Gunnar í Krossinum og Imelda Marcos

Á netflakki fann ég þessa skondnu frétt (auglýsingu) frá Gunnari hinum krossfesta forstöðumanni Krossins og eiginkonu hans, markaðsmaskínunni Jónínu Benediktsdóttur. "Fréttin" er á dv.is. 

"Detoxmeðferð Jónínu Ben hefur heldur betur virkað vel á Gunnar eiginmann hennar. Gunnar hefur grennst svo mikið að hann hefur þurft að endurnýja fataskápinn sinn og situr nú uppi með fjölmörg jakkaföt sem eru orðin of stór á hann.

Jónína hefur því gripið til þess ráðs að auglýsa jakkaföt Gunnars til sölu á Facebook-síðu sinni. Sett af jakkafötum hjá hjónakornunum kostar 15.000 krónur og miðað við lýsingar Jónínu á fötunum geta menn í stærð 58 – 60 gert ansi góð kaup.

„Nú er lag að kaupa þýsk jakkaföt í hæsta gæðaflokki, Benevenuto, lítið notuð 58 til 60 í stærð."

20 mismunandi lítið notuð rándýr jakkaföt munu vera til sölu og ágóðinn rennur til góðgerðarmála.

Hver á 20 sett af jakkafötum? Ég á ein og þau eru ekki nýleg!

Þetta minnir eiginlega á skósafnið sem Imelda Marcos átti! Hafði hún þó heila marg milljóna þjóð til að arðræna! Íbúar á Filippseyjum minnast hennar fataskáps og skógeymslna ekki með hlýhug, en líklega hugsa velflestir meðlimir í Krossinum með hlýhug til Gunnars og hafa dáðst að því hve vel hann var til fara á samkomunum. Fínn í tauinu og trúnni! Sannur trúarleiðtogi verður alltaf að vera flottur í tauinu.

Jesús var alltaf í lörfum og hvernig fór fyrir honum? Ekki gat hann leitað til Sævars Karls!

"Gunnar, maðurinn minn, hefur lagt svo af og við þurfum að losa okkur við þessi föt sem passa ekki lengur á hann." segir Jónína.

Jæja, og allt er þetta detox að þakka, eða þannig.

Ætli Gunnar blessaður hafi ekki hrunið niður eftir þyngdarskalanum útaf af einhverju öðru líka?

Frábært hjá þeim hjónum að ætla að gefa andvirði hins risavaxna fataskáps forstöðumannsins fallna til góðgerðarmála.

Til Krossins kannski?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Þú ert æði!

Við skulum vona að Yfirpredikarinn fyrrverandi og hans spúsa, núverandi yfirmaður, komi þessu í lóg, þó svo nokkuð vonlaust sé að finna 20 svona stóra og umfangsmikla menn í einum grænum. Það vill svo vel til að samkvæmt öllu sem þau segjast standa fyrir, eiga þau eftir að ráðstafa þessu á sannkristinn hátt, eða selja og gefa peningana svona sem jólabónus til þeirra sem mest þurfa á þeim að halda. Örlætið lengi lifi?

Bergljót Gunnarsdóttir, 23.12.2010 kl. 19:38

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Þeta fólk gefur engum neitt- afætur á bágstöddu fólki sem á enga að !!!!!!!!!!!!!!!!

Erla Magna Alexandersdóttir, 23.12.2010 kl. 19:40

3 Smámynd: Björn Birgisson

Bergljót, þakka þér kærlega innlitið. Ég óska þér og þínum alls hins besta á komandi dögum. Þakka ágæt samskipti hér á blogginu. Hef fylgst þokkalega vel með skrifum þínum og líkar þau ágætlega. Er annars nokkuð utangátta hér á blogginu. Hálfgerður Gáttaþefur!

Björn Birgisson, 23.12.2010 kl. 20:20

4 Smámynd: Björn Birgisson

Erla Magna, ég get ekki tekið undir færsluna þína, einfaldlega af því að ég þekki ekki nógu vel til þessara mála í neinum smáatriðum. Vona þó að þú hafir rangt fyrir þér, mín kæra! Óska þér og öllu þínu fólki góðra daga framundan. Á jólum á öllum að líða vel. Kærar þakkir fyrir innlitið. 

Björn Birgisson, 23.12.2010 kl. 20:32

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

"Tak, ligeimode" eins og Danskurinn segir, utan þess að ég er langt frá að hafa komist til þess þroska að geta kennt mig við jólasvein. Væri ég svo þroskuð þyrfti hann að heita Bloggfíkill og myndi fara stórum um vefsíður annarra með allskyns útásetningar og leiðindi.

Þess á milli myndi hann auðvitað skrifa skemmtilegustu bloggin. En leiðin er löng og langt í land þar á bæ. Maður getur þó alltaf vonað, það er ekki bannað . En í alvöru, takk, þetta gladdi mig virkilega.

Bergljót Gunnarsdóttir, 23.12.2010 kl. 21:11

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er þetta það sem kallað er að detoxa fataskápinn?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.12.2010 kl. 22:57

7 Smámynd: Björn Birgisson

Líklega, Axel minn Jóhann!

Björn Birgisson, 23.12.2010 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband