Á nú að endurvekja og lögleiða spillinguna sem leiddi til falls veldis Rómverja til forna?

Skömmu fyrir helgi fór ég á flakk um helstu netmiðlana. Það undarlegasta sem ég sá fer hér á eftir. Það er vísir.is sem býður lesendum sínum þetta lesefni. Ætla rétt að vona að hér sé einhver misheppnaður brandari á ferðinni.

"Stjórnvöld í Sviss eru að íhuga að fella úr gildi lög sem banna kynlíf innan fjölskyldna. Dómsmálaráðherra landsins mælir fyrir því og þegar er búið að semja lagafrumvarp þessa efnis.

Foreldrar mega þá hafa samfarir við börn sín sem og systkini hvort við annað. Eða hver við annan eða hvor við aðra, þar sem samkynhneigð er ekki bönnuð.

Ætti ekki að vera refsivert

Í rökstuðningi segir meðal annars að lögin séu úrelt og aðeins hafi komið upp þrjú mál í þessa veru frá árinu 1984. Samkvæmt núgildandi lögum er hámarksrefsing við brotinu þriggja ára fangelsi.

Brottfellingin á þó ekki að ná til ungra barna. Daniel Vischer þingmaður Græningja segist ekkert sjá athugavert við kynlíf tveggja fullveðja einstaklinga þótt þeir séu skyldir. Blóðskömm sé vissulega erfitt siðferðilegt atriði, en ætti ekki að falla undir refsilöggjöfina.

Ekki eru þó allir þingmenn á sama máli. Talsmaður The Protestant Peoples Party segir til dæmis að morð séu einnig fátíð í Sviss. Samt detti engum í hug að fella refsingar við þeim úr gildi." (vísir.is/Óli Tynes)

Ef þetta er ekki bara eitthvert djók, þá er eitthvað að þessu fólki í Sviss.

Eru magrir svona þenkjandi hér heima?

Allir eru að fá sér, allir eru að fá sér ..............

Er það ekki vinsælasti textinn í dag?

Hvað er eiginlega um að vera?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband