29.12.2010 | 14:06
Lilja ætlar að enda árið með stæl
Enn er Lilja Mósesdóttir í sviðsljósinu. Hún virðist ætla að enda árið með stæl. Hún er greinilega búin að ákveða að yfirgefa þingflokk Vinstri grænna.
Ef Lilja stígur það skref og yfirgefur flokkinn sinn þá á hún að hverfa af þingi og kalla inn sinn varamann.
Það er afar óeðlilegt að þingmenn geti valsað á milli flokka, eða gerst óháðir, eins og margoft hefur gerst.
Þráinn Bertelsson er síðasti flokkaflakkarinn á Alþingi. Kjósendur Borgarahreyfingarinnar voru hreint ekki að styrkja þingflokk VG með sínu atkvæði.
Ekkert ólöglegt við þetta, en siðleysið er algjört gagnvart kjósendum.
Er Kolbrún Halldórsdóttir kannski að verða þingmaður að nýju?
Lilja rifjar upp orð Steingríms um AGS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þá væri þessi leikur til lítils. Hún er með tromp á hendi og það er möguleiki að ESB dæmið verði dregið til baka svo bara krossum fingurnar fyrir það. X -út ESB.
Valdimar Samúelsson, 29.12.2010 kl. 14:35
Hver hefur farið þá leið, þegar hann skiptir um flokk?????? Síðasta dæmið sem við höfum er Þráinn Bertelsson. Er hann kannski undantekning vegna þess að hann gekk í VG??????
Jóhann Elíasson, 29.12.2010 kl. 14:59
Jóhann, mér vitanlega hefur enginn farið þessa leið. Að mínu mati ættu allir flokkaflakkarar að fara hana. Annað er vanvirðing við kjósendur.
Björn Birgisson, 29.12.2010 kl. 15:03
Blessaður Björn.
Ég skynja neista á milli þín og Lilju.
Hvað segir konan við því???
Kveðja í Grindavíkina.
Ómar Geirsson, 29.12.2010 kl. 15:05
Jú auðvitað er þetta eitthvað sem stjórnmálamenn eiga að gera en verður seint.
Þeir sem kusu Bhr.hafa a.m.k verið vel sviknir
Óðinn Þórisson, 29.12.2010 kl. 15:07
Sæll, Ómar, hún les ekki bloggið!
Kveðja austur.
Björn Birgisson, 29.12.2010 kl. 15:14
Óðinn, ég hef alla tíð verið þessarar skoðunar. Það er til dæmis fáránlegt að þeir sem studdu Þráinn Bertelsson með atkvæði sínu standi nú frammi fyrir þeirri staðreynd að hafa styrkt þingflokk VG! Þeir voru ekki að gera það í kjörklefanum!
Björn Birgisson, 29.12.2010 kl. 15:19
Ég er þér alveg sammála þarna en því miður vilja þessir "hottintottar", sem eru á þingi, fara aðra leið...............
Jóhann Elíasson, 29.12.2010 kl. 15:56
Lilja mun enda í Hreyfingunni en Hreyfingin mun hægt og örugglega lognast útaf. Farið hefur fé betra....
hilmar jónsson, 29.12.2010 kl. 18:36
Það grætur enginn þessa stjórn. Hún VERÐUR að fara af jafn augljósum ástæðum og það VERÐUR að reita arfa til að blómið sem vex í skugga hans fái notið sólskins og regns án þess hann ræni það því, og vaxið og dafnað.
Ríkisstjórnin er sem vampíra á Íslensku þjóðinni, sýgur hana sem naðra, sem arfi blóm. Hún byrgir henni sólarsýn með hræðsluáróðri (MUNIÐ ÞIÐ EFTIR LYGUNUM UM AÐ VIÐ YRÐUM AÐ SAMÞYKKJA ICESAVE 1 ANNARS FÆRI ALLT ILLA?????!!!!!!!!!!! EINHVER FEGINN AÐ HAFA EKKI TRÚAÐ ÞEIM OG LOSNAÐ VIÐ HUNDRUÐI MILLJARÐA Á ÞVÍ AÐ BÍTA EKKI Á AGNIÐ!!!!?ÓFYRIRGEFANLEGAR LYGAR OG FÖÐURLANDSSVIK!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!) Hræðsluáróður sinn stundar hún skammlaust líkt og forhertur glæpamaður fyrir elstu mafíur heims, fyrrum heimsveldin sem hafa blóðsogið Afríku og halda henni enn í skuldafangelsi og eru helsta orsök ævarandi fátæktar þar.
Við höfum tvo valkosti: DEYJA eða LOSNA VIÐ RÍKISSTJÓRNINA STRAX!!!!!!!!!!!!!!!!!
HRINGJUM INN BYLTINGUNA!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 03:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.