Séra Baldur fundarstjóri

Það var á fundi nokkrum í Reykjanesi við Djúp að séra Baldur Vilhelmsson í Vatnsfirði var fundarstjóri. Kona úr einhverju ráðuneyti í Reykjavík var mætt á staðinn og hélt hún langa tölu yfir Djúpmönnum. Hún talaði og talaði án afláts og án þess að fundarmenn vissu almennilega um hvað hún væri að tala!

Fundarstjórinn var búinn að fara margar hringferðir um salinn, eins og hans hefur gjarnan verið háttur á samkomum, einkum á fyrri árum. Setur hann þá oftlega upp sólgleraugu, en tekur þau jafnharðan ofan aftur.

Kom svo að honum leiddist  málþófið og greip hann fram í fyrir ráðuneytisvalkyrjunni að sunnan, svo segjandi:

Tíminn líður líka hér á Vestfjörðum, góða mín, eins og annars staðar!

Ræðuhöld konunnar urðu ekki öllu lengri á þessum fundi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Það var á landnámshátíðinni í Vatnsfirði á Barðaströnd 1974 að Baldur ætlaði að gifta par við messu sem Sunnukórinn söng við. Parið var klætt í lopapeysur. Kórstjóranum Ragnari H. þótti klæðnaður parsins ekki viðeigandi og tjáir Baldri að hann sé á brott með kórinn ætli hann gifta parið svona klætt. Baldur óskaði þegar eftir því að jörðin rifni undir fótum Ragnars svo opið Helvíti blasi við og Skrattinn teigi krumlu sína og taki Ragnar H.

Ég, unglingur, beið þess sem verða vildi. Mér til nokkurs léttis var Baldri ekki að ósk sinni.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 26.12.2010 kl. 17:02

2 Smámynd: Björn Birgisson

Kristján Sigurður, kærar þakkir fyrir þessa sögu!

Björn Birgisson, 26.12.2010 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 602569

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband