Bubbi góður í sælkeraeldhúsinu, en aðallega frábær tónlistarmaður

Eyddi kvöldinu að mestu í undirbúning jólahátíðarinnar. Var með frúnni minni í eldhúsinu. Við eigum yndislega fjölskyldu og hana mun ekkert skorta þessa daga sem framundan eru. Eitt og annað var undirbúið í sælkeraeldhúsi Ingibjargar listakokks.

Annað.

Og allt annað.

Bylgjan var með Bubba í útsendingu og hann hljómaði ágætlega í sælkeraeldhúsinu.

Þvílíkur snillingur sem hann Bubbi er tónlistarlega séð.

Ef Bubbi hefði fæðst sem Kani eða Breti, með alla sína hæfileika, væri hann multimilljóner í dag.

En hann er sannur Íslendingur og því staurblankur, eða svo segja sögurnar.

Ofboðslega er drengurinn flinkur, að spila á sinn gítar og syngja í leiðinni sína meitlaðu texta.

Fyrir mig segi ég:

Takk Bubbi, þú ert verðmætari í mínum huga en álver.

Þín synd er aðeins ein.

Að vera Íslendingur.

Annars værir þú líklega heimsþekktur listamaður.

Að minnsta kosti ekki minna þekktur en Kim Larsen og að öllum líkindum langt um stærra númer.

Takk fyrir Synetu og allt hitt.

Djöfull ertu flottur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Gleðileg jól Björn. Efast ekki um að þú eigir góða fjölskyldu sem þú sinnir vel. Gleðileg jól til ykkar allra.

Silla í Heiðarbæ, Stafnesi.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 24.12.2010 kl. 09:14

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gleðileg jól til þín og þinna kæri vinur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.12.2010 kl. 12:10

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Gleðileg jól Björn minn.

hilmar jónsson, 24.12.2010 kl. 12:38

4 Smámynd: Björn Birgisson

Bestu jólakveðjur til ykkar, Silla og Axel Jóhann!

Björn Birgisson, 24.12.2010 kl. 12:39

5 Smámynd: Björn Birgisson

Takk fyrir og sömuleiðis, Hilmar Jónsson!

Björn Birgisson, 24.12.2010 kl. 12:41

6 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Hann Bubbi er sko flottur og þú líka  Gleðileg jól til þín og fjölskyldunnar.

Bergljót Gunnarsdóttir, 24.12.2010 kl. 13:38

7 Smámynd: Björn Birgisson

Takk Bergljót, sömuleiðis bestu jólakveðjur til þín og þinna!

Björn Birgisson, 24.12.2010 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband