4.1.2011 | 16:28
Hefur ESB umsóknin öðlast sjálfstætt líf?
Þetta ESB mál okkar Íslendinga er fyrir löngu orðið alveg stórfurðulegt. Heil ríkisstjórn var mynduð og umsókn um aðild var stærsta málið í málefnasamningnum, þrátt fyrir að annar flokkurinn, sem nú hefur 15 þingmenn, vildi alls ekki sækja um neina ESB aðild!
Svo virðist allt benda til þess að í raun sé meirihluti alþingismanna andsnúinn umsókninni, en sá meirihluti þegir eiginlega þunnu hljóði og lætur allt yfir sig ganga.
Kannanir sýna að þjóðin er rétt svona í meðallagi spennt fyrir þessari umsókn.
Það er engu líkara en að umsóknin hafi öðlast sjálfstætt líf og geti gefið öllum andstæðingum sínum langt nef í hvert sinn sem þeir malda eitthvað í móinn.
Þróun þessa máls er vægast sagt stórfurðuleg.
Nokkuð oft hef ég minnt á að umsóknin um aðild að ESB er líklega langstærsta pólitíska málið sem upp hefur komið á lýðveldistímanum.
Ef það er meirihluti í þinginu fyrir að draga umsóknina til baka, en lætur það ógert, hvað á maður þá að halda um það fólk?
Erum við ekki að tala um mál sem kannski er stærsta mál Íslandssögunnar?
Þessi umsókn á eitt sameiginlegt með kvótakerfinu.
Stjórnmálagengið okkar ræður ekkert við þessi tvö mál.
Átökin mest um ESB-stefnu VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll. Það er alls ekki sami hlutur að vera á móti inngöngunni í ESB og að vilja að umsóknin verði dregin til baka. Það er einkum tvennt sem mælir gegn því að draga hana til baka: 1) álitshnekkir meðal ESB-landa, en það er nokkuð sem við þurfum ekki á að halda núna. 2) Fylgjendur aðildar kæmu fyrr en ella með nýja atlögu og gætu haldið því fram að "ferlið" hefði ekki fengið að ganga til enda.
Eins og málum er nú háttað væri bezt ef samningur um inngöngu yrði lagður fyrir sem fyrst og felldur í skoðanakönnun meðal þjóðarinnar (en það var fellt á þinginu að þjóðaratkvæðagreiðsla réði úrslitum). Alþingi hefur síðasta orðið og engar líkur á því að meirihluti fengizt þar fyrir því að samþykkja aðildarsamning sem þjóðin væri búin að hafna, þótt Samfylkingunni væri trúandi til að reyna það.
Skúli Víkingsson, 4.1.2011 kl. 16:54
Þú virðist vera gamall afturhalds og íhaldshlunkur.
Valsól (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 21:10
Valsól, aldrei fyrr í lífinu hef ég verið kenndur við íhaldið! Þakka þér kærlega fyrir!
Björn Birgisson, 4.1.2011 kl. 21:21
Valsól, ég get alveg sagt þér hvað þú virðist vera, myndin af þér er svo fín!
Björn Birgisson, 4.1.2011 kl. 21:29
"Þeir sem selja ómetanlegt frelsi sitt til að kaupa sér tímabundið öryggi, eiga hvorugt skilið, og missa bæði" - Benjamin Franklin
Látum umheiminn ekki hræða okkur með Icesave. Okkur ber engin siðferðileg skylda til að borga fyrir mistök 30 bankamanna, frekar en Afríku að lifa við sitt ævarandi skuldafangelsi sem sömu gömlu nýlendur og nú herja á okkur hnepptu hana í. Við eigum þessa meðferð ekki skilið frekar en gyðingarnir í seinni heimstyrjöldinni áttu skilið að gyðinlegum almenningi væri hengt fyrir óvinsældir örfárra bankamanna.
Allar ákvarðanir byggðar á ótta enda í skelfingu. Allar ákvarðanir sem þú tekur afþví einhver kúgaði þig til þess sérðu eftir. Og allt sem þú ákveður af heilaþvotti og innrættingu mun verða þér til tjóns.
Frjáls hugsun er ennþá mikilvægari en athafnafrelsi þjóðarinnar, og það fyrra er upphafið og lífæð þess seinna, frá henni sprettur allt hugrekki og allt sjálfstæði. Og þar sem hana skortir deyr bæði og þrældómurinn tekur við.
Hugrekki! Frelsi! Gleði!
Guðmundur Jónsson. (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 03:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.