20.12.2010 | 10:11
Sjálfskipaður fangi hinnar völtu ríkisstjórnar
"Katrín Snæhólm Baldursdóttir, varaþingmaður Þráins Bertelssonar, þingmanns Vinstri grænna, starfar með þinghópi Hreyfingarinnar og segist mundu tilheyra þingflokki Hreyfingarinnar ef hún yrði kölluð inn á þing í forföllum Þráins."
Þessi frétt er ærleg undirstrikun þeirrar vitleysu sem er í gangi. Þráinn er orðinn þingmaður fyrir VG en hefur aldrei verið kjörinn sem slíkur og nú má hann alls ekki forfallast og ekki fara erlendis á þingtímanum. Hann er orðinn sjálfskipaður fangi hinnar völtu ríkisstjórnar. Hann er atkvæði númer 32. Hann er "meirihlutinn", eftir brotthlaup þremenningana.
Fyrst hann gat ekki lengur setið á þingi fyrir Borgarahreyfinguna átti hann vitaskuld að víkja og hleypa sínum varamanni að, en reglurnar eru víst ekki þannig.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir ætti að sitja á þingi nú og Þráinn Bertelsson að sitja heima við skriftir eða smákökubakstur.
Varamaður Þráins styður ekki VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég var að velta því fyrir mér að þar sem þingmenn eiga "eingöngu að vera bundnir af eigin sannfæringu" hvers vegna það ganga ekki bara allir í einn flokk?
Hörður Sigurðsson Diego, 20.12.2010 kl. 10:37
Sannfæringarflokkinn?
Björn Birgisson, 20.12.2010 kl. 17:36
Já, eða bara Stjórnmálaflokkur Íslands og nágrennis?
Hörður Sigurðsson Diego, 20.12.2010 kl. 18:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.