Hvar eru flestir virkir bloggarar og hvar er bloggið mest heimsótt og lesið?

Á hvaða vefmiðli er bloggið blómlegast? Hvar eru flestir virkir bloggarar og hvar er bloggið mest heimsótt og lesið? Hljóta ekki að liggja fyrir tölur um þetta eins og flest annað nú til dags?

Ástæða þess að spurt er einföld. Í gær rataði færsla frá mér á lista sem Eyjan birtir reglulega á sinni forsíðu.

Eins og flestir bloggarar hef ég alveg þokkalega yfirsýn yfir þann fjölda sem heimsækir síðuna mína, en við það að fá þessa tengingu yfir á Eyjuna þá nærri fimm faldaðist fjöldi gesta á síðunni og annan eins gestagang hef ég ekki upplifað fyrr.

Er Eyjan kannski miklu stærri bloggmiðill en Moggabloggið?

Einhver hlýtur að geta svarað því.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Spurðu Davíð.

hilmar jónsson, 3.1.2011 kl. 18:57

2 Smámynd: Björn Birgisson

Er ég ekki að spyrja á blogginu hans?

Björn Birgisson, 3.1.2011 kl. 19:07

3 Smámynd: Einar Guðjónsson

Blogg-gáttin hefur tekið saman lista við áramót um vinsælustu bloggin. Er ekki viss um að það gildi um öll blogg en örugglega þau sem birtast í gegnum Blogg gáttina. Sé að árslistinn er enn ókominn.

Einar Guðjónsson, 3.1.2011 kl. 19:18

4 Smámynd: Björn Birgisson

Takk fyrir þetta, Einar! Þetta vissi ég ekki!

Björn Birgisson, 3.1.2011 kl. 19:42

5 identicon

Vinsamlegast athugið að það er nákvæmlega ekkert að marka lista BloggGáttarinnar yfir 'vinsælustu' bloggin. Þeir miða einungis við talningu á eigin vef.

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 20:20

6 Smámynd: Björn Birgisson

Hilmar Þór, ertu viss um þetta? Er ekki BloggGáttinn með alla bloggara inni? Eru þá e.t.v. engin svör við spurningum mínum? Veit þetta enginn?

Björn Birgisson, 3.1.2011 kl. 20:25

7 Smámynd: Sigurður Antonsson

Líklega hefur þú sprengt skallann í gær með hjálp Eyjamanna. Tími kominn til að athuga gáttina, en færslurnar þínar eru flottar.

Netheimurinn er eins og á tímum hellisbúa óplæður akur. Hér eru glefsur úr Orðabók Andskotans eftir Ambrose Bierce: Frægt samfélag síðari hellisbúa dvaldist með Davíð í Adúllam. Í þeirri nýlendu komu saman " allir þeir sem áttu við böl að stríða og allir þeir sem skuldum voru vafnir og allir þeir sem óánægðir voru" .. í stuttu máli, allir sósíalistar í Júda."

.

Sigurður Antonsson, 3.1.2011 kl. 20:29

8 Smámynd: Björn Birgisson

Sigurður, ég er ekkert að tala um talningu BloggGáttarinnar, heldur hrein og klár innlit á síðuna okkar Davíðs hér, á mínu nafni!

Eyjamanna? Eru þeir nema 4000?

"Í þeirri nýlendu komu saman " allir þeir sem áttu við böl að stríða og allir þeir sem skuldum voru vafnir og allir þeir sem óánægðir voru" .. í stuttu máli, allir sósíalistar í Júda."

Snilld!

Björn Birgisson, 3.1.2011 kl. 20:35

9 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Ég held það hafi verið "heimsækjum bloggsíðu Björns Birgissonar"-dagurinn í gær.

Annars sérðu aðsóknartölurnar hjá modernus.is.

Hörður Sigurðsson Diego, 4.1.2011 kl. 00:37

10 Smámynd: Einar Guðjónsson

Sýnist að þú getir náð þér í teljara á Modernus.is og svo er teljari um IP tölur á síðunni þinni.

Einar Guðjónsson, 4.1.2011 kl. 01:47

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það eru miklu líflegri umræður á Facebook. Bloggið er ekki dautt en það er ekki svipur hjá sjón. Sá sem skrifar á Facebook nær til miklu færri lesenda en sá sem skrifar pistil hér á moggabloggi, en hann fær fleiri og skemmtilegri viðbrögð. Þar myndast kunningjahópar sem ræða málin daglega. Sumar Facebook-síður eru hallelúja síður, þar sem andmæli eru illa séð, en svo eru líka vinsælar síður sem hvetja til snarpra orðaskipta.

Baldur Hermannsson, 4.1.2011 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband