Spámenn og miðlar á Mogganum

"Í fréttaskýringu um fundinn í Morgunblaðinu í dag segir, að augljóslega telji þeir sem styðja þann hluta þingflokks VG sem kenndur hefur verið við órólegu deildina ..........."

Í fréttaskýringu um fundinn!

Það er engin fréttaskýring um fundinn í Mogganum í dag. Þar eru bara vangaveltur um óskhyggju Moggans varðandi þennan fund. Þær vangaveltur eiga bara ekkert skylt við fréttamennsku.

Mikið liggur við og mikið liggur á og nú skal höggvið á báða bóga.

Kannski verða einhverjar stórfréttir ljósar að afloknum þessum fundi. Örugglega einhverjar fréttir alla vega. Slæmar eða góðar eftir atvikum. Leyfum VG að halda sinn fund og innum svo eftir fréttum. Sleppum lágkúrulegum fabuleringum og hreinu slúðri.

Vill ekki Mogginn fara að segja okkur hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hyggst stokka upp í þingliði sínu fyrir næstu kosningar?

Hver verða örlög Guðlaugs Þórs og Þorgerðar Katrínar, Illuga og formannsins unga. Hvað með kallinn með arðinn? Hvað með alla hina?

Svo væri líka mjög gaman að lesa í Mogganum á næstu dögum allt um afleiðingar næsta Kötlugoss, svona samkvæmt áreiðanlegum nafnlausum heimildum að vanda auðvitað.


mbl.is Pirringurinn eykst innan VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Morgunblaðið er ekki svipur hjá sjón. Þetta eru ekki fréttaskýringar í venjulegum skilningi heldur hugleiðingar blaðamanns um óorðna atburði. Málfari hrakar og villur eru i mörgum fyrirsögnum. Ekki virðist stemmingin góð. Einnig er reynt að poppa upp blaðið með t.d. stöðugum fréttum af Völu Grand. Þetta voru til skamms tíma fréttir í því merka og víðlesna blaði Séð og heyrt. Kannski hefur MBL fundið fyrirmynd. Stöðugur taprekstur er á blaðinu og óvíst hversu lengi kvótaeigendur og aðrir sægreifar geta borgað reikninginn. Kannski verður Dabbi að fá vini sína til að útvega sér nýja vinnu innan skamms.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 10:26

2 Smámynd: Björn Birgisson

Hrafn, Mogginn er ekki svo slæmur að öllu leyti. Reyndar ágætur um sumt. Þjónusta blaðsins við áhugafólk um íþróttir er til fyrirmyndar. Víðir og félagar sjá til þess. Einnig þjónusta blaðsins í kring um andlát og jarðarfarir. Fréttir utan úr heimi. En þegar dregur að pólitíkinni hér heima er blaðið afleitt, reyndar bara brjóstumkennanlegt. Það sjá allir, meira að segja þessi 30% sem segjast styðja Sjálfstæðisflokkinn og kallar það lið nú ekki allt ömmu sína!

Björn Birgisson, 5.1.2011 kl. 10:53

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Ég spái því að blaðið sé á enda metrunum.

Eins og Hrafn hér að ofan bendir á, er nú þegar til blað sem heitir Séð og Heyrt og ég tel útilokað að markaður sé fyrir annað eins.

hilmar jónsson, 5.1.2011 kl. 10:53

4 Smámynd: Björn Birgisson

Hilmar, síðustu metrarnir geta orðið býsna langir. Morgunblaðið á sér langa sögu og ef öflugir bakhjarlar þess taka saman höndum, knýja á um afskriftir og leggja til hlutafé, verðum við farnir löngu á undan blaðinu.

Björn Birgisson, 5.1.2011 kl. 10:57

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Ef markaður er fyrir tvö Séð og Heyrt, mun blaðið eflaust lufsast eitthvað áfram..

hilmar jónsson, 5.1.2011 kl. 11:21

6 Smámynd: Vendetta

Ég held að þetta sé að batna, það hefur ekkert verið skrifað um Völu Grand nýlega, til allrar hamingju. Vonandi heldur það áfram.

Vendetta, 5.1.2011 kl. 14:41

7 Smámynd: Björn Birgisson

Vendetta, Guð láti gott á vita!

Björn Birgisson, 5.1.2011 kl. 14:51

8 identicon

Sjálfstæðismenn eru hjátrúarfullir með afbrigðum; Kæmi ekki á óvart að þeir byggðu sínar fréttir á þrugli úr sjáandanum ógurlega, þið munið eftir henni Láru jarðskjálftaspákonu, sem selur jarðskjálftaheld hús upp á 12 á Richter... Mbl studdi hana með ráð og dáð; Gengu svo langt að banna mig fyrir að segja sannleikann um það mál... Ætli hún Lára sé ekki aðaðráðgjafi sjálfstæðisflokks... hugsa það sko, heimskan er svo yfirgengileg
MBL og sjálfstæðisflokkur hlýtur að vera mesta sorp íslands.

doctore (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 15:50

9 Smámynd: Björn Birgisson

doctore, það er nokkuð ljóst að þú krossar seint við D listann! Kíkir samt stundum í Moggann, er það ekki?

Björn Birgisson, 5.1.2011 kl. 16:42

10 Smámynd: Vendetta

Þú hefur rangt fyrir þér að þessu sinni DrE. Það er DV sem er mesta sorp Íslands. bara til að hafa það á hreinu.

Vendetta, 5.1.2011 kl. 20:20

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Á hvaða plánetu búið þið, sveinar? Morgunblaðið hefur flutt ágætar fréttir af innanflokksátökum VG um langt skeið og þær koma algerlega heim og saman við ummæli þeirra Ásmundar bónda og Steingríms í Kastljósi í kvöld. Reyndar spurði Helgi Seljan afar klaufalega og vantaði alveg þá hnitmiðun sem blaðamenn Moggans hafa, enda er hann auðvitað besti fjölmiðillinn. En það er greinilegt að Steingrímur ræður ekki við þessi átök .... öllum málum var slegið á frest nema einu, því sem þremenningarnir hafa áður staðfest: að þau munu verja stjórnina vantrausti.

Baldur Hermannsson, 6.1.2011 kl. 00:00

12 Smámynd: Björn Birgisson

Ég bý í Grindavík. Kaupi Moggann og þarf ekki leiðbeiningar blindra til að lesa hann.

Björn Birgisson, 6.1.2011 kl. 00:15

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þú lest þá Morgunblaðið eins og Andskotinn les Biblíuna.

Baldur Hermannsson, 6.1.2011 kl. 00:20

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nefni svo til gamans að það er ekkert mál fyrir blinda að lesa Morgunblaðið.

Baldur Hermannsson, 6.1.2011 kl. 00:21

15 Smámynd: Björn Birgisson

Ef Andskotinn les Biblíuna er það aðeins til að glotta yfir heimskulegum umsögnum hennar um hann! Viss um að honum fellur heimska kristinna ákaflega vel í geð og hlær sig máttlausan við hvern lestur! Þannig skemmtir Biblían skrattanum daglega!

Björn Birgisson, 6.1.2011 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband