1.1.2011 | 16:57
Veiting Fálkaorðunnar á að vera afturkallanleg veiting
"Tólf einstaklingar voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu af forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni á Bessastöðum í dag."
Það er við hæfi að óska þessu fólki til hamingju með orðurnar sínar.
Annars er það með orðuveitingar, rétt eins og annað heimsins prjál, að sé þar ekki sérlega vandað til verka, þá missa þær algjörlega marks. Verða annað hvort vandræðalegar, hlægilegar eða jafnvel skammarlegar og út úr öllu korti.
Það vita allir hvað ég á við. Einn fékk fimm stykki!
Það vita allir að all nokkur hópur Íslendinga hefur fengið orður fyrir verk sín, en hefði miklu heldur átt að fá orðsendingu frá yfirvöldum um að mæta á Litla Hraun ekki seinna en strax.
Orða eða slík orðsending. Mikill munur þar á.
Ég geri ráð fyrir því að veiting Fálkaorðunnar sé óafturkallanleg veiting.
Samt finnst mér að hluti af starfsskyldum Orðunefndar forsetaembættisins ætti að vera að afturkalla orðuveitingar til fólks sem uppvíst hefur orðið að kynferðislegri misnotkun, jafnvel eigin barna, sem og aðra stórglæpi í samfélaginu.
Gott fólk má mín vegna fá Fálkaorðu úr hendi forseta þjóðarinnar, en það svíður sárt að vita af nokkrum mestu níðingum þjóðarinnar með slíka viðurkenningu í farteskinu.
Tólf sæmd fálkaorðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 602569
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Algerlega sammála þér Björn.
Það hefur oft virkað framandi þegar verið er að veita fólki orður fyrir að sinna sínum störfum, svona eins og það sérstaklega merkilegt að vinna vinnuna sína!
Gunnar Heiðarsson, 1.1.2011 kl. 18:49
þESSI ORÐUVEITING ER EINS OG ANNAÐ Í OKKAR ÞJÓÐFÉLAGI- LÝÐSKRUMARAR FÁ ORÐU ÞÓTT ÞEIR SEU GLÆPAMENN- en þeir sem vinna þrekvirki án þess að komast í fjölmiðla eru ekki þarna á skrá !
Gleðilegt ár !
Erla Magna
Erla Magna Alexandersdóttir, 1.1.2011 kl. 18:53
Gunnar minn, ég hef áhyggjur af þér. Held að þetta sé þriðja skiptið sem þú ert sammála mér! Hvar endar þetta?
Björn Birgisson, 1.1.2011 kl. 20:07
Takk fyrir innlitið, Erla Magna! Gleðilegt ár sömuleiðis til þín og þinna!
Björn Birgisson, 1.1.2011 kl. 20:08
Bjössi minn - vertu ekki hissa !
Ég á marga félaga sem fengið hafa þessa blessaða orðu.
Fyrir hvað ?
Jú ,fyrir að mæta í vinnuna sína kl. 09.00 & stimpla sig út kl. 16.00 !
Hefði ég ráðið, hefðir þú verið búinn að fá stórriddarakross - og það með stjörnu !
Fyrir hvað ??
Jú, fyrir að vera "tvöfaldur" einherji !!
P.S.
Veit þú nærð "þreföldum" á nýju ári !
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 2.1.2011 kl. 01:09
Takk, Kalli minn, ég afþakka heiðurinn.
Björn Birgisson, 2.1.2011 kl. 02:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.