Næsta svar á Sanskrít?

"Cogito ergo sum" sagði Atli Gíslason og vildi sem minnst segja eftir það, um ágreininginn innan VG um fjárlagafrumvarpið."

"Ég hugsa, þess vegna er ég."

Þess vegna er ég hvað?

Hugsandi maður?

Á leiðinni úr VG kannski?

Á leiðinni af þingi kannski?

Á leiðinni til sátta í ormagryfju þingflokksins?

Hér er verið að ræða framtíð ríkisstjórnarinnar og þá svarar sumt fólk bara með einhverju bulli.

Kannski svarar Atli Gíslason næst á Sanskrít! 


mbl.is Ummæli Lilju eðlileg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Meira andskotans bullið með þetta fólk. Alvöru vinstra fólk er búið að fá upp í kok af Lilju og Atla.

Þetta er fólkið ásamt Árna Páli og Össuri sem hafa eyðilagt meira fyrir þessari stjórn en fólk áttar sig á í fljótu bragði.

Djöfuls rugl......

hilmar jónsson, 28.12.2010 kl. 14:45

2 Smámynd: Björn Birgisson

Svona, svona!

Björn Birgisson, 28.12.2010 kl. 14:46

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Það er ekkert svona svona Björn. Nú er komið að því að annað hvort pakka saman eða standa í fæturnar.

Og það er nokkuð ljóst að stjórnin mun aldrei geta staðið í fæturnar með þetta fólk innanborðs. Málið er ekkert mikið flóknara en það....

hilmar jónsson, 28.12.2010 kl. 15:01

4 Smámynd: Björn Birgisson

Er ekki verið að klappa Framsókn eitthvað?

Björn Birgisson, 28.12.2010 kl. 15:02

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Ég gæti ælt............

hilmar jónsson, 28.12.2010 kl. 15:04

6 Smámynd: Björn Birgisson

Hélt að þér væri löngu batnað!

Björn Birgisson, 28.12.2010 kl. 15:10

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Ef svo mikið sem 1 þingmaður úr Framsóknarlúðaflokknum kemur inn í ríkisstjórn, mun mínum stuðningi lokið.

hilmar jónsson, 28.12.2010 kl. 15:12

8 Smámynd: Björn Birgisson

Þú ert nú líklega ekki einn um þessa skoðun. Ég held að í raun sé ríkisstjórnin fallin. Eins atkvæðis meirihluti. Hvað svo þegar skákdrottningin mætir til leiks að nýju með sín eitruðu peð?

Björn Birgisson, 28.12.2010 kl. 15:22

9 Smámynd: hilmar  jónsson

Sennilega rétt Björn. Formsatriði að ganga frá jarðaförinni.

Völva Dv hefur sennilega mikið til síns máls þewgar hún spáir að hér muni ríkja styrjaldarástand eftir áramót.

hilmar jónsson, 28.12.2010 kl. 15:30

10 Smámynd: Björn Birgisson

Ég held að árið 2011 verði yndislegt. Nóg að blogga um!

Björn Birgisson, 28.12.2010 kl. 16:52

11 Smámynd: Sigurður Antonsson

Mikið púsluspil í gangi. VG hefur unnið sér inn mörg prik hjá óstöðugum með ýmsum látbragsleikjum. Allt á kostnað samstarfsflokksins. Ekki að vita nema allt springi upp í loft fyrir áramót fari svo fram sem horfir. Ögmundur er í dag á RÚV að ráðleggja sínu fólki að fela eldfærin fram yfir áramót.

Sigurður Antonsson, 28.12.2010 kl. 17:15

12 Smámynd: Björn Birgisson

Stjórnin er nú eins og risavaxinn Kínverji. Ef einhver fer að fikta með eldfæri of nærri henni, springur hún í loft upp, sem þýðir að hér verður ekki mynduð vinstri stjórn fyrr en í lok þessarar aldar! Maður fylgist þá bara með að ofan eða .............

Björn Birgisson, 28.12.2010 kl. 17:23

13 Smámynd: Sigurður Antonsson

Veit ekki hvað Atli hefur verið að hugsa þegar hann yfirgaf bátinn á örlagastundu,  " þeir hæfustu lifa af" átti víst Descartes við. Líklega er best að sleppa latínunni og halda kínversk jól.

Sigurður Antonsson, 28.12.2010 kl. 18:08

14 Smámynd: Björn Birgisson

Búmmmmmm! ............. og att bú, eins og börnin segja!

Björn Birgisson, 28.12.2010 kl. 18:12

15 Smámynd: Sigurður Antonsson

"Örtröð vegna fyrirframgreiðslu arfs. Öll eyðublöð búin." sagði fréttaþulurinn. Völvan spáir því að Lilja taki við. Spursmálið er hvor menn séu farnir að taka forskot á Sæluna. Þetta er víst ekki gamanmál lengur.

Sigurður Antonsson, 28.12.2010 kl. 18:58

16 Smámynd: Björn Birgisson

Sigurður, þetta með arfinn og skattinn. Það er þó nokkur munur á 5% og 10%. Annars skilst mér að skattprósentan miðist við dánardægur arfleifanda.

Völvan hefur sýnt að hún er arfavitlaus og sér ekki fram fyrir nefið á sér, hvað þá fyrir horn eða fram í tímann.

Þú værir miklu betri í að spá fyrir um atburði næsta árs. Að ég nefni nú ekki sjálfan mig!

Björn Birgisson, 28.12.2010 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband