2.1.2011 | 14:39
Það vantar nýja skatta á bindindisfólk
"Áfengisgjald af léttu víni og bjór hækkar um 4%. Ef ekkert annað breytist hefur það þau áhrif að bjór sem kostar nú 300 krónur fer í 307 krónur og rauðvínsflaska sem kostar 1900 krónur fer í 1937 krónur.
Tóbaksgjald hækkar um 7%. Við það hækkar heildsöluverð ÁTVR um 4,5 til 5%. Smásöluálagning er frjáls og verð því breytilegt. Búast má við því að sígarettupakki sem nú kostar 900 krónur fari yfir 940 krónur."
Það hefur alltaf verið vinsælt að leita til fíkla þessa lands þegar fjárvöntun er í ríkissjóði. Brennivínsþambarar og strompar þessa lands virðast vera auðlind sem sífellt má sækja meira í!
Kannski skiptir þessi hækkun engu máli. Alla vega ekki fyrir þá sem ákváðu um áramótin að hætta öllu sukki með vín og tóbak.
Hinir minnka bara við sig neysluna sem þessari hækkun nemur.
Þarf ekki ríkisstjórnin að upphugsa einhverja skatta aukalega á bindindisfólk til að gæta jafnræðis í öllum þessum álögum?
Jæja, líklega bara best að drekka kranavatn og anda að sér heilnæmu heimsskautsloftinu.
Hvað gerir ríkissjóður þá?
Áfengi og tóbak hækka í verði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvaða áhrif hafa allar þessar hækkanir á vísitöluna spyr ég nú bara. Ef verðbólgan vex og lánin hækka þarf þá ekki aftur að hækka vexti og vixlhækkanir eru þar með aftur komnar á fulla ferð. Verkalýðsforystan er ekki í sáttahug svo þessar hækkanir eru mikið hættuspil hjá Steingrími og Indriða
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.1.2011 kl. 15:00
Hringrásin endalausa, Jóhannes minn!
Björn Birgisson, 2.1.2011 kl. 15:03
Sammála Björn.
Einelti á ekki að líðast á árinu 2011.
Um skatta eins og annað á að gilda einn fyrir alla og allir fyrir einn.
En ekki að við brennivínsserkir séu þeir einu sem byrðarnar bera.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.1.2011 kl. 15:07
Ómar, skrefgjald á skokkara? Hvernig væri það?
Björn Birgisson, 2.1.2011 kl. 15:12
Það væri ósanngjarnt gagnvart skokkurum sem drekka og reykja.
Hörður Sigurðsson Diego, 2.1.2011 kl. 16:56
Hörður, komdu þá með betri tillögur!
Björn Birgisson, 2.1.2011 kl. 17:05
Súrefnisskatt?
Hörður Sigurðsson Diego, 2.1.2011 kl. 17:06
Brúartolla?
Hörður Sigurðsson Diego, 2.1.2011 kl. 17:07
Landsbyggðapakksgjald?
Hörður Sigurðsson Diego, 2.1.2011 kl. 17:07
Þá er þetta í höfn. Takk fyrir. Kem þessu til Steingríms.
Björn Birgisson, 2.1.2011 kl. 17:10
100 krónu aukagjald á Kaffi-Latte?
Selja flokkskírteini WC?
Bloggskatt? (sem verður reyndar að engu þegar að "fjölmiðlanefnd" bannar öðrum en lærðu fjölmiðlafólki að ræða ríkisstjórnina)
Mengunargjald á prump?
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 01:42
Hvað um skatt á þá sem drekka kaffi á kaffihúsum???? Er þar ekki að finna höfuðóvini brennivínsserkja???
Og á hjólreiðamenn. Absúlút.
Allir fyrir einn, einn fyrir alla.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.1.2011 kl. 12:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.