23.12.2010 | 14:06
Æ sér gjöf til gjalda
"Jú, vegna mútugreiðsla sem þingmaðurinn þáði og komu honum til þeirra valda sem hann hafði sem ráðherra í ríkisstjórn Geir H Haarde." segir Björn Valur Gíslason í umdeildri bloggfærslu sinni, sem valdið hefur miklu fjaðrafoki og skoðanaskiptum.
Eftir að þessi risavöxnu styrkjamál komu upp á yfirborðið hefur orðið mútur verið margnefnt og tengt ýmsum stjórnmálamönnum í nokkrum flokkum. Björn Valur Gíslason er fjarri því að vera fyrstur með þessa orðanotkun.
Hvar sem er í heiminum væru styrkir til einstaklinga upp á tugi milljóna einfaldlega kallaðir mútur, með máltækið góða til leiðsagnar: Æ sér gjöf til gjalda.
Guðlaugur Þór Þórðarson hótar að kæra. Hvað skyldi hann fá út úr því?
Vinni hann slíkt mál verða ummælin dæmd dauð og ómerk og einhverjir þúsund kallar skipta um hendur. Styrkveitendur verða nauðugir dregnir fram í dagsljósið og Guðlaugur Þór Þórðarson jarðsyngur sjálfan sig sem stjórnmálamann, við ágætar undirtektir bæði samherja og andstæðinga. Flestir, úr báðum röðum, vilja sjá hann víkja úr þingsölum.
Þetta upphlaup hans er gífurlega barnalegt og vanhugsað. Ekkert annað en fallbyssuskot í eigin fætur.
Björn Valur talar hér tæpitungulaust sjóaramál og Guðlaugur Þór á ekki að rjúka upp eins og einhver kerling, en það nákvæmlega hefur hann gert. Varla annað hægt en að brosa að viðbrögðum þingmannsins.
Sjáið þetta:
Athugasemdir
Sennilega hefur Björn Valur verið búinn að fá sér of mikið í tána þegar hann skrifaði þessa umtöluðu færslu en athyglisvert er að hann hirðir ekki um að biðja styrkjakónginn afsökunar. Ég held að ástæðan sé sú að Steingrímur á hönk uppí bakið á Bjarna Ben fyrir að bjarga Sjóvá og þar með koma í veg fyrir að Engeyingarnir soguðust inní rannsókn á misferlinu með bótasjóðinn. Mín kenning er sú að þarna hafi pólitískt nef Gunnarsstaðabóndans séð lengra en allir aðrir og tryggt líf VG í ríkisstjórn um ókomin ár. Fléttan er sú að Sjálfstæðisflokkurinn mun launa Steingrími greiðann og ef til stjórnarslita SF og VG kemur þá er líklegra að hér verði mynduð ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og VG heldur en SF og Sjálfstæðisflokks. Þetta sjá líka Jóhanna og Össur og þau munu gera allt til að viðhalda þessu stjórnarmynstri. Sexmenningaklíkan hefur því örlög þessarar stjórnar í hendi sér en ekki fýlupúkarnir í Samfylkingunni. Jóhanna mun ekki vilja skila umboðinu til forsetans því enginn vill kosningar. En sennilega verður ESB umsóknin banabiti þessarar stjórnar og ekki Icesave. En það verður ekki fyrr en AGS hefur lokið aðstoð sinni.
Guðlaugur Þór skiptir engu máli. Hann og Þorgerður skjóta bara púðurskotum. Í þeirra pólitíska farteski eru nokkur lík. Hún er með Hraðbrautarhneykslið á bakinu og hann með tengslin við GGE og Glitni og söluna á HS Orku til Magma.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.12.2010 kl. 15:49
Það sem er ámælisvert í tali BVG eru staðhæfingar um að styrkir séu mútur. Hans flokkur og einstakir þingmenn VG hafa þegið styrki. Samkvæmt lögmáli hans eru þeir líka mútuþegar. Hér skipta fjárhæðir engu máli. Það er hægt að gagnrýna styrkina án þess að tala um mútur.
Ágúst Ásgeirsson, 23.12.2010 kl. 17:55
"Hér skipta fjárhæðir engu máli. Það er hægt að gagnrýna styrkina án þess að tala um mútur."
Ágúst, ef ég styrki þig um 25 þúsund krónur, en fyrirtæki, sem gæti átt eitt og annað undir þínum ákvörðunum, setti 25 milljónir í skjóðuna þína. Hvað myndir þú kalla það. Ofurstyrk?
Hvar liggja mörkin á milli styrkja og mútugreiðslna?
Björn Birgisson, 23.12.2010 kl. 18:03
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
"Hvaða heiður hefur stjórnmálamaður að verja sem selur æru sína fyrir 25 milljónir? Kæra frá slíkum manni er sennilega það versta sem hann gerði styrktaraðilum sínum því þá yrði uppljóstrað um þá sem keyptu þennan þingmann og af hverju þeir töldu þessa fjárfestingu svona dýrmæta." segir Jóhannes Laxdal Baldvinsson í athugasemd sem tengist þessari frétt.
Að öllu samanlögðu mun Guðlaugur Þór sjá að kæra í þessu máli mun fyrst og fremst hitta hann sjálfan fyrir.
Hann mun því ekki kæra Björn Val Gíslason.