Illugi Jökulsson kominn í illdeilur við forsetann og nú reynir á nýjustu klappstýrur forsetans

Ég held að Illugi Jökulsson, nýkjörinn þingmaður á Stjórnlagaþingi, hafi aldrei verið hrifinn af Ólafi Ragnari Grímssyni forseta. Hann er ekkert einn um það. Vinsældir forsetans á mánuðunum eftir hrun voru nánast engar. Hann var oftar en ekki kallaður klappstýra útrásarvíkinganna. Honum tókst þó að rétta sinn hlut nokkuð þegar hann vísaði Icesave til þjóðarinnar.

Með þeirri ákvörðun öðlaðist hann óskoraðan stuðning alls Sjálfstæðisflokksins, en til þess dags hafði ríkt gagnkvæmt hatur milli forsetans og flokks frjálshyggjunnar, eins og allir vita.

Skjótt skipast veður í lofti. Forsetinn var ekki lengur Óli grís. Hann varð Herra Ólafur Ragnar Grímsson, svo titlaður af Valhallarbændum. Munur að vera HERRA en göltur!

Allir vita að eðli vindhana er að snúast eftir vindáttinni hverju sinni.

****************

Svo minnist forsetinn á Stjórnlagaþingið um áramótin og Illugi Jökulsson stekkur upp á nef sér og ritar að sögn dv.is:

,,Með tilhlýðilegri virðingu: Hvorki stjórnmálamenn, forsetar né aðrir ættu að reyna að eigna sér stjórnlagaþingið fyrirfram, né "ráðleggja" því eitthvað að ráði," segir Illugi Jökulsson, Stjórnlagaþingmaður og bloggari á Facebooksíðu sinni.

Orð Illuga er ekki hægt að skilja á annan veg en þann að hann sé að setja ofan í við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, sem í áramótaávarpi sínu lagði mikið upp úr þjóðarvilja og því hlutverki forsetans að koma honum fram.

Illugi ætlar augljóslega ekki að láta hagsmunaaðila hafa áhrif á störf yfirvofandi stjórnlagaþings sem meðal annars er ætlað að skilgreina starf forseta Íslands.

,,Stjórnmálamenn og forsetar hafa haft áratugi til að smíða nýja stjórnarskrá og ævinlega klúðrað því verkefni. Svo við stjórnlagaþingmenn og þjóðin sjálf skulum sjá um þetta óstudd, takk," segir Illugi á Facebook. (dv.is). Leturbreyting BB.

Allir vita að Sjálfstæðisflokkurinn hefur fátt annað gert en að hæðast að Stjórnlagaþinginu, leiddur af klassískri ritsnilld mannsins, sem forsetinn sakaði um að hafa skítlegt eðli, eins og frægt varð um árið. 

Nú þarf flokkurinn sá að standa með sínum manni á Bessastöðum í viðleitninni til að hafa áhrif á þingmenn Stjórnlagaþingsins.

Ljóst er að næstu Staksteinar munu fjalla um Illuga Jökulsson.

If there is dirt, we will find it!

Sure!

Svo er Illugi full viðkvæmur, en allar aðstæður magna tilfinningaskalann upp úr öllu valdi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætti nú Illugi betur heima á Bessastöðum en þetta skrípi sem þar er nú.

Gleðilegt ár!

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 20:29

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Er einhver hrifinn af forsetanum í dag Björn ef undan er skilin Náhirðin ? En það vita svo sem allir hugsandi menn, að sú hrifning er stradegísk og fölsk.

Afskaplega auðvirðilegt og fyrirsjáanlegt pólitískt trikk.

hilmar jónsson, 1.1.2011 kl. 20:32

3 identicon

Vinstri flokkarnir eru bara sárir yfir því að það komst upp hve rangt þeir höfðu fyrir sér í icesave málinu. Hægri menn eru þakklátir fyrir það að Ólafur hafi "leyft þjóðinni að grípa inn í"... Ólafur ákvað ekki neitt fyrirfram.

Það er magnað að sjá vinstri menn enn þann dag í dag bölva Ólafi fyrir að stíga á tærnar á þeim þó hann hafi haft rétt fyrir sér í sinni ákvörðun. Það hefur enginn maður unnið eins vel fyrir kaupinu sínu og HERRA Ólafur Ragnar Grímsson.

Njáll (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 21:36

4 Smámynd: Björn Birgisson

Ybbar gogg, ég er svo bljúgur og mildur í ársbyrjun að ég verð að benda þér á að til þess að setjast í húsbóndastólinn á Bessastöðum þarf að bjóða sig fram til þess!

Á þessu bloggi má ekki kalla forsetann skrípi, en það má gagnrýna hans gjörðir, en aðeins málefnalega.

Gleðilegt ár minn kæri!

Björn Birgisson, 1.1.2011 kl. 21:36

5 Smámynd: Björn Birgisson

Hilmar minn, á ég nokkuð að svara þér nú? Held ekki.

Björn Birgisson, 1.1.2011 kl. 21:38

6 Smámynd: Björn Birgisson

Njáll, mér sýnist á innleggi þínu að þú aðhyllist hið nýja ástarsamband forsetans og Sjálfstæðisflokksins. Gott hjá þér! Ertu samt ekki alltaf með sömu konunni?

Björn Birgisson, 1.1.2011 kl. 21:42

7 identicon

Björn, ef þú ætlar að byrja árið á þessum nótum segðu mér þá hvernig þú ætlar að enda það. Hef lesið skrifin þín alltaf af og til og í allan dag. Veit oft ekki hvort þú ert að tala í einhverri alvöru eða grínast. En það er stundum gaman að lesa það sem þú skrifar. Með kveðjum frá Noregi, HH.

Hallur Sigmundur Hallsson (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 21:53

8 identicon

      Gleðilegt ár !

og örfá orð ! .Var ekki forsetin að mælast til að spöruð væru ókvæðisorðin ?? .Synist sem sumum sem skrifa innegg her hja Birni þyrftu að tileinka ser slikt !!   En forsetin er sómi okkar , gáfaður maður  og mundu fleiri vilja hafa þær !!   og þarf ekki sjálfstæðismenn til   !  En menn þurfa ekki þess vegna að vera eins og gangandi "skitakvarnir "þó þeir ekki hafi  gáfur forsetans !, heldur reyna nota vel það sem þeir hafa  !!!!!!!!!!!!!!!!!

ransy (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 22:03

9 identicon

Ég held ég sé einn af þessum sjálfstæðismönnum sem þú ert að tala um: Ég vísa enn til ÓRG sem gríssins og virðing mín fyrir honum er ekki mikið meiri en áður. Ég get hins vegar ekki horft framhjá því að hann beitti sér með mikilvægum hætti.

Eyjólfur (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 22:13

10 Smámynd: Björn Birgisson

Gleðilegt ár, ransy! Og takk fyrir innlitið!

Björn Birgisson, 1.1.2011 kl. 22:14

11 Smámynd: Björn Birgisson

Eyjólfur minn, atkvæði þitt er móttekið!

Björn Birgisson, 1.1.2011 kl. 22:16

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég var ekki par hrifin þegar Ólafur var kosin í fyrsta sinn. En síðan hefur vegur hans farið vaxandi að mínu mati.  Og í dag hef ég einstakt dálæti á honum og í því ljósi finnst mér sum innleggin hér að ofan einstaklega léleg og kjánaleg.  Sorrý gamli vinur en svona er þetta bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.1.2011 kl. 23:26

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þeir sömu og fögnuðu hvað mest þegar forsetinn vísaði Icesave til þjóðarinnar fögnuðu ekki að sama skapi þegar þessi sami forseti vísaði fjölmiðlalögunum til þjóðarinnar. Þá settu þessir gleðipinnar það ekki fyrir sig að brjóta bæði lög og stjórnarskránna þegar þeir "drógu" lögin til baka eins og það var svo smekklega orðað.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.1.2011 kl. 23:45

14 Smámynd: Finnur Bárðarson

Sjúkleg þörf að vera vinsæll eftir því sem vindar blása. Burt með þetta gerpi

Finnur Bárðarson, 1.1.2011 kl. 23:54

15 identicon

Áfram Ólafur Ragnar Grímsson,og mikið vorkenni ég greiið því Samfylkingarfólki er ritar hér ofar æ æ æ æ ....

Númi (IP-tala skráð) 2.1.2011 kl. 00:27

16 Smámynd: Björn Birgisson

Númi, ég held að þú sért Samfylkingarmaður ..... Alla vega gamall Alþýðubandalagsmaður. Þú talar þannig!

Björn Birgisson, 2.1.2011 kl. 01:24

17 Smámynd: Björn Birgisson

Kæru vinir, ég þakka öll innlitin!

Björn Birgisson, 2.1.2011 kl. 01:25

18 Smámynd: Björn Birgisson

Hallur, í Noregi, lestu bara skrif mín með þeim gleraugum að mér sé alvara. Svo er oftast, en alls ekki alltaf. Þú verður að hafa vit til að greina þar á milli.

Gleðilegt ár! 

Björn Birgisson, 2.1.2011 kl. 03:47

19 identicon

Mér líkar ágætlega við Ólaf Ragnar Grímsson, fínn kall og kurteis mér líkar ágætlega við Davíð Oddsson fyrir utan þegar hann sagði eitthvað í beinni 2008 sem var valdandi því að ég fékk ekki útborgað í 3 mánuði en þá var ég staddur í Bangladesh...ekki besti staður til að vera auralaus. Bí núna í Indónesíu þannig að mér líkar bara ágætlega við flesta Íslendinga, bara fínt... Bestu áramótakveðjur til allra Íslendinga.

Altman

Altmuligman (IP-tala skráð) 2.1.2011 kl. 07:39

20 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Geri komment Axels nr 13 að mínu. Ég fagnaði þegar Icesave fór í þjóðaratkvæði en var alveg brjáluð þegar fjölmiðlalögin fóru ekki fyrir þjóðina. Ef þau hefðu farið og verið samþykkt held ég að við hefðum ekki verið heilaþvegin eins og raun varð á. Skil aldrei af hverju þeir leyfðu þeim ekki að fara í gegn um þjóðaratkvæði. Annars ber ég ekki kala til forsetans og hann virðist brúklegur um þessar mundir og svo hefur hann alltaf átt svo fallegar konur kveðja Kolla 

Kolbrún Stefánsdóttir, 4.1.2011 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband