Sitja þeir ekki allir áfram sem mokuðu þessum millum út um gluggann?

"Eignarhaldsfélagið Fasteign hf., hefur verið dæmt til að greiða arkitektastofu rúmlega 121 milljón vegna hönnunar á ráðhúsi fyrir Reykjanesbæ og höfuðstöðvar fyrir HS-Orku."

Þessi frétt er eiginlega dásamleg í öllum sínum nöturlega og heimskulega ömurleika.

Þetta er langbeittasta háðsádeilan, sem ég hef lengi séð, á allt ruglið sem gjarnan er kennt við árið 2007. Rosaleg 2007 frétt. Yndislega sár fyrir skattgreiðendur. Svona gott vont frétt. Dálítið í ætt við ærslaleikina hans Dario Fo um árið.

Snilld háðsádeilunnar er einkum fólgin í þessari setningu:

"Bergur sagði að ekkert hefði verið unnið frekar að hönnun hússins frá haustinu 2008 og alls óvíst um að húsið muni nokkurn tímann verða byggt."

Hvað þýða þessi orð: " ..... óvíst um að húsið muni nokkurn tímann verða byggt."

Þau hljóta að þýða að það fari ágætlega um starfsmenn Reykjanesbæjar og starfsmenn HS-Orku í núverandi húsnæði! Það þurfi ekkert að byggja í bráð. Kannski í lengd. Hver veit um það?

Þau einfaldlega staðfesta að þessi risabygging var algjörlega óþörf og að allar ákvarðanir um hana hafi verið teknar af veruleikafirrtu fólki, sem trúði því að verðmætasköpun þjóðarinnar færi öll fram í bönkum og með hlutabréfaviðskiptum. Sem sagt mestu bjánum Evrópu.

121 milljón fokin út í veður og vind í snörpum vindsveipum Suðurnesjanna!

Sitja þeir ekki allir áfram sem mokuðu þessum millum út um gluggann?

Munum þetta:

Hófsemin er silkiþráðurinn sem perlur dyggðarinnar eru festar á.

Nú eru perlur Suðurnesjamanna komnar á sporbraut hinna heimsku ráðamanna.


mbl.is Borgar 121 milljón fyrir óbyggt hús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Létu þeir ekki kjósa sig aftur þessir „snillingar“ snælduvitlausra ákvarðana?

Sumir kjósendur virðast ekki gera miklar kröfur til stjórnmálamanna, þeir virðast velja gjarnan þá sem ljúga og svíkja mest!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 3.1.2011 kl. 22:24

2 Smámynd: Björn Birgisson

Takk fyrir innlitið, Mosi minn!

Björn Birgisson, 3.1.2011 kl. 22:47

3 Smámynd: Einar Guðjónsson

Þú og börnin greiðið fyrir þetta með meiri vaxtamun og sköttum. Ríkissjóður bætir svo '' Reykjanesbyggð'' '' tjónið'' og

allt fellur í ljúfa löð.

Einar Guðjónsson, 4.1.2011 kl. 01:28

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir Stokkhólmseinkennið að elska kvalara sinn er að hrjá suðurnesjamenn!

Sigurður Haraldsson, 4.1.2011 kl. 08:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband