28.12.2010 | 16:04
Norræni borgaraflokkurinn, forvitnileg tilraun á hægri vængnum
Af augljósum ástæðum hefur Morgunblaðið engan sérstakan áhuga á stofnun Norræna borgaraflokksins og fjallar því lítið um málið. Áhuginn er miklu meiri á DV. Þar birtist þetta viðtal við Guðbjörn Guðbjörnsson:
Mér hefur sárnað sú umræða að sjálfstæðismenn hafi allir þegið mútur eða stöður. Það eru líka til heiðarlegir sjálfstæðismenn sem eru andsnúnir spillingu," segir Guðbjörn Guðbjörnsson, sem stendur að stofnun nýs hægri flokks.
Guðbjörn sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum í haust þegar samþykkt var á landsfundi flokksins að draga skildi umsókn að Evrópusambandinu til baka.
Hann er í burðarliðnum og ekki spurning um hvort heldur hvenær við komum fram með flokkinn. Við höfum verið að hittast síðan á síðasta landsfundi og þetta er fólk úr öllum áttum. Stefnuskráin er tilbúin en við getum ekki skýrt frá henni í einstökum atriðum eins og er," segir hann.
Guðbjörn segir nýja flokkinn vera hagsmunaaðila borgaranna og vinnandi fólks. Það er gömul hugsun að einblína bara á verkafólk og öryrkja. Obbinn af þjóðinni, hin vinnandi stétt hefur gleymst hjá stjórnvöldum og á í raun engan fulltrúa á þingi," segir hann og bætir við að á Íslandi séu stjórnmálin handónýt.
Þetta verður hófsamur hægriflokkur sem er líkur borgaralegu norrænu flokkunum. Við viljum skapa atvinnu og fara í virkjanir en þó ekki með neinu offorsi. Við viljum halda áfram vestrænu samstarfi og við NATÓ. Við teljum að við eigum að halda aðildarviðræðum um inngöngu í ESB áfram og sjá hvernig samning við fáum. Upp úr því á þjóðin að fá að kjósa um samninginn. Við erum andsnúin spillingu og viljum faglega stjórnsýslu."
Hann segir að hann hafi fengið mjög góð viðbrögð við þessu nýja afli á hægri væng stjórnmálanna. Ég vil taka það fram að ég stofna ekki flokkinn fyrir sjálfan mig og mun stíga til hliðar um leið og einhver kemur fram sem vill stýra honum. Þetta snýst ekki um mig heldur stefnumálin. Það vantar einfaldlega heiðarlegan og óspilltan miðjuflokk með hægri slagsíðu," segir Guðbjörn. (dv.is)
Sjálfstæðisflokkurinn átti svolítið bágt þegar Borgaraflokkurinn var stofnaður árið 1987, í kjölfar brottreksturs Alberts heitins Guðmundssonar úr embætti iðnaðarráðherra vegna meintra tengsla hans við Hafskipsmálið.
Í kosningunum 1987 náði Borgaraflokkurinn 7 þingmönnum og ekki þarf að efast um að fylgi sitt sótti hann að miklum hluta á hægri vængnum. Til gamans má rifja upp hverjir settust á þing fyrir Borgaraflokkinn:
Albert Guðmundsson, Ingi Björn Albertsson, Guðmundur Ágústsson, Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Júlíus Sólnes, Hreggviður Jónsson og Óli Þ. Guðbjartsson.
Ætli eitthvað álíka sé í stöðunni nú með stofnum Norræna borgaraflokksins? Gæti hann náð 5 til 10 mönnum inn á þing?
Þess má geta hér að í kosningunum 1983 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 23 menn kjörna, en aðeins 18 menn í kosningunum 1987.
Hefur nú 16 þingmenn og nánast engin völd! Nú er hún Snorrabúð stekkur!
Í sambandi við Norræna borgaraflokkinn er ekki hægt að útiloka neitt.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta framboð er andvana fætt. Ástæðan? Ekki snefill af leiðtogahæfileikum.
Hörður Sigurðsson Diego, 28.12.2010 kl. 16:39
En ef þú gengur í flokkinn, Hörður minn?
Björn Birgisson, 28.12.2010 kl. 16:49
Ég er að stofna minn eiginn flokk, Stjórnmálaflokk Reykjavíkur og nágrennis.
Hörður Sigurðsson Diego, 28.12.2010 kl. 17:21
Annars finnst mér athyglisvert að þessi nýi norræni flokkur skuli hafa það stefnumál að vera á móti spillingu. Það er alla vega nýtt.
Hörður Sigurðsson Diego, 28.12.2010 kl. 17:29
Er Grindavík í nágrenninu? Fæ ég að vera með?
Björn Birgisson, 28.12.2010 kl. 17:37
Já, ég sá þetta líka með spillinguna. Íslendingar elska hana, svo þetta ákvæði dregur að öllum líkindum úr möguleikum flokksins!
Björn Birgisson, 28.12.2010 kl. 17:40
Sæll Björn.
Þessi ESB sinnaða flokksnefna hans Guðbjörns er byggð á sandi.
Aðeins 19% íslendinga telja að ESB aðild myndi verða þjóðinni til gagns, það er ekki stór hópur,
Samfylkingin hefur tapað meira en 30% af fylgi sínu síðan þeir mörðu ESB umsóknina í gegn á Alþingi.
Þessi hreinræktaði hægri ESB aftaníossa flokkur Guðbjörns Guðbjörnssonar á því ekkert upp á dekk að gera.
Alveg sama hvað þeir hafa önnur góð mál á stefnuskránni. ESB daður þeirra mun fæla fólk í stórum stíl frá flokknum.
Ef eitthvað er þá slíta þeir aðeins einhver atkvæði af hríðfallandi Samfylkingunni og kannski örfáa af Sjálfstæðisflokknum en það verður ekki mikið. Því andstaðan við ESB hefur stórharðnað meðal ´stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins og einnig annarra flokka og líka þeirra sem engan flokk styðja.
Kannski ná þeir að fá stóra fjárstyrki frá ESB Elítunni fyhrir að vera hreinræktaður ESB aftaníossa flokkur, þeir hafa alla vegan lýst sig reiðubúna að bera mikið fé á þá swem hafa rétttrúnað ESB elítunnar á hrinu, en ég held að það skili þeim litlu þegar upp er staðið.
Guðbjörn á bara að syngja fyrir fólk og vera svo tollvörður þess á milli, hann er nú á miklum villigötum staddur !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 28.12.2010 kl. 19:22
Mér líkar bara vel við þetta framtak Guðbjörns o.fl. Aldrei að vita nema ég styðji þennan flokk, - nema ég sættist almennlega við minn flokk!!
Svavar Bjarnason, 28.12.2010 kl. 19:30
Gunnlaugur, takk fyrir þetta. Tíminn einn mun leiða í ljós hvort Norræni borgaraflokkurinn nær einhverri fótfestu. Það verður ekki ákveðið á þessari bloggsíðu, svo mikið er víst!
Björn Birgisson, 28.12.2010 kl. 19:31
Svavar, alltaf fúlt að vera ósáttur, en þó gott að hafa aðra valmöguleika ef fýlan verður viðvarandi!
Björn Birgisson, 28.12.2010 kl. 19:33
Það verður áhugavert að fylgjast með framhaldinu hjá NB. Norræni íhalds(hægri)flokkurinn og Frjálslyndir demókratar ætla víst að ganga í eina sæng með þeim. Mér finnst líka merkilegt hvað þeir eru góðir við að vekja á sér athygli. Ekki man ég til þess að Samtök Fullveldissinna né Hægri Grænir hafi fengið þvílíka athygli, þótt einhver hafi hún verið. Annars vona ég að þeim gangi vel í sínu starfi.
Axel Þór Kolbeinsson, 29.12.2010 kl. 11:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.