30.12.2010 | 18:23
31,5% miklu áhrifameiri tala en 60,9%?
"Öðrum ritstjóra Morgunblaðsins, Davíð Oddssyni, kemur verulega á óvart hversu mikil áhrif Morgunblaðið hafi en um það tjáir hann sig í áramótablaði Viðskiptablaðsins sem komið er út.
Þar segir ritstjórinn að þau áhrif séu verulega mikið meiri en hann hafi sjálfur trúað en það fari þó eftir því hvernig blaðið sé skrifað hverju sinni.
Sú skoðun ritstjórans er þó á skjön við lestur blaðsins því samkvæmt síðustu birtu fjölmiðlakönnun Capacent mældist lestur á Morgunblaðið 31,5 prósent í október á þessu ári og hefur aldrei nokkurn tímann mælst minni.
Í áramótablaði DV er Steingrímur J. Sigfússon spurður út í Morgunblaðið og segir þar að nóg sé að lesa það blað í tíunda hvert skipti enda séu þar sömu skrifin aftur og aftur." (eyjan.is)
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þó 60,9% lesi Fréttablaðið er ekki þar með sagt að nokkurt einasta prósent taki nokkurt mark á blaðinu og þar með er það algerlega áhrifalaust.
Svo er nú ekki hægt annað en að skellihlæja að valinu á "álitsgjafanum" sem vitnað er til.
Axel Jóhann Axelsson, 30.12.2010 kl. 18:54
Axel minn, í þessari færslu er ekkert frá mér annað en fyrirsögnin. Aldrei slíku vant. Vildi bara vekja athygli á þessari frétt Eyjunnar eftir sjálfshólið úr Hádegismóum.
Stenst ekki freistinguna sem þú baust upp á:
Þó 31,5% lesi Morgunblaðið er ekki þar með sagt að nokkurt einasta prósent taki nokkurt mark á blaðinu og þar með er það algerlega áhrifalaust.
Ég hef keypt Moggann í um 35 ár, en Fréttablaðið sé ég kannski einu sinni í mánuði, fyrir einhverja tilviljun.
Björn Birgisson, 30.12.2010 kl. 19:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.