Orðvör og skynsöm þingkona

„Ég get aðeins talað fyrir mig – því nú hefur þingflokkurinn ekki komið saman síðan fyrir jól – en ég tel að það beri alltof mikið í milli hjá Framsóknarflokknum og ríkisstjórninni til þess að það sé hægt að ná samkomulagi í lykilmálum." er haft eftir Vigdísi Hauksdóttur þingkonu Framsóknar í fréttinni.

Hin orðvara og skynsama Vigdís Hauksdóttir klikkar ekki á smáatriðunum.

Það ber allt of mikið í milli. Er það ekki?

En samt kemur þetta:

„Ég myndi setja það sem skilyrði að hrunráðherrarnir tveir, Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir, hyrfu af vettvangi og þar af leiðandi Steingrímur J. Sigfússon jafnframt, því þetta eru þeir þrír dragbítar sem hvíla yfir ríkisstjórninni."

Ef þau þrjú láta sig hverfa, ber auðvitað minna á milli, svona málefnalega séð!

Það er sem ég segi, hin orðvara og skynsama þingkona Framsóknar Vigdís Hauksdóttir klikkar ekki á smáatriðunum.


mbl.is Misvísandi skilaboð um samstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Vigdís er óborganleg!

Oft athygli Vigdís vekur
ei von er að kárínum linni
Því hún er með haus sem lekur
og handónýtt innra minni

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.12.2010 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband