Áramótakveðja frá Grindavík

Ágætu lesendur og gestir hér á síðu!

Kærar þakkir fyrir öll samskiptin á árinu sem er að kveðja. Hér hefur margt verið ritað og skrafað og oft verið þokkalegt fjör. Alvaran og galsinn hafa hér haldist í hendur eins og ástfangið par. Þannig vil ég hafa það.

Ég óska ykkur öllum og öllu ykkar fólki gleðilegs tíma, velgengni og friðar á nýja árinu.

Með þessari áramótakveðju læt ég fylgja hið stórkostlega ljóð Steins Steinarr, Öreiga-Æska.

Blessi ykkur öll allar góðar vættir.

 

Ég heilsa yður öreiga-æska,

með öreigans heróp á tungu.

Hjá yður fæddust þær viðkvæmu vonir,

sem vordagar lífs míns sungu.

Hjá yður er falinn sá eldur,

sem andann til starfsins vekur,

sem brýtur að lokum heimskunnar hlekki

og harðstjórann burtu rekur.

 

Ég heilsa þér, öreiga-æska,

sem auðvaldið rak út á hjarnið,

sem átt að lifa og líða og deyja

við loftleysið, kuldann og skarnið,

sem átt að svelta og safna

silfrinu í auðmannsins poka,

og bera með þolgæði þrældóms-okið

og þegja til æviloka.

 

Og það er hin sama saga,

sem saman aldirnar flétta:

þínir feður og mæður í þúsund liðu,

voru þrælar drottnandi stétta.

Þau áttu þann sama óvin,

sem arðrænir stritandi lýðinn.

Þau báru til enda sitt böl og sinn kross,

svo buguð og kjarklaus og hlýðin.

 

Þau áttu þann sama óvin,

það er auðvald hins liðna tíma,

samskonar blekkingar, svik og rán,

samskonar djöfla-glíma.

Samskonar guðsorða-gjálfur

og guðræknis-helgislepja,

samskonar klæðleysi, samskonar hungur

og samskonar vetrar-nepja.

 

Nú spyr ég þig, öreiga-æska,

með ólgandi lífið í barmi,

átt þú að bera þá sömu bölvun

og bindast af sama armi?

Átt þú að berjast sem skynlaus skepna

um skammt þinn til klæðis og matar?

Átt þú að krjúpa og kyssa á vöndinn

kúgarans, sem þú hatar?

 

Nú spyr ég þig, öreiga-æska,

sem auðvaldið smáir og sveltir.

átt þú líka að fylla þann flokk,

sem falsið og blekkingar eltir?

átt þú að láta þér lynda

þín lífskjör og molana tína,

en framleiða í guðs nafni allann arðinn

til auðs fyrir böðla þína?

 

Nei, öreigar, öreigasynir,

nú rís elding hins nýja tíma.

Nú hefst okkar síðasti hildarleikur,

nú hefst okkar úrslita-glíma.

Við berjumst um frelsið og brauðið

og blessun sveitar og fjarðar.

Og nú berjumst við öll uns yfir lýkur,

við ógæfu himins og jarðar.

 

Ég heilsa þér, öreiga æska,

í árroða vordrauma þinna.

Þitt verk er að efla þinn eigin hag

og allan heiminn að vinna.

Þitt verk er að berjast um brauðið,

að brjóta af þér kúgarans hlekki,

og leggja í sölurnar líf þitt og blóð,

já, líf þitt og blóð, annars tekst þér það ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gleðilegt ár vinur og kærar þakkir fyrir vinsamleg og ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.12.2010 kl. 17:09

2 Smámynd: Björn Birgisson

Sömuleiðis, Axel minn Jóhann, sömuleiðis! Og takk fyrir þessa fallegu mynd!

Björn Birgisson, 31.12.2010 kl. 17:15

3 identicon

Gleðilegt ár gamli Ísfirðingur og takk fyrir alla þínu fínu pistla á árinu.

Heyr minn himnasmiður (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 18:34

4 Smámynd: Björn Birgisson

Himnasmiður, þakka þér! Gleðilegt ár!

Björn Birgisson, 31.12.2010 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband