26.12.2010 | 21:56
Lofa skal það sem lofs er vert
Nú ber að þakka. Nú ber að lofa. Nú ber að brjóta þá odda af oflætinu, sem til staðar eru og hafa verið lengi.
Núna, skömmu fyrir klukkan tíu, á öðrum degi jóla, erum við hjónin alsæl að ganga frá matarboði kvöldsins.
17 gestir nutu alls hins besta úr sælkeraeldhúsi Ingibjargar minnar.
Börnin okkar, makar þeirra, barnabörn og fylgifiskar ýmis konar. Eins og gengur í teygjufjölskyldum nútímans og samtímans.
Yndislegt fólk. Frábærir gestir í kotinu okkar hjóna.
Tvennt vil ég lofa, og lofa vel í þessu samhengi.
1) Þann sem fann út hvernig ætti að búa til börn, með hóflegri tilraunastarfsemi og æfingum.
2) Þann sem fann upp uppþvottavélina.
Gleðilega rest!
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðar jólakveðjur til þín og þinna fylgifiska.
Kári go hans fylgifiskar.
K.H.S., 26.12.2010 kl. 22:29
Takk, Kári minn!
Björn Birgisson, 26.12.2010 kl. 23:05
Fátt er betra, skemmtilegra og uppbyggilegra en góður fjölskyldu- og vinafundur.
Hvað uppfinningu uppþvottavélarinnar snertir, þá fá foreldrar mínir það hrós á þessu heimili, því hér heitir uppþvottavélin Axel Jóhann og hefur dugað býsna vel, þótt á sextugsaldrinum sé.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.12.2010 kl. 23:06
Axel Jóhann, þú ert yndislegur! Hvernig kæmist ég af án þín og þinna skoðana? Gleðilega rest minn kæri!
Björn Birgisson, 26.12.2010 kl. 23:12
Takk sömuleiðis, kæri vinur.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.12.2010 kl. 23:18
Mín uppþvottavél gafst upp daginn fyrir Þorláksmessu. Viðgerðarmaður sem kom á Þorláksmessu gafst líka upp. Tilvonandi uppvaskari jólanna, ég, gafst ekki upp, og tókst að losa stíflu úr affallinu eftir langa mæðu. Þar af leiðandi upplifði ég eins og þú Björn minn alveg yndislegt 30 manna fjölskylduboð, en ég er víst útsæðiskartaflan sem og eldaði matinn á stórt hlaðborð, án þess að hafa nokkrar áhyggjur af uppvaskinu og tiltektum. Við gerðum þetta, að ég held með sóma, ég og vélin.
Bergljót Gunnarsdóttir, 27.12.2010 kl. 13:19
Gott að heyra, Bergljót. Bestu kveðjur!
Björn Birgisson, 27.12.2010 kl. 14:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.