Hamingjuóskir við hæfi til Lilju Mósesdóttur

"Hlustendur Útvarps Sögu völdu Lilju Mósesdóttur alþingismann Vinstri grænna mann ársins 2010."

Ég hef svona af og til kíkt á kannanir sem Útvarp Saga gerir á netinu og það verð ég að segja sem mitt álit að flestar niðurstöðurnar eru í mínum augum algjör markleysa og í besta falli hlægilegar.

Hef lúmskan grun um að niðurstöðum sé hagrætt í pólitísku ofsóknarskyni, en það verður að vera óstaðfestur grunur áfram. Það var til dæmis alveg tær snilld og bráðfyndið þegar nýstofnaðir Hægri-Grænir mældust þar með langt yfir 30% fylgi! Á sama tími vissi nánast enginn af flokknum!

Þessi könnun var víst meingölluð innhringikönnum að einhverra mati. Sama fólkið hékk á línunni dögum saman, eins og það hefði ekkert betra að gera. Rétt eins og námamennirnir í Chile héngu í námunni sinni og komust hvergi! Ekki hringdu þeir þó í Sögu!

Mér er slétt sama um þessa útvarpsstöð og hlusta aldrei á hana. Nægir alveg að heyra orðróminn sem um hana gengur!

Röðin hjá Sögu varð þessi:

  1. Lilja Mósesdóttir, alþingismaður
  2. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands
  3. Þórður Guðnason, björgunarsveitarmaður
  4. Jón Gnarr, borgarstjóri
  5. Vigdís Hauksdóttir, alþingismaður

Að sjá Vigdísi Hauksdóttur í fimmta sæti er nánast alveg brjálæðislega fyndið því það var verið að kjósa mann ársins, en ekki aula eða afglapa ársins!

Einhverjir hafa misskilið kosninguna illilega! Cool

Í gær valdi ég mann ársins, séð frá mínum sjónarhóli. Sú færsla var svona:

Nú eru allir á fullu í því að vega og meta líðandi ár. Margt er vegið og metið og léttvægt fundið, annað hefur meiri vigt eins og gengur. Sumir menn, reyndar margir menn, eru bara loftbólur í mannlífinu og þungavigtarmenn eru öllu færri. Hvað andlegt atgervi áhrærir allavega. Margir vigta þó drjúgt í fallþunga, þótt heilinn sé að mestu lamaður.

Maður ársins 2010 er tvímælalaust Steingrímur J. Sigfússon.

Honum hefur tekist á undraskömmum tíma að skjáskjóta sér fram hjá flestum stefnumálum flokks síns, enda flest hver þröngsýn og leiðinleg og eiga lítið erindi við þjóðina hnípnu hér norður við Ballarhaf. Þetta veit Steingrímur, enda maður með langa reynslu í stjórnmálum.

Honum hefur tekist að stórlækka Icesave skuldina, svo nemur kannski hundruðum milljarða flotkróna. Reyndar með smá hjálp frá forsetanum, þjóðinni og hinni glórulausu stjórnarandstöðu. Það munar um minna fyrir staurblankan og skröltandi ríkisbaukinn. Gott mál.

Þá hefur honum tekist að kljúfa flokkinn, sem var nánast hans eingetna afkvæmi, í herðar niður, þannig að nú fer þjóðin aftur að eignast 3-7% alvöru kommaflokk, eins og flest okkar, sem komin erum til efri ára, munum svo vel eftir að hafa alist upp með. Samfylkingin mun éta upp restina af VG tertunni og skyndilega verða jafnaðarmenn á Íslandi stór flokkur, rétt eins og á hinum Norðurlöndunum. Þökk sé Steingrími.

Ýmis önnur afrek hefur Steingrímur unnið á árinu. Hann er dugnaðarforkur, í fínu formi og til mikilla afreka líklegur í framtíðinni.

Bara spurning hverjum líkar við afrekin.

Steingrímur J. Sigfússon er tvímælalaust maður ársins.


mbl.is Lilja maður ársins á Útvarpi Sögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Karl

Hvar eru efnislegu svörin, Lilja?

Árni Þór Sigurðsson, lagði fram ansi ítarlegt andsvar við yfirlýsingunni, þar sem hann gerir heiðarlega tilraun til að svara gagnrýni þremenningana málefnanlega.  Lilja svaraði í fyrradag að orð hans kæmu sér “á óvart” en sagði jafnframt að þau myndu svara efnislega “á morgun“, þ.e. í gær, miðvikudag. Ég hef ekki séð þessi efnislegu svör enn.

Einar Karl, 30.12.2010 kl. 20:54

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Á Útvarp sögu var val ársins útfært af mikilli innlifun og með tónlistaratriðum eins og hér væri um að ræða magnþrungna og hátíðlega fegurðasamkeppni. Það er alltaf gaman að upplifa skrautsýningar og ákveðið tilstand þarf stöðin að hafa fyrir sína áheyrendur. Það er vel hægt að una þeim við þessa leiksýningu. Stöðin þarf að yfirbjóða til að ná athygli. Mörg góð viðtölin á stöðinni, hressilegar raddir af landsbyggðinni. Annars mest sama tóbakið.

Áhrifamikið er bjölluhljóðið þegar peningarnir rata í kassann eftir viðeigandi erfiði. Dæmigert fyrir einkafyrirtæki sem verða að stunda samkeppni við "Tax free fyrirtækin". Þau sem aldrei borga lánin eða sækja peningana til almennings með boðvaldi og krókaleiðum.

Sigurður Antonsson, 30.12.2010 kl. 21:51

3 Smámynd: Björn Birgisson

Þakka ykkur innlitin góðu piltar.

Björn Birgisson, 30.12.2010 kl. 22:57

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Árni Þór Sigurðsson getur ekki gert heiðarlega tilraun til eins eða neins, til þess er hann of óheiðarlegur.

Jóhannes Ragnarsson, 30.12.2010 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband