyjólfur G Svavarsson, 19.12.2010 kl. 14:54
Örvænta? Nei, ég er svo bjartsýnn að ég þarf að ganga með sólgleraugu daglega!
Björn Birgisson, 19.12.2010 kl. 15:47
Eyjólfur minn, lastu bara fyrirsögn þessarar færslu? Alltaf gott að skoða umbúðirnar, en þó vissulega betra að kynna sér innihaldið!
Björn Birgisson, 19.12.2010 kl. 22:38
Já það er rétt hjá þér.
Eyjólfur G Svavarsson, 19.12.2010 kl. 22:57
Eyjólfur minn, mig grunaði það. Þú ert ágætur!
Björn Birgisson, 20.12.2010 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.