21.12.2010 | 20:17
Nú væntir veiðiþjóðin djarfhuga ákvörðunar ráðherra sjávarútvegsmála
Þorskurinn er mikilvægastur og mjög jákvætt að vísitala veiðistofnsins, 4 ára og eldri, hækkar um 20%," sagði Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, eðlilega kampakátur eftir góðar fréttir frá Hafró. Loksins. Eftir slæm tíðindi og hrakspár til margra ára.
Fiskveiðiárið hófst 1. september og því liðnir tæpir fjórir mánuðir af því. Tæpur þriðjungur.
Nú vaknar enn og aftur upp spurningin: Hvað þýða þessar góðu fréttir mikla aukningu á veiðum? Hvað ætlar ráðherrann Jón Bjarnason að gerast djarfur við úthlutun viðbótarkvóta og hvernig ætlar hann að ráðstafa honum?
Eins og þjóðin veit nú þá svarar Jón Bjarnason aldrei spurningum sem beint er til hans. Hann svarar einhverju allt öðru, eins og til dæmis kom fram í fréttum í kvöld.
"Hvað var rætt á fundinum örlagaríka fyrir atkvæðagreiðsluna um fjárlagafrumvarpið" spurði fréttamaður Stöðvar 2. "Ég hef setið marga fundi með félögum mínum í VG" var svarið. Nokkurn veginn svona.
Spurður um hugsanlega aukningu í þorskveiðum í ljósi þessara góðu frétta frá Hafró, svarar ráðherrann sem fyrr í undanfærslu- og véfréttastíl:
"Það er ljóst að þetta gefur væntingar til næstu framtíðar um möguleika á aukningu afla í þorski."
Næstu framtíðar? Hvað þýðir það? Eftir fimm ár? Eftir 10 ár? Veit ekki ráðherrann að framtíðin byrjar nú í kvöld?
Þegar Ísland hætti að vera heimsveldi í bankamálum, breyttist landið aftur í gömlu góðu veiðiþjóðina og verstöðina, sem á allt sitt undir fiskveiðum á okkar gjöfula landgrunni út undir 200 mílna mörkin.
Jón Bjarnason á hiklaust að heimila 60-100 þúsund tonna aukningu á þorskveiðum við landið fyrir þetta fiskveiðiár. Vera snöggur að því og hika hvergi.
Hann er reyndar ekki líklegur til þess, því miður.
Hann hefur miklu meiri áhyggjur af kontóristunum í Hafró en gjaldeyrisstöðu þjóðarinnar og afkomu greinarinnar í heild og launafólks í þessu landi. Eða hvað? Kannski ekki fallegt af mér að gera manninum upp skoðanir.
Sérfræðingur í málefnum sjávarútvegsins hefur bent á að samdrátturinn í þorskveiðum, frá því að kvótakerfið var sett á, sé úr um 400 þúsund tonnum í 160 þúsund tonn, sem er gríðarlegur samdráttur.
Djarfhuga ákvörðun ráðherrans nú mun snúa þeirri öfugþróun við og stórauka hagsæld í greininni og landinu öllu. Ekki síst í þeim byggðum sem nú berjast fyrir lífi sínu.
Hvað skyldi hann gera í málunum blessaður karlinn hann Jón Bjarnason?
Bendi lesendum mínum á að lesa sig til á neðangreindri síðu, ef þeir vilja fá ferska vinkla á málefni sjávarútvegsins.
http://tatanka.blog.is/blog/tatanka/
mmmm
Mjög jákvæð aukning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jón kemur með frjálsar handfæraveiðar, það leysir byggða og atvinnuvanda Íslendinga!
Aðalsteinn Agnarsson, 21.12.2010 kl. 22:32
Aðalsteinn minn, alveg ertu yndislegur! Langt síðan þú hefur heimsótt mig! Var farinn að sakna þín!
Björn Birgisson, 21.12.2010 kl. 22:50
Þakka Björn, les bloggin þín oftast án athugasemda, en stóðst ekki þetta.
Aðalsteinn Agnarsson, 21.12.2010 kl. 23:01
Takk fyrir það, Aðalsteinn minn, gott að vita að einhver les það sem ég skrifa. Hvað heldur þú að Jón bóndi geri í þessum kvótamálum? Er hann maður eða mús?
Björn Birgisson, 21.12.2010 kl. 23:18
Atli, sá er þú nefnir í næsta bloggi, sagði fyrir nokkrum dögum fyrir utan Alþingi:
Það er tilbúið frumvarp, frjálsar handfæraveiðar, en það á eftir að leggja það fram.
Aðalsteinn Agnarsson, 21.12.2010 kl. 23:46
Guð láti gott á vita, Aðalsteinn minn! Þú þekkir minn hug til málsins.
Björn Birgisson, 21.12.2010 kl. 23:53
Flottur, Björn minn.
Aðalsteinn Agnarsson, 22.12.2010 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.