Er æra blaðamanna metin eftir því hver á í hlut?

Páll Vilhjálmsson er einn duglegasti bloggarinn á Moggablogginu. Vinsæll og mikið lesinn, enda góður penni og fundvís á skemmtilega vinkla, það er vinkla sem hann "velur" að fjalla um.

Góðir blaðamenn eiga að gæta hlutleysis. Segja fréttirnar eins og þær eru, en halda eigin skoðunum fjarri og til hlés. Vel má vera að annað gildi um bloggfærslur blaðamanna. Efast þó um það. Starfsheiðurinn er alltaf að veði. Hlutleysi blaðamanna verður að vera óumdeilt.

 

Páll  Vilhjálmsson ofurpenni og bloggari kynnir sig á eftirfarandi hátt á síðunni sinni:

Páll Vilhjálmsson

Páll Vilhjálmsson

Höfundur er blaðamaður. Ekki-Baugsmiðill.
Ekki-Baugsmiðill! Annað er ekki tekið fram. Er hann þá miðill einhvers annars en Baugs? Hvers þá?
Í Páls sporum hefði ég ritað eitthvað í þessa veru:
Algjörlega óháður blaðamaður og engum háður í skrifum mínum.
Í færslu í dag minnist Páll á æru blaðamanna, stéttarbræðra sinna og systra.
Því langar mig að spyrja:
Hvar starfar Páll Vilhjálmsson sem blaðamaður?
Hverjum glymur æra Páls Vilhjálmssonar hæst í linnulausum níðskrifum hans um núverandi Ríkisstjórn Íslands í heild sinni, eða einstaka ráðherra hennar?
Ætti ekki pilturinn sá að sleppa titlinum "blaðamaður" úr kynningunni á sjálfum sér, stéttarbræðrum og systrum sínum til auðveldunar í "hlutlausum" störfum sínum?
Páll Vilhjálmsson er ekki hlutlaus frá morgni til kvölds hér á Moggablogginu.
Hvenær er hann þá alvöru blaðamaður?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Einn leiðinlegasti bloggarinn sem hægt er að grafa upp. Vinklarnir: Baugur og Jóhanna.

hilmar jónsson, 30.12.2010 kl. 23:24

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Takk fyrir góðar kveðjur. Karl Marx var blaðamaður og verður seint sakaður um hlutleysi, Gunter Wallraff jafnframt. Á Norðurlöndum Jan Guillou og Jens Björneboe, báðir blaðamenn en hvorugur hlutlaus.

Þar með er ekki sagt að hlutlausir blaðamenn séu ekki til, þótt hlutlægir sé kannski betra orð. 

Það eru til ýmsar hefðir í vestrænni blaðamennsku. Ísland hefur lagt drög að einni sem ekki er til eftirbreytni og heitir baugsblaðamennska.

Páll Vilhjálmsson, 30.12.2010 kl. 23:36

3 identicon

Það er alveg hárrétt hjá þér Björn að Páll Vilhjálmsson er einhver al vinsælasti bloggarinn hér á Mbl.is, það hafa allar kannanir sýnt svart á hvítu. 

Enda mjög vel ritfær og vel glöggur á þjóðmálin. Hann stendur alveg undir sjálfum sér og til aðgeiningar frá öðrum sem eru það ekki,en taka það ekki fram að þá er hann ekki á launaskrá Baugs eða neins af þeirri klíku.

Hann þarf ekkert að kynna sig neitt frekar.  Fólk veit að Páll Vilhjálmsson fer ekki troðnar slóðir en hann stendur fyrir jafnrétti og réttlæti og einörðu sjálfstæði og þjóðfrelsi íslensku þjóðarinnar.

Þarf eitthvað frekari vitnana við um Pál Vilhjálmsson ofurbloggara og óháðan blaðamann.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 23:40

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Skyldi þetta vera mjög nákominn ættingi Páls í kommenti 3 ?

hilmar jónsson, 30.12.2010 kl. 23:50

5 Smámynd: Björn Birgisson

Páll Vilhjálmsson er mættur með svar sem er ekkert svar. Aulalegur útúrsnúningur. Ekkert annað.
Eg spyr aftur:
Hvar starfar Páll Vilhjálmsson sem blaðamaður?
Hverjum glymur æra Páls Vilhjálmssonar hæst í linnulausum níðskrifum hans um núverandi Ríkisstjórn Íslands í heild sinni, eða einstaka ráðherra hennar?
Ætti ekki pilturinn sá að sleppa titlinum "blaðamaður" úr kynningunni á sjálfum sér, stéttarbræðrum og systrum sínum til auðveldunar í "hlutlausum" störfum sínum?
Er ekki boltinn kominn til Blaðamannafélags Íslands?
Vill sá félagsskapur skrifa upp á hvað sem er?
Getur hvaða viðrini sem er kennt sig við Blaðamannafélag Íslands, ausandi níði í allar áttir, án allra raka, dundandi við það alla daga vikunnar, frá morgni til kvölds?
Ef Blaðamannafélag Íslands samþykkir slíkar gjörðir, ber að leggja félagið niður. 

Björn Birgisson, 31.12.2010 kl. 00:42

6 identicon

Það hlítur að vera óskaplega fínn pappír sem er ekki-Baugsmiðill og finnst hann eiga heima í sömu línu og Günter Wallraff og Jan Guillou. Ekkert smá!

Hulda (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 00:54

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Sumir eru með löggu complexa aðrir með blaðamanna complexa...Skondið.

hilmar jónsson, 31.12.2010 kl. 01:41

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Skál Björn, núna er klukkan rúmlega miðnætti, og tími sátta og manngæsku runnin upp.

Njóttu þess að við erum ekki öll eins i skrifum okkar, heimurinn væri til dæmis litlausari, sem næmi jafnvel rúmlega einum lit í regnboganum, ef þú værir eins og Páll.

Þú heggur, leyfðum öðrum að höggva, allavega í dag.

Árið Björn minn, árið, megi puttar þínir gleðja þjóð okkar á nýju ári líkt og þeir gerðu á því sem er að enda.  

Í dag slíðra menn sverðin.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.12.2010 kl. 01:42

9 Smámynd: Björn Birgisson

Ómar Geirsson, takk fyrir þetta. Þína skál! Mér vitanlega er enginn tími manngæsku og sátta runninn upp, þótt áramót séu framundan.

Vissulega hegg ég, þegar mér finnst ástæða til og verð því að taka höggum á móti eins og sönn heybrók!

Mínir puttar eru ekki til þess fallnir að gleðja þjóðina. Í besta falli nýtanlegir til að strjúka hundspottinu hans Árna sonar míns og Sólveigar.

Sækjast sér um líkir. Númi Geir er þó öllu ljótari en ég.

En 100 sinnum betri hundur en ég get nokkru sinni orðið!

Kveðjur til þín!

Björn Birgisson, 31.12.2010 kl. 02:06

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Jú, Björn, núna á ég afmæli, og upplifi ekkert annað en sátt og samlyndi, þó mættu fleiri skjóta upp rétt fyrir tíu (21.50) því til staðfestingar.  En það mun ég gera.

Og jú, þú gleður, hefur alltaf gert frá því að ég las þig fyrst.    Maður lét bara sverðaglamrið, aðallega hjá sjálfum sér trufla, en brosið laug aldrei, bros sem meitlaður penni framkallar, eða meitlaðir puttar heitir þetta víst í dag.

Og ekki er slæmt að hafa hlýja hundssál til að klóra, hann skilur örugglega ekki þetta brambolt okkar, en klórið skilur hann.  

Er að pústa mig niður eftir minn lokapistil, þessa árs hið minnsta.

Ítreka áramótakveðjur í Grindavíkina, megi næsta ár vera gjöfult til sjávar sem og á fæðingardeildum.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 31.12.2010 kl. 02:18

11 Smámynd: Björn Birgisson

Ómar! Afmæli? Til lukku! Njóttu og skál fyrir því! Þakka hlýleg orð! Sjálfur ertu öllu betri en enginn, eins og markmannsþjálfari Tyrkja sagði um árið!

Um áramót ráðast ýmsir hlutir. Til dæmis framhald mitt hér. Þakka þér góða viðkynningu og til hamingju með afmælið!

Björn Birgisson, 31.12.2010 kl. 02:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband